Segjast ætla að bregðast fljótt við höfnuninni Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 15:01 Hermaður á víglínunni í austurhluta Úkraínu. EPA/STANISLAV KOZLIUK Það að kröfum Rússa hafi verið hafnað gefur ekki mikið tilefni til jákvæðni en viðræður koma þó enn til greina, að sögn Dmitry Peskovs, talsmanns Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði blaðamönnum í dag að Vesturveldin hefðu ekki tekið tillit til áhyggna Rússa. Þetta sagði Peskov við blaðamenn í dag. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, sló á svipaða strengi og sagði að svör Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins við kröfum Rússa gefi tilefni til aukinna viðræðna um önnur málefni. Hann ítrekaði hins vegar að svarið væri alls ekki jákvætt þegar kæmi að meginkröfum Rússa, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sergei Lavrov (fyrir miðju), utanríkisráðherra, gengur hér um ganga þinghúss Rússlands.AP/Utanríkisráðuneyti Rússlands Í stuttu máli sagt þá krefjast Rússar þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu í framtíðinni og að NATO hörfi frá Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu, gömul leppríki Sovétríkjanna. Rússar hafa flutt tugi þúsunda hermanna að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum og hafa gefið til kynna að hernaðaraðgerðir komi til greina verði kröfur þeirra ekki samþykktar. Sjá einnig: Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Forsvarsmenn NATO hafa frá upphafi sagt að ekki sé hægt að samþykkja þessar kröfur Rússa. Þær fari gegn grunngildum NATO um að hvert ríki eigi rétt á að sækja um aðild. Þá segja þeir mögulegt að eiga viðræður um dreifingu hermanna meðal aðildarríkja. Í svari Bandaríkjanna og NATO við kröfum Rússa segir að Úkraína sé sjálfstæð þjóð og henni yrði ekki sagt fyrir verkum. Ríkið gæti sótt um aðild að bandalögum eins og NATO ef vilji væri fyrir því. Sjá einnig: Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Boltinn er nú hjá Pútín er beðið eftir hvað hann ákveður að gera næst. Pútín hefur lesið skjalið en þeir Lavrov og Peskov segja að haldinn verði fundur þar sem farið verður nánar yfir svarið og að næstu skref Rússa verði fljótt ljós. Hinni miklu hernaðaruppbyggingu og heræfingum Rússa hefur verið mætt af auknum viðbúnaði innan NATO og með vopnasendingum til Úkraínu. Segir ekkert tilefni til að ræða við Úkraínumenn Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Rússlands og núverandi varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands, sagði í dag að Úkraína væri tól sem NATO og Bandaríkin notuðu til að halda aftur af Rússlandi og þrýsta á ríkið. Hann sagði að Rússar ættu ekki að eiga viðræður við ríkisstjórn Úkraínu, því hún væri óvinveitt Rússlandi. Réttara væri að bíða eftir nýrri ríkisstjórn sem myndi vinna að bættum samskiptum við Rússland. Dmitry Medvedev varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands.AP/Yekaterina Shtukina Yfirvöld Bretlands héldu því nýverið fram að Rússar hefðu verið að skoða leiðir til að mynda nýja ríkisstjórn, sem væri hliðholl Rússlandi í Úkraínu. Það hafa ráðamenn í Rússlandi sagt rangt. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússneskir fjölmiðlar, sem eru í eigu ríkisins, fjalla margir hverjir í dag um það að Úkraínumenn ætli sér að gera árásir á aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu og jafnvel með efnavopnum. Segja Úkraínumenn ætla sér að ráðast á aðskilnaðarsinna Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Fyrr í mánuðinum sögðust Bandaríkjamenn hafa komist á snoðir um að Rússar hefðu sent sérsveit hermanna til svæðisins þar sem þeir áttu mögulega að falsa tilefni til inngrips Rússa, til dæmis með sprengiárás sem beindist að aðskilnaðarsinnum. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Í frétt Moscow Times er farið yfir hvað ríkismiðlar Rússlands hafa sagt um Úkraínudeiluna í dag og í gær. Einhverjir hafa fjallað um það að Rússar þurfi að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu. Komosomolskaya Pravda skrifaði til að mynda að Donetsk væri umkringt og nýtt stríð væri þegar byrjað í Donbass. RIA Novosti og Rambler fréttaveiturnar hafa báðar birt fréttir um meint ráðabrugg Úkraínumanna til að ráðast á Donbass með efnavopnum og stjórnandi vinsæls útvarpsþáttar ræddi í morgun leiki við leiðtoga aðskilnaðarsinna í Donetsk sem kvartaði yfir því að NATO væri að „dæla vopnum í Úkraínu“. Rússland Úkraína Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira
Þetta sagði Peskov við blaðamenn í dag. Sergey Lavrov, utanríkisráðherra, sló á svipaða strengi og sagði að svör Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins við kröfum Rússa gefi tilefni til aukinna viðræðna um önnur málefni. Hann ítrekaði hins vegar að svarið væri alls ekki jákvætt þegar kæmi að meginkröfum Rússa, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Sergei Lavrov (fyrir miðju), utanríkisráðherra, gengur hér um ganga þinghúss Rússlands.AP/Utanríkisráðuneyti Rússlands Í stuttu máli sagt þá krefjast Rússar þess að Úkraínu verði meinaður aðgangur að Atlantshafsbandalaginu í framtíðinni og að NATO hörfi frá Austur-Evrópu. Það á við ríki eins og Pólland, Eystrasaltsríkin, Rúmeníu og Búlgaríu, gömul leppríki Sovétríkjanna. Rússar hafa flutt tugi þúsunda hermanna að landamærum Úkraínu á undanförnum vikum og hafa gefið til kynna að hernaðaraðgerðir komi til greina verði kröfur þeirra ekki samþykktar. Sjá einnig: Rússar ræða að senda vopn til Úkraínu Forsvarsmenn NATO hafa frá upphafi sagt að ekki sé hægt að samþykkja þessar kröfur Rússa. Þær fari gegn grunngildum NATO um að hvert ríki eigi rétt á að sækja um aðild. Þá segja þeir mögulegt að eiga viðræður um dreifingu hermanna meðal aðildarríkja. Í svari Bandaríkjanna og NATO við kröfum Rússa segir að Úkraína sé sjálfstæð þjóð og henni yrði ekki sagt fyrir verkum. Ríkið gæti sótt um aðild að bandalögum eins og NATO ef vilji væri fyrir því. Sjá einnig: Hafna kröfu Rússa um að Úkraínu verði meinuð aðild að NATO Boltinn er nú hjá Pútín er beðið eftir hvað hann ákveður að gera næst. Pútín hefur lesið skjalið en þeir Lavrov og Peskov segja að haldinn verði fundur þar sem farið verður nánar yfir svarið og að næstu skref Rússa verði fljótt ljós. Hinni miklu hernaðaruppbyggingu og heræfingum Rússa hefur verið mætt af auknum viðbúnaði innan NATO og með vopnasendingum til Úkraínu. Segir ekkert tilefni til að ræða við Úkraínumenn Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti og forsætisráðherra Rússlands og núverandi varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands, sagði í dag að Úkraína væri tól sem NATO og Bandaríkin notuðu til að halda aftur af Rússlandi og þrýsta á ríkið. Hann sagði að Rússar ættu ekki að eiga viðræður við ríkisstjórn Úkraínu, því hún væri óvinveitt Rússlandi. Réttara væri að bíða eftir nýrri ríkisstjórn sem myndi vinna að bættum samskiptum við Rússland. Dmitry Medvedev varaformaður þjóðaröryggisráðs Rússlands.AP/Yekaterina Shtukina Yfirvöld Bretlands héldu því nýverið fram að Rússar hefðu verið að skoða leiðir til að mynda nýja ríkisstjórn, sem væri hliðholl Rússlandi í Úkraínu. Það hafa ráðamenn í Rússlandi sagt rangt. Sjá einnig: Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Rússneskir fjölmiðlar, sem eru í eigu ríkisins, fjalla margir hverjir í dag um það að Úkraínumenn ætli sér að gera árásir á aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu og jafnvel með efnavopnum. Segja Úkraínumenn ætla sér að ráðast á aðskilnaðarsinna Skömmu eftir innrás Rússa á Krímskaga árið 2014 gerðu aðskilnaðarsinnar í Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu vart um sig og lögðu undir sig hluta landsins. Rússar hafa stutt við bakið á þeim og meðal annars með því að senda hermenn og vopn til þeirra. Fyrr í mánuðinum sögðust Bandaríkjamenn hafa komist á snoðir um að Rússar hefðu sent sérsveit hermanna til svæðisins þar sem þeir áttu mögulega að falsa tilefni til inngrips Rússa, til dæmis með sprengiárás sem beindist að aðskilnaðarsinnum. Sjá einnig: Segja Rússa undirbúa fölsun tilefnis til árásar Í frétt Moscow Times er farið yfir hvað ríkismiðlar Rússlands hafa sagt um Úkraínudeiluna í dag og í gær. Einhverjir hafa fjallað um það að Rússar þurfi að styðja við bakið á aðskilnaðarsinnum í Úkraínu. Komosomolskaya Pravda skrifaði til að mynda að Donetsk væri umkringt og nýtt stríð væri þegar byrjað í Donbass. RIA Novosti og Rambler fréttaveiturnar hafa báðar birt fréttir um meint ráðabrugg Úkraínumanna til að ráðast á Donbass með efnavopnum og stjórnandi vinsæls útvarpsþáttar ræddi í morgun leiki við leiðtoga aðskilnaðarsinna í Donetsk sem kvartaði yfir því að NATO væri að „dæla vopnum í Úkraínu“.
Rússland Úkraína Hernaður Bandaríkin NATO Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Fleiri fréttir Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sjá meira