Skekkjan og lausnin Drífa Snædal skrifar 4. febrúar 2022 12:00 Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var tæpir 29 milljarðar króna. Lagt verður til á aðalfundi að greiða 14,4 milljarðar í arð til hluthafa. Ríkið, þ.e.a.s. við, á 98,2% í bankanum. Við vorum að hagnast um 29 milljarða og við munum ákveða hvað við ætlum að nýta þessa peninga í fyrir okkur. Hagnaðurinn er að hluta tilkominn vegna vaxta- og þjónustgjalda sem við höfum greitt bankanum, vegna vaxtamunar og gjalda sem bankinn okkar leggur á okkur. Nú er neyðarástand að skapast víða hjá okkur. Mörg okkar þurfa á stuðningi að halda vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar og almennrar dýrtíðar. Það er því eðlilegt að þessir peningar sem við eigum aukalega í bankanum okkar verðir nýttir til að létta undir með þeim okkar sem á þurfa að halda. Í framhaldi getum við svo tekið ákvörðun um að bankinn okkar rukki okkur ekki umfram það sem eðlilegt er. Því arðgreiðslur til hinna fáu er ekkert annað en skattlagning á okkur öll. Dýrtíðin skellur á víða um heim og harðsvíruðustu einstaklingshyggjustjórnir létta nú undir með almenningi. Þar má nefna Breta sem bregðast við því sem þeir kalla „cost-of-living crisis“ – eða lífskjarakreppu – með beinum stuðningi við heimilin. Önnur lönd fara svipaða leið og má þar nefnda næstu nágranna okkar Norðmenn, en heimili þar í landi glíma við óheyrilegan orkukostnað eftir markaðsvæðingu orkunnar. Hér á landi vegur húsnæðiskostnaður þyngst og ljóst er að seðlabankinn gerir sig nú líklegan til að hækka vexti í næstu viku. Eftir ákall til stjórnvalda í margar vikur bíðum við enn eftir viðbrögðum við okkar eigin lífskjarakreppu. Á meðan er bankinn okkar að mala gull svo ekki sé minnst á aðra banka sem njóta þess nú að bankaskatturinn var afnuminn. Atvinnulífið og samfélagið allt hafa gengið í gengum djúpa kreppu en það sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna. Það þarf ekki margra ára próf í hagfræði til að sjá skekkjuna og jafnframt lausnina. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Drífa Snædal Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hagnaður Landsbankans á síðasta ári var tæpir 29 milljarðar króna. Lagt verður til á aðalfundi að greiða 14,4 milljarðar í arð til hluthafa. Ríkið, þ.e.a.s. við, á 98,2% í bankanum. Við vorum að hagnast um 29 milljarða og við munum ákveða hvað við ætlum að nýta þessa peninga í fyrir okkur. Hagnaðurinn er að hluta tilkominn vegna vaxta- og þjónustgjalda sem við höfum greitt bankanum, vegna vaxtamunar og gjalda sem bankinn okkar leggur á okkur. Nú er neyðarástand að skapast víða hjá okkur. Mörg okkar þurfa á stuðningi að halda vegna hækkandi húsnæðiskostnaðar og almennrar dýrtíðar. Það er því eðlilegt að þessir peningar sem við eigum aukalega í bankanum okkar verðir nýttir til að létta undir með þeim okkar sem á þurfa að halda. Í framhaldi getum við svo tekið ákvörðun um að bankinn okkar rukki okkur ekki umfram það sem eðlilegt er. Því arðgreiðslur til hinna fáu er ekkert annað en skattlagning á okkur öll. Dýrtíðin skellur á víða um heim og harðsvíruðustu einstaklingshyggjustjórnir létta nú undir með almenningi. Þar má nefna Breta sem bregðast við því sem þeir kalla „cost-of-living crisis“ – eða lífskjarakreppu – með beinum stuðningi við heimilin. Önnur lönd fara svipaða leið og má þar nefnda næstu nágranna okkar Norðmenn, en heimili þar í landi glíma við óheyrilegan orkukostnað eftir markaðsvæðingu orkunnar. Hér á landi vegur húsnæðiskostnaður þyngst og ljóst er að seðlabankinn gerir sig nú líklegan til að hækka vexti í næstu viku. Eftir ákall til stjórnvalda í margar vikur bíðum við enn eftir viðbrögðum við okkar eigin lífskjarakreppu. Á meðan er bankinn okkar að mala gull svo ekki sé minnst á aðra banka sem njóta þess nú að bankaskatturinn var afnuminn. Atvinnulífið og samfélagið allt hafa gengið í gengum djúpa kreppu en það sér ekki högg á vatni í hagnaðartölum bankanna. Það þarf ekki margra ára próf í hagfræði til að sjá skekkjuna og jafnframt lausnina. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun