Nú hafa þau gengið of langt Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 18. febrúar 2022 08:01 Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Þar sem örfáir aðilar eiga svo til öll fyrirtæki, fjölmiðla og þar að auki heilu stjórnmálaflokkanna. Þessi auðstétt telur sig nú geta pönkast í blaðafólki og sótt það til saka, þaggað niður í því fyrir að skrifa um brot þeirra og valdagræðgi. Ef við stöðvum ekki þessa þróun núna munum við feta á sömu slóðir og önnur lönd sem hafa orðið spillingu að bráð. Þar sem fjölmiðlafrelsi er ekki lengur við lýði og allar tilraunir til þess að gagnrýna valdið eru þaggaðar niður. Frelsið okkar og grundvallarmannréttindi verða að engu í landi þar sem fáir aðilar stýra og móta það í hvaða átt við förum. Þessir ólígarkar þola hvorki gagnrýni né áskorun gegn eigin valdi. Þróunin er ískyggileg og verður að stöðva áður en það verður um seinan. Formaður Sjálfstæðisflokksins fór mikinn á Facebook í vikunni og talaði um að á Íslandi væri réttarríki. Vildi meina að þess vegna væri mjög rökrétt hjá lögreglustjóranum fyrir norðan að eltast við fjölmiðlafólk. Í hvaða heimi lifir þessi maður? Hér á landi er algjör glundroði í löggæslumálum þegar kemur að efnahags- og samkeppnisbrotum. Fyrirtæki sem brjóta af sér fá 6 ár til að laga stöðuna og viðurlög við launaþjófnaði eru engin. Myndir þú lesandi góður, fá 6 ár til að skila þýfi til baka ef þú værir staðinn að þjófnaði? Við vitum öll hvað svarið við því er. Það er ekkert réttarríki á íslandi. Hinn eini sanni glæpur á Íslandi er að varpa ljósi á veldi ólígarkanna yfir lífi almennings. Með lögum skal land byggja, en þegar kemur að setu Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu er engin áhersla lögð á þessi grafalvarlegu broti. Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega veikur þegar kemur að glæpum og leyfir þeim að viðgangast. Á laugardaginn verða haldin mótmæli til þess að segja að nú verði ekki lengur við unað. Ólígarkarnir er komnir með það sterk völd í samfélaginu að þeir telja sig geta ofsótt fjölmiðlafólk fyrir að fjalla um sig á gagnrýninn hátt. Það er ekki róttæk skoðun lengur að halda þessu fram. Ungliðahreyfingar þvert yfir hið pólitíska litróf ætla að lýsa stuðningi við mótmælin. Þar eru Ungir Píratar, Uppreisn, Ungir VG, Ungir Jafnaðarmenn og Ungir Sósíalistar. Stjórnvöld verða að átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Ef þið haldið ofsóknum áfram í garð fjölmiðlafólks eða látið þær afskiptalausar mun landið okkar verða ríki þar sem frelsi og mannréttindi þurrkast út. Ég hvet því alla til þess að láta sjá sig á Austurvelli klukkan 14 á Laugardaginn, og fyrir þá sem búa fyrir norðan að mæta á Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þið viljið berjast fyrir því að landið okkar sé lýðveldi, en ekki auðveldi, rísið þá upp og segið með okkur: Hingað og ekki lengra! Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Þar sem örfáir aðilar eiga svo til öll fyrirtæki, fjölmiðla og þar að auki heilu stjórnmálaflokkanna. Þessi auðstétt telur sig nú geta pönkast í blaðafólki og sótt það til saka, þaggað niður í því fyrir að skrifa um brot þeirra og valdagræðgi. Ef við stöðvum ekki þessa þróun núna munum við feta á sömu slóðir og önnur lönd sem hafa orðið spillingu að bráð. Þar sem fjölmiðlafrelsi er ekki lengur við lýði og allar tilraunir til þess að gagnrýna valdið eru þaggaðar niður. Frelsið okkar og grundvallarmannréttindi verða að engu í landi þar sem fáir aðilar stýra og móta það í hvaða átt við förum. Þessir ólígarkar þola hvorki gagnrýni né áskorun gegn eigin valdi. Þróunin er ískyggileg og verður að stöðva áður en það verður um seinan. Formaður Sjálfstæðisflokksins fór mikinn á Facebook í vikunni og talaði um að á Íslandi væri réttarríki. Vildi meina að þess vegna væri mjög rökrétt hjá lögreglustjóranum fyrir norðan að eltast við fjölmiðlafólk. Í hvaða heimi lifir þessi maður? Hér á landi er algjör glundroði í löggæslumálum þegar kemur að efnahags- og samkeppnisbrotum. Fyrirtæki sem brjóta af sér fá 6 ár til að laga stöðuna og viðurlög við launaþjófnaði eru engin. Myndir þú lesandi góður, fá 6 ár til að skila þýfi til baka ef þú værir staðinn að þjófnaði? Við vitum öll hvað svarið við því er. Það er ekkert réttarríki á íslandi. Hinn eini sanni glæpur á Íslandi er að varpa ljósi á veldi ólígarkanna yfir lífi almennings. Með lögum skal land byggja, en þegar kemur að setu Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu er engin áhersla lögð á þessi grafalvarlegu broti. Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega veikur þegar kemur að glæpum og leyfir þeim að viðgangast. Á laugardaginn verða haldin mótmæli til þess að segja að nú verði ekki lengur við unað. Ólígarkarnir er komnir með það sterk völd í samfélaginu að þeir telja sig geta ofsótt fjölmiðlafólk fyrir að fjalla um sig á gagnrýninn hátt. Það er ekki róttæk skoðun lengur að halda þessu fram. Ungliðahreyfingar þvert yfir hið pólitíska litróf ætla að lýsa stuðningi við mótmælin. Þar eru Ungir Píratar, Uppreisn, Ungir VG, Ungir Jafnaðarmenn og Ungir Sósíalistar. Stjórnvöld verða að átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Ef þið haldið ofsóknum áfram í garð fjölmiðlafólks eða látið þær afskiptalausar mun landið okkar verða ríki þar sem frelsi og mannréttindi þurrkast út. Ég hvet því alla til þess að láta sjá sig á Austurvelli klukkan 14 á Laugardaginn, og fyrir þá sem búa fyrir norðan að mæta á Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þið viljið berjast fyrir því að landið okkar sé lýðveldi, en ekki auðveldi, rísið þá upp og segið með okkur: Hingað og ekki lengra! Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun