Njótum efri áranna Björg Fenger skrifar 16. febrúar 2022 12:01 Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi. Mikilvægi almennrar heilsueflingar Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa en hún er ekki hvað síst mikilvæg þegar á efri árin kemur. Hreyfing dregur úr einkennum öldrunar og því er heilsuefling og markviss þjálfun ef til vill aldrei mikilvægari heldur en einmitt þá. Til að vinna enn betur að bættri heilsu eldri borgara í Garðabæ voru gerðir nýir samstarfssamningar á síðasta ári við félög eldri borgara í bænum. Samningarnir tryggja að félögin eru betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreytt framboð af hreyfingu og heilsueflingu. Í framhaldinu var Janusar verkefnið innleitt og hefur aðsóknin í það verið mjög góð. Verkefnið er kærkomin viðbót við aðra skipulagða hreyfingu sem er í boði hjá félögum bæjarins. Félagsleg samskipti Við mannfólkið erum félagsverur og því hafa félagsleg tengsl áhrif á heilsu okkar, líðan og jafnvel lífslíkur. Einnig sýna rannsóknir að góð félagsleg tengsl eru einn mikilvægast þátturinn sem stuðlar að hamingju. Til að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika eldri borgara er mikilvægt að efla tengslin og skapa aðstæður til samneytis. Á þetta ekki síst við nú þegar við sjáum fram á afléttingu samkomutakmarkana. Það er því gaman að fylgjast með þeirri miklu aðsókn og grósku í öllu félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Til að vinna áfram að því að skapa aðstæður til góðra tengsla og samveru milli einstaklinga er nú unnið að nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í bænum. Á miðsvæðinu á Álftanesi, sem nú er í uppbyggingu, er meðal annars gert ráð fyrir sérstakri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Stækkun og breyting á Jónshúsi er í skoðun ásamt því að einstakar aðstæður eru til hreyfingar, samveru og félagsstarfa í Miðgarði, nýja fjölnota íþróttahúsinu okkar. Nýtum tæknina Mikilvægt er að fjölbreytt húsnæði sé í boði í Garðabæ enda eru þarfir og óskir íbúa mismunandi eftir æviskeiðum. Tryggja þarf fjölbreyttan stuðning og heimaþjónustu til að auðvelda eldra borgurum að búa á sínu eigin heimili eins lengi og vilji þeirra stendur til. Þjónustuþörf á að vera metin í samtali og samvinnu við hvern og einn enda erum við sérfræðingar í okkar eigin lífi. Þjónustan þarf að taka mið af þróun og nýsköpun í tækni sem getur auðveldað öllum daglegar athafnir, tryggt enn betur þjálfun og umönnun ásamt því að veita öryggi. Þjálfun í notkun og umgengi við tæknilausnir er því nauðsynleg og styður við samfélagsþátttöku eldri borgara. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að eldri borgarar í Garðabæ geti notið efri áranna á þann hátt sem hentar hverjum og einum og í umhverfi sem býður upp á fjölbreytta valkosti. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Eldri borgarar Félagsmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Björg Fenger Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir. Á síðustu áratugum hefur lífaldur okkar Íslendinga lengst sem og lífsgæði okkar batnað. Má því meðal annars þakka aukinni áherslu á andlega-, félagslega- og líkamlega heilsu ásamt þjálfun minnis og örvun á heilastarfsemi. Mikilvægi almennrar heilsueflingar Regluleg hreyfing er mikilvæg fyrir alla aldurshópa en hún er ekki hvað síst mikilvæg þegar á efri árin kemur. Hreyfing dregur úr einkennum öldrunar og því er heilsuefling og markviss þjálfun ef til vill aldrei mikilvægari heldur en einmitt þá. Til að vinna enn betur að bættri heilsu eldri borgara í Garðabæ voru gerðir nýir samstarfssamningar á síðasta ári við félög eldri borgara í bænum. Samningarnir tryggja að félögin eru betur í stakk búin til að bjóða upp á fjölbreytt framboð af hreyfingu og heilsueflingu. Í framhaldinu var Janusar verkefnið innleitt og hefur aðsóknin í það verið mjög góð. Verkefnið er kærkomin viðbót við aðra skipulagða hreyfingu sem er í boði hjá félögum bæjarins. Félagsleg samskipti Við mannfólkið erum félagsverur og því hafa félagsleg tengsl áhrif á heilsu okkar, líðan og jafnvel lífslíkur. Einnig sýna rannsóknir að góð félagsleg tengsl eru einn mikilvægast þátturinn sem stuðlar að hamingju. Til að vinna gegn félagslegri einangrun og einmanaleika eldri borgara er mikilvægt að efla tengslin og skapa aðstæður til samneytis. Á þetta ekki síst við nú þegar við sjáum fram á afléttingu samkomutakmarkana. Það er því gaman að fylgjast með þeirri miklu aðsókn og grósku í öllu félagsstarfi eldri borgara í Garðabæ. Til að vinna áfram að því að skapa aðstæður til góðra tengsla og samveru milli einstaklinga er nú unnið að nýrri og endurbættri aðstöðu fyrir félagsstarf eldri borgara í bænum. Á miðsvæðinu á Álftanesi, sem nú er í uppbyggingu, er meðal annars gert ráð fyrir sérstakri félagsaðstöðu fyrir eldri borgara. Stækkun og breyting á Jónshúsi er í skoðun ásamt því að einstakar aðstæður eru til hreyfingar, samveru og félagsstarfa í Miðgarði, nýja fjölnota íþróttahúsinu okkar. Nýtum tæknina Mikilvægt er að fjölbreytt húsnæði sé í boði í Garðabæ enda eru þarfir og óskir íbúa mismunandi eftir æviskeiðum. Tryggja þarf fjölbreyttan stuðning og heimaþjónustu til að auðvelda eldra borgurum að búa á sínu eigin heimili eins lengi og vilji þeirra stendur til. Þjónustuþörf á að vera metin í samtali og samvinnu við hvern og einn enda erum við sérfræðingar í okkar eigin lífi. Þjónustan þarf að taka mið af þróun og nýsköpun í tækni sem getur auðveldað öllum daglegar athafnir, tryggt enn betur þjálfun og umönnun ásamt því að veita öryggi. Þjálfun í notkun og umgengi við tæknilausnir er því nauðsynleg og styður við samfélagsþátttöku eldri borgara. Ég vil halda áfram að leggja mitt af mörkum til að eldri borgarar í Garðabæ geti notið efri áranna á þann hátt sem hentar hverjum og einum og í umhverfi sem býður upp á fjölbreytta valkosti. Höfundur er forseti bæjarstjórnar og formaður íþrótta- og tómstundaráðs í Garðabæ og sækist eftir 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun