Loðnuskip komin í mokveiði grunnt undan Jökulsárlóni Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2022 15:16 Loðnuskip að veiðum undan Jökulsárlóni í dag. Öræfajökull í baksýn. Frá vinstri eru Nordborg, Heimaey, Högaberg og Hákon. Myndin er tekin um borð í Ásgrími Halldórssyni. Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Stór loðnutorfa er fundin grunnt undan Suðursveit, sem markar kaflaskil á vertíðinni til þessa. Tíu loðnuskip eru komin á svæðið, átta íslensk og tvö færeysk, og mokveiða upp úr torfunni. „Loðnan er komin upp á grunnið og það er mokveiði þarna,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Tvö skipa fyrirtækisins, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds, eru á svæðinu við strönd Suðausturlands. Um borð í Ásgrími Halldórssyni SF innan við Hrollaugseyjar í dag.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes „Þau eru bæði búin að kasta tvisvar og fengu 500 tonn hvort í hvoru kasti.“ Skipin er aðeins tvær til þrjár sjómílur frá landi, innan við Hrollaugseyjar, á svæðinu milli Jökulsárlóns og Hala í Suðursveit. „Hún er búin að þéttast í torfu og komin á hefðbundna gönguslóð. Þetta er sennilega fyrsta gangan, sú sem lengst er gengin,“ segir Ásgeir en til þessa hefur loðnan verið dreifð og veiðst einkum undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ástand loðnunnar bendir jafnframt til þess að hún nálgist óðum sitt verðmætasta form og að áherslan muni núna færast úr bræðslu yfir í frystingu til manneldis. „Þetta er mjög góð og falleg loðna. Hún er komin með 13 prósenta hrognafyllingu, orðin hæf í frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að verða 15-16 prósent, sem næst eftir 4-5 daga," segir Ásgeir. Hákon EA yfir loðnutorfunni í dag. Öræfajökull fyrir aftan.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Auk Hornafjarðarskipanna eru á svæðinu Heimaey VE, Álsey VE, Kap VE, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA og færeysku skipin Högaberg og Nordborg. Guðmundur Borgar, matsveinn á Ásgrími Halldórssyni, tók myndirnar á miðunum í dag. Þess má geta að loðnuveiðar hér við land hófust fyrst frá Hornafirði, eins og fram kom í þættinum Um land allt í fyrra. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+ en hér má sjá kafla: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hornafjörður Tengdar fréttir Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Loðnan er komin upp á grunnið og það er mokveiði þarna,“ segir Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi á Hornafirði. Tvö skipa fyrirtækisins, Ásgrímur Halldórsson og Jóna Eðvalds, eru á svæðinu við strönd Suðausturlands. Um borð í Ásgrími Halldórssyni SF innan við Hrollaugseyjar í dag.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes „Þau eru bæði búin að kasta tvisvar og fengu 500 tonn hvort í hvoru kasti.“ Skipin er aðeins tvær til þrjár sjómílur frá landi, innan við Hrollaugseyjar, á svæðinu milli Jökulsárlóns og Hala í Suðursveit. „Hún er búin að þéttast í torfu og komin á hefðbundna gönguslóð. Þetta er sennilega fyrsta gangan, sú sem lengst er gengin,“ segir Ásgeir en til þessa hefur loðnan verið dreifð og veiðst einkum undan Norðausturlandi og Austfjörðum. Ásgeir Gunnarsson, framkvæmdastjóri veiða hjá Skinney-Þinganesi.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Ástand loðnunnar bendir jafnframt til þess að hún nálgist óðum sitt verðmætasta form og að áherslan muni núna færast úr bræðslu yfir í frystingu til manneldis. „Þetta er mjög góð og falleg loðna. Hún er komin með 13 prósenta hrognafyllingu, orðin hæf í frystingu fyrir markaði í Austur-Evrópu. Fyrir Japansmarkað þarf hrognafylling að verða 15-16 prósent, sem næst eftir 4-5 daga," segir Ásgeir. Hákon EA yfir loðnutorfunni í dag. Öræfajökull fyrir aftan.Guðmundur Borgar/Skinney-Þinganes Auk Hornafjarðarskipanna eru á svæðinu Heimaey VE, Álsey VE, Kap VE, Börkur NK, Bjarni Ólafsson AK og Hákon EA og færeysku skipin Högaberg og Nordborg. Guðmundur Borgar, matsveinn á Ásgrími Halldórssyni, tók myndirnar á miðunum í dag. Þess má geta að loðnuveiðar hér við land hófust fyrst frá Hornafirði, eins og fram kom í þættinum Um land allt í fyrra. Þáttinn í heild má nálgast á Stöð 2+ en hér má sjá kafla:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Hornafjörður Tengdar fréttir Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00 Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22 Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bíða eftir kallinu að hefja gulltíma loðnuveiðanna Hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson sigldi nú undir kvöld áleiðis á Vestfjarðamið til loðnumælinga, sem ráða úrslitum um endanlegan loðnukvóta. Á sama tíma bíður stór hluti loðnuflotans í startholunum að hefja verðmætasta veiðitímabil íslensks sjávarútvegs, eltingaleikinn við hrygningarloðnuna. 9. febrúar 2022 22:00
Hundfúlir að þurfa að hætta í mokveiði á loðnumiðunum Loðnuskipin streyma núna í höfn, hvert af öðru, eftir að Hafrannsóknastofnun varaði við yfirvofandi kvótaskerðingu. Skipstjórinn á Venusi segir að menn verði bara að taka þessu en viðurkennir að þeir séu hundfúlir. 3. febrúar 2022 22:22
Mokveiði loðnuskipa og Börkur landaði stærsta farmi sögunnar Mikill kraftur hefur færst í loðnuveiðarnar og hefur mokveiðst á miðunum undanfarna daga. Þannig landaði Börkur NK 3.400 tonna metfarmi á Seyðisfirði um helgina, sem er mesti fiskafli skips í einni veiðiferð í sögu fiskveiða við Ísland. 31. janúar 2022 21:21
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39