Saman sigrum við Sólveig Anna Jónsdóttir og Michael Bragi Whalley skrifa 3. febrúar 2022 08:00 Félagsfólk í stéttarfélaginu okkar, Eflingu, hefur á einungis rúmum þremur árum vakið verkalýðsbaráttu láglaunafólks á Íslandi af löngum svefni. Verkföll á Íslandi höfðu áratugina á undan verið nær alfarið bundin við fámenna hópa millitekjufólks, svo sem heilbrigðisstéttir hjá ríkinu, flugstéttir og sjómenn. Í verkfallsaðgerðum Eflingar á almenna og opinbera vinnumarkaðnum 2019-2020 gerðist það hins vegar í fyrsta sinn í lengri tíma að við, ófaglært verkafólk, samþykktum og tókum þátt í fjölmennum verkfallsaðgerðum. Verkfallsaðgerðir okkar voru erfiðar, en þær voru vel skipulagðar og kenndu okkur mikið. Þannig afsönnuðum við goðsögnina um að tími herskárrar verkalýðsbaráttu væri liðinn. Einnig köstuðum við goðsögnini um að verkafólk vildi ekki fara í verkföll út í hafsauga, eins og niðurstöður verkfallskosninga meðal félagsfólks staðfestu aftur og aftur. Það mikilvægasta af öllu var þó að við sýndum að barátta skilar árangri. Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki. Okkur hefur verið kennt að láta sérfræðinga sem nota orð eins og „svigrúm“ og „stöðugleiki“ sjá um að leysa málin fyrir okkur. Við Eflingarfélagar sönnuðum hins vegar að leiðin til árangurs er þveröfug: Hún er að taka málin í eigin hendur og virkja það vald sem við sjálf höfum sem vinnandi fólk. Þessi árangur náðist ekki aðeins vegna nýrrar forystu sem tók við í félaginu árið 2018. Árangurinn náðist líka vegna þess að stórir hópar félagsfólks voru tilbúnir að taka þátt. Við sjálf greiddum atkvæði í verkfallskosningum og vorum nær öll á einu máli. Við sjálf fylltum sali á fjöldafundum þar sem við sýndum mátt okkar og megin. Við sjálf vorum tilbúin að vera andlit okkar eigin baráttu í kynningarmyndböndum og á plakötum. Stærsti lærdómurinn af baráttu Eflingarfélaga síðan 2018 er þessi: Árangur í kjarabaráttu næst þegar félagsfólk sjálft er fjölmennt, stendur saman og þorir að stíga fram. Við viljum taka sæti í stjórn Eflingar til að standa vörð um þessi beittu og máttugu vopn. Reynslan hefur sýnt að þessi vopn skila okkur árangri og þau má aldrei taka af okkur. Þess vegna bjóðum okkur fram til stjórnar Eflingar með félögum okkar á B-listanum í komandi stjórnarkosningum. Höfundar eru frambjóðendur til stjórnar Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sólveig Anna Jónsdóttir Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Félagsfólk í stéttarfélaginu okkar, Eflingu, hefur á einungis rúmum þremur árum vakið verkalýðsbaráttu láglaunafólks á Íslandi af löngum svefni. Verkföll á Íslandi höfðu áratugina á undan verið nær alfarið bundin við fámenna hópa millitekjufólks, svo sem heilbrigðisstéttir hjá ríkinu, flugstéttir og sjómenn. Í verkfallsaðgerðum Eflingar á almenna og opinbera vinnumarkaðnum 2019-2020 gerðist það hins vegar í fyrsta sinn í lengri tíma að við, ófaglært verkafólk, samþykktum og tókum þátt í fjölmennum verkfallsaðgerðum. Verkfallsaðgerðir okkar voru erfiðar, en þær voru vel skipulagðar og kenndu okkur mikið. Þannig afsönnuðum við goðsögnina um að tími herskárrar verkalýðsbaráttu væri liðinn. Einnig köstuðum við goðsögnini um að verkafólk vildi ekki fara í verkföll út í hafsauga, eins og niðurstöður verkfallskosninga meðal félagsfólks staðfestu aftur og aftur. Það mikilvægasta af öllu var þó að við sýndum að barátta skilar árangri. Íslenska valdastéttin, oftar en ekki með stuðningi verkalýðsforystunnar, hefur sett mikið púður í að telja verkafólki trú um að barátta borgi sig ekki. Okkur hefur verið kennt að láta sérfræðinga sem nota orð eins og „svigrúm“ og „stöðugleiki“ sjá um að leysa málin fyrir okkur. Við Eflingarfélagar sönnuðum hins vegar að leiðin til árangurs er þveröfug: Hún er að taka málin í eigin hendur og virkja það vald sem við sjálf höfum sem vinnandi fólk. Þessi árangur náðist ekki aðeins vegna nýrrar forystu sem tók við í félaginu árið 2018. Árangurinn náðist líka vegna þess að stórir hópar félagsfólks voru tilbúnir að taka þátt. Við sjálf greiddum atkvæði í verkfallskosningum og vorum nær öll á einu máli. Við sjálf fylltum sali á fjöldafundum þar sem við sýndum mátt okkar og megin. Við sjálf vorum tilbúin að vera andlit okkar eigin baráttu í kynningarmyndböndum og á plakötum. Stærsti lærdómurinn af baráttu Eflingarfélaga síðan 2018 er þessi: Árangur í kjarabaráttu næst þegar félagsfólk sjálft er fjölmennt, stendur saman og þorir að stíga fram. Við viljum taka sæti í stjórn Eflingar til að standa vörð um þessi beittu og máttugu vopn. Reynslan hefur sýnt að þessi vopn skila okkur árangri og þau má aldrei taka af okkur. Þess vegna bjóðum okkur fram til stjórnar Eflingar með félögum okkar á B-listanum í komandi stjórnarkosningum. Höfundar eru frambjóðendur til stjórnar Eflingar.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar