Ellefu sagt upp og boðið að færa sig í vaktavinnu Eiður Þór Árnason skrifar 2. febrúar 2022 11:25 Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Ellefu fastráðnum starfsmönnum var sagt upp í fiskvinnslu Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum fyrir mánaðarmót. Þá var þrettán vertíðarstarfsmönnum tilkynnt að ekki væri unnt að tryggja þeim vinnu eftir lok vetrarvertíðar í apríl. Fastráðnum starfsmönnunum hefur öllum verið boðið að færa sig yfir í vaktavinnu. Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar. Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Þetta staðfestir Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, í samtali við Vísi. „Við höfum í staðinn fyrir að vera í þessari hefðbundnu botnfisksfrystingu á undanförnum árum fært okkur meira í saltfisksvinnslu sem er sveiflukenndari og í grunnin þarf ekki jafn mikið af fastráðnu fólki. Svo hefur það gerst á sama tíma með kaupum okkar á Huginn að það er meiri vinna á vöktum,“ segir Sigurgeir. Í grunninn sé um að ræða skipulagsbreytingar þar sem fyrirtækið fækki þeim starfsmönnum sem eru í fastráðningarsambandi og saltfiskvinnslunni og fjölgar þeim sem eru á uppsjávarsviðinu og á vöktum. Þurft að fjölga vöktum „Undanfarið höfum verið að gera út tvö skip og sækja til dæmis makríl austur í Smugu og þá myndast alltaf tveir til þrír dagar á milli þegar skipin fara að sækja síldina eða makrílinn,“ segir Sigurgeir. „Nú þegar Huginn kemur inn þá myndast ekki þessi hvíldartími svo í staðinn fyrir að vera með tvo hópa sem skiptast á að taka tólf tíma vaktir þá þurfum við í raun þrjá hópa svo fólk á vöktum geti hvílst á milli. Í raun og veru er þetta ekki mikil breyting meðal starfsfólksins en auðvitað er það þannig að margir þeirra sem eru í fastráðningarsambandi hafa viljað vera á vöktum.“ Óvissa fram undan Greint er frá breytingunum í tilkynningu á vef Vinnslustöðvarinnar. Þar segir Lilja Björg Arngrímsdóttir, starfsmannastjóri fyrirtækisins, að fiskvinnslan hafi verið yfirmönnuð um hríð. Við blasi frekari óvissa og verkefnaskortur á allra næstu misserum sem bregðast verði við. „Ólíklegt er að humar verður veiddur í sumar og grálúðuveiðar dragast saman. Makrílvertíð hefst ekki fyrr en í júlí og lítið verður við að vera frá því vetrarvertíð og loðnuvertíð lýkur þar til kemur að makrílnum. Ömurlegt er að þurfa að segja upp dugnaðarfólki sem stendur sig vel en vinnandi hendur þurfa trygg verkefni. Þar við bætist að við verðum greinilega vör við að fólk kýs í vaxandi mæli að ráða sig tímabundið á vertíð í vinnslu uppsjávarfisks eða botnfisks frekar en að sækjast eftir fastráðningu. Þess vegna fækkum við fastráðnum en gerum ráð fyrir að ráða eftir atvikum tímabundið í störf til viðbótar þeim fastráðnum á vertíðum,“ er haft eftir Lilju Björgu. Fastráðnir starfsmenn í botnfiskvinnslu og uppsjávarvinnslu fyrirtækisins verða 35 til 40 eftir breytingarnar.
Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vinnumarkaður Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun