Sagt er frá skipulagsbreytingunum í tilkynningu. Segir að Ómar Örn hafi starfað hjá Öryggismiðstöðinni allt frá árinu 2003 og setið í framkvæmdastjórn fyrst sem yfirmaður sölumála og síðar sem framkvæmdastjóri markaðsmála.
„Við starfi markaðsstjóra Öryggismiðstöðvarinnar tekur Auður Lilja Davíðsdóttir sem gegnt hefur starfi framkvæmdastjóra sölusviðs en samhliða þessum breytingum eru markaðs- og sölusvið nú sameinuð undir stjórn Auðar Lilju. Hún hefur starfað hjá Öryggismiðstöðinni síðastliðin 17 ár og verið stjórnandi á sölusviði síðan 2013. Hún er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá Háskóla Íslands,“ segir í tilkynningunni.