Nú hafa þau gengið of langt Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 18. febrúar 2022 08:01 Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Þar sem örfáir aðilar eiga svo til öll fyrirtæki, fjölmiðla og þar að auki heilu stjórnmálaflokkanna. Þessi auðstétt telur sig nú geta pönkast í blaðafólki og sótt það til saka, þaggað niður í því fyrir að skrifa um brot þeirra og valdagræðgi. Ef við stöðvum ekki þessa þróun núna munum við feta á sömu slóðir og önnur lönd sem hafa orðið spillingu að bráð. Þar sem fjölmiðlafrelsi er ekki lengur við lýði og allar tilraunir til þess að gagnrýna valdið eru þaggaðar niður. Frelsið okkar og grundvallarmannréttindi verða að engu í landi þar sem fáir aðilar stýra og móta það í hvaða átt við förum. Þessir ólígarkar þola hvorki gagnrýni né áskorun gegn eigin valdi. Þróunin er ískyggileg og verður að stöðva áður en það verður um seinan. Formaður Sjálfstæðisflokksins fór mikinn á Facebook í vikunni og talaði um að á Íslandi væri réttarríki. Vildi meina að þess vegna væri mjög rökrétt hjá lögreglustjóranum fyrir norðan að eltast við fjölmiðlafólk. Í hvaða heimi lifir þessi maður? Hér á landi er algjör glundroði í löggæslumálum þegar kemur að efnahags- og samkeppnisbrotum. Fyrirtæki sem brjóta af sér fá 6 ár til að laga stöðuna og viðurlög við launaþjófnaði eru engin. Myndir þú lesandi góður, fá 6 ár til að skila þýfi til baka ef þú værir staðinn að þjófnaði? Við vitum öll hvað svarið við því er. Það er ekkert réttarríki á íslandi. Hinn eini sanni glæpur á Íslandi er að varpa ljósi á veldi ólígarkanna yfir lífi almennings. Með lögum skal land byggja, en þegar kemur að setu Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu er engin áhersla lögð á þessi grafalvarlegu broti. Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega veikur þegar kemur að glæpum og leyfir þeim að viðgangast. Á laugardaginn verða haldin mótmæli til þess að segja að nú verði ekki lengur við unað. Ólígarkarnir er komnir með það sterk völd í samfélaginu að þeir telja sig geta ofsótt fjölmiðlafólk fyrir að fjalla um sig á gagnrýninn hátt. Það er ekki róttæk skoðun lengur að halda þessu fram. Ungliðahreyfingar þvert yfir hið pólitíska litróf ætla að lýsa stuðningi við mótmælin. Þar eru Ungir Píratar, Uppreisn, Ungir VG, Ungir Jafnaðarmenn og Ungir Sósíalistar. Stjórnvöld verða að átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Ef þið haldið ofsóknum áfram í garð fjölmiðlafólks eða látið þær afskiptalausar mun landið okkar verða ríki þar sem frelsi og mannréttindi þurrkast út. Ég hvet því alla til þess að láta sjá sig á Austurvelli klukkan 14 á Laugardaginn, og fyrir þá sem búa fyrir norðan að mæta á Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þið viljið berjast fyrir því að landið okkar sé lýðveldi, en ekki auðveldi, rísið þá upp og segið með okkur: Hingað og ekki lengra! Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Þar sem örfáir aðilar eiga svo til öll fyrirtæki, fjölmiðla og þar að auki heilu stjórnmálaflokkanna. Þessi auðstétt telur sig nú geta pönkast í blaðafólki og sótt það til saka, þaggað niður í því fyrir að skrifa um brot þeirra og valdagræðgi. Ef við stöðvum ekki þessa þróun núna munum við feta á sömu slóðir og önnur lönd sem hafa orðið spillingu að bráð. Þar sem fjölmiðlafrelsi er ekki lengur við lýði og allar tilraunir til þess að gagnrýna valdið eru þaggaðar niður. Frelsið okkar og grundvallarmannréttindi verða að engu í landi þar sem fáir aðilar stýra og móta það í hvaða átt við förum. Þessir ólígarkar þola hvorki gagnrýni né áskorun gegn eigin valdi. Þróunin er ískyggileg og verður að stöðva áður en það verður um seinan. Formaður Sjálfstæðisflokksins fór mikinn á Facebook í vikunni og talaði um að á Íslandi væri réttarríki. Vildi meina að þess vegna væri mjög rökrétt hjá lögreglustjóranum fyrir norðan að eltast við fjölmiðlafólk. Í hvaða heimi lifir þessi maður? Hér á landi er algjör glundroði í löggæslumálum þegar kemur að efnahags- og samkeppnisbrotum. Fyrirtæki sem brjóta af sér fá 6 ár til að laga stöðuna og viðurlög við launaþjófnaði eru engin. Myndir þú lesandi góður, fá 6 ár til að skila þýfi til baka ef þú værir staðinn að þjófnaði? Við vitum öll hvað svarið við því er. Það er ekkert réttarríki á íslandi. Hinn eini sanni glæpur á Íslandi er að varpa ljósi á veldi ólígarkanna yfir lífi almennings. Með lögum skal land byggja, en þegar kemur að setu Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu er engin áhersla lögð á þessi grafalvarlegu broti. Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega veikur þegar kemur að glæpum og leyfir þeim að viðgangast. Á laugardaginn verða haldin mótmæli til þess að segja að nú verði ekki lengur við unað. Ólígarkarnir er komnir með það sterk völd í samfélaginu að þeir telja sig geta ofsótt fjölmiðlafólk fyrir að fjalla um sig á gagnrýninn hátt. Það er ekki róttæk skoðun lengur að halda þessu fram. Ungliðahreyfingar þvert yfir hið pólitíska litróf ætla að lýsa stuðningi við mótmælin. Þar eru Ungir Píratar, Uppreisn, Ungir VG, Ungir Jafnaðarmenn og Ungir Sósíalistar. Stjórnvöld verða að átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Ef þið haldið ofsóknum áfram í garð fjölmiðlafólks eða látið þær afskiptalausar mun landið okkar verða ríki þar sem frelsi og mannréttindi þurrkast út. Ég hvet því alla til þess að láta sjá sig á Austurvelli klukkan 14 á Laugardaginn, og fyrir þá sem búa fyrir norðan að mæta á Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þið viljið berjast fyrir því að landið okkar sé lýðveldi, en ekki auðveldi, rísið þá upp og segið með okkur: Hingað og ekki lengra! Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar