Hundahósti orsakast líklega af kórónuveiru Árni Sæberg skrifar 4. febrúar 2022 18:48 Kórónuveirur herja einnig á hunda hér á landi. Liukov/Getty Undanfarið hefur dularfullur hósti herjað á hunda á höfuðborgarsvæðinu. Matvælastofnun hafa nú borist vísbendingar um að hóstinn orsakist af hundakórónuveiru. Í frétt MAST um málið segir að hundakórónuveiran CRCoV tengist SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, ekki. Þá sé ekkert sem bendir að veiran berist frá hundum til annarra dýra eða manna. Rannsóknir Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum og Dýraspítalans í Grafarholti benda til þessa en þar hafa sýni, sem tekin hafa verið úr hundum með öndunarfæraeinkenni, verið greind á undanförnum vikum. Í PCR-sýnatökum hafa kórónuveirur greinst í stórum hluta hundanna. Raðgreining verður framkvæmd til staðfestingar. Þá segir að veiran hafi aldrei áður greinst í hundum hér á landi. Þær hafi greinst fyrst í Bretlandi árið 2003 og séu hluti þeirra veira sem valda svokölluðum hótelhósta hjá hundum. Einkenni veirunnar séu svipuð og af öðrum veirum sem valda hótelhósta, því sé ekki hægt að greina veiruna út frá einkennum hundanna. Einkenni komi líklega fram á fáeinum dögum frá smiti og séu í flestum tilfellum væg. Þó geti sýking þróast út í lungnabólgu hjá einstaka hundi. „Ekkert bóluefni er til gegn CRCoV, enn sem komið er. Mikilvægustu aðferðir til að draga úr líkum á smiti er að forðast staði þar sem margir hundar koma saman og halda veikum hundum aðskildum frá öðrum hundum í um þrjár vikur eftir að einkenna verður vart. Rétt er líka að gæta vel allra sóttvarna við umhirðu og umgengni við hundana því smit getur auðveldlega borist með fatnaði og höndum fólks,“ segir í tilkynningu MAST. Dýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Í frétt MAST um málið segir að hundakórónuveiran CRCoV tengist SARS-CoV-2, sem veldur Covid-19, ekki. Þá sé ekkert sem bendir að veiran berist frá hundum til annarra dýra eða manna. Rannsóknir Tilraunastöðvar Háskóla Íslands að Keldum og Dýraspítalans í Grafarholti benda til þessa en þar hafa sýni, sem tekin hafa verið úr hundum með öndunarfæraeinkenni, verið greind á undanförnum vikum. Í PCR-sýnatökum hafa kórónuveirur greinst í stórum hluta hundanna. Raðgreining verður framkvæmd til staðfestingar. Þá segir að veiran hafi aldrei áður greinst í hundum hér á landi. Þær hafi greinst fyrst í Bretlandi árið 2003 og séu hluti þeirra veira sem valda svokölluðum hótelhósta hjá hundum. Einkenni veirunnar séu svipuð og af öðrum veirum sem valda hótelhósta, því sé ekki hægt að greina veiruna út frá einkennum hundanna. Einkenni komi líklega fram á fáeinum dögum frá smiti og séu í flestum tilfellum væg. Þó geti sýking þróast út í lungnabólgu hjá einstaka hundi. „Ekkert bóluefni er til gegn CRCoV, enn sem komið er. Mikilvægustu aðferðir til að draga úr líkum á smiti er að forðast staði þar sem margir hundar koma saman og halda veikum hundum aðskildum frá öðrum hundum í um þrjár vikur eftir að einkenna verður vart. Rétt er líka að gæta vel allra sóttvarna við umhirðu og umgengni við hundana því smit getur auðveldlega borist með fatnaði og höndum fólks,“ segir í tilkynningu MAST.
Dýr Hundar Dýraheilbrigði Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira