Nú hafa þau gengið of langt Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar 18. febrúar 2022 08:01 Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Þar sem örfáir aðilar eiga svo til öll fyrirtæki, fjölmiðla og þar að auki heilu stjórnmálaflokkanna. Þessi auðstétt telur sig nú geta pönkast í blaðafólki og sótt það til saka, þaggað niður í því fyrir að skrifa um brot þeirra og valdagræðgi. Ef við stöðvum ekki þessa þróun núna munum við feta á sömu slóðir og önnur lönd sem hafa orðið spillingu að bráð. Þar sem fjölmiðlafrelsi er ekki lengur við lýði og allar tilraunir til þess að gagnrýna valdið eru þaggaðar niður. Frelsið okkar og grundvallarmannréttindi verða að engu í landi þar sem fáir aðilar stýra og móta það í hvaða átt við förum. Þessir ólígarkar þola hvorki gagnrýni né áskorun gegn eigin valdi. Þróunin er ískyggileg og verður að stöðva áður en það verður um seinan. Formaður Sjálfstæðisflokksins fór mikinn á Facebook í vikunni og talaði um að á Íslandi væri réttarríki. Vildi meina að þess vegna væri mjög rökrétt hjá lögreglustjóranum fyrir norðan að eltast við fjölmiðlafólk. Í hvaða heimi lifir þessi maður? Hér á landi er algjör glundroði í löggæslumálum þegar kemur að efnahags- og samkeppnisbrotum. Fyrirtæki sem brjóta af sér fá 6 ár til að laga stöðuna og viðurlög við launaþjófnaði eru engin. Myndir þú lesandi góður, fá 6 ár til að skila þýfi til baka ef þú værir staðinn að þjófnaði? Við vitum öll hvað svarið við því er. Það er ekkert réttarríki á íslandi. Hinn eini sanni glæpur á Íslandi er að varpa ljósi á veldi ólígarkanna yfir lífi almennings. Með lögum skal land byggja, en þegar kemur að setu Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu er engin áhersla lögð á þessi grafalvarlegu broti. Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega veikur þegar kemur að glæpum og leyfir þeim að viðgangast. Á laugardaginn verða haldin mótmæli til þess að segja að nú verði ekki lengur við unað. Ólígarkarnir er komnir með það sterk völd í samfélaginu að þeir telja sig geta ofsótt fjölmiðlafólk fyrir að fjalla um sig á gagnrýninn hátt. Það er ekki róttæk skoðun lengur að halda þessu fram. Ungliðahreyfingar þvert yfir hið pólitíska litróf ætla að lýsa stuðningi við mótmælin. Þar eru Ungir Píratar, Uppreisn, Ungir VG, Ungir Jafnaðarmenn og Ungir Sósíalistar. Stjórnvöld verða að átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Ef þið haldið ofsóknum áfram í garð fjölmiðlafólks eða látið þær afskiptalausar mun landið okkar verða ríki þar sem frelsi og mannréttindi þurrkast út. Ég hvet því alla til þess að láta sjá sig á Austurvelli klukkan 14 á Laugardaginn, og fyrir þá sem búa fyrir norðan að mæta á Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þið viljið berjast fyrir því að landið okkar sé lýðveldi, en ekki auðveldi, rísið þá upp og segið með okkur: Hingað og ekki lengra! Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Fjölmiðlar Samherjaskjölin Trausti Breiðfjörð Magnússon Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Okkar þjóð stendur á háskalegum tímum. Við erum á hraðri leið í átt að því að verða land þar sem raddir auðmanna stýra öllu á kostnað almennings. Þar sem örfáir aðilar eiga svo til öll fyrirtæki, fjölmiðla og þar að auki heilu stjórnmálaflokkanna. Þessi auðstétt telur sig nú geta pönkast í blaðafólki og sótt það til saka, þaggað niður í því fyrir að skrifa um brot þeirra og valdagræðgi. Ef við stöðvum ekki þessa þróun núna munum við feta á sömu slóðir og önnur lönd sem hafa orðið spillingu að bráð. Þar sem fjölmiðlafrelsi er ekki lengur við lýði og allar tilraunir til þess að gagnrýna valdið eru þaggaðar niður. Frelsið okkar og grundvallarmannréttindi verða að engu í landi þar sem fáir aðilar stýra og móta það í hvaða átt við förum. Þessir ólígarkar þola hvorki gagnrýni né áskorun gegn eigin valdi. Þróunin er ískyggileg og verður að stöðva áður en það verður um seinan. Formaður Sjálfstæðisflokksins fór mikinn á Facebook í vikunni og talaði um að á Íslandi væri réttarríki. Vildi meina að þess vegna væri mjög rökrétt hjá lögreglustjóranum fyrir norðan að eltast við fjölmiðlafólk. Í hvaða heimi lifir þessi maður? Hér á landi er algjör glundroði í löggæslumálum þegar kemur að efnahags- og samkeppnisbrotum. Fyrirtæki sem brjóta af sér fá 6 ár til að laga stöðuna og viðurlög við launaþjófnaði eru engin. Myndir þú lesandi góður, fá 6 ár til að skila þýfi til baka ef þú værir staðinn að þjófnaði? Við vitum öll hvað svarið við því er. Það er ekkert réttarríki á íslandi. Hinn eini sanni glæpur á Íslandi er að varpa ljósi á veldi ólígarkanna yfir lífi almennings. Með lögum skal land byggja, en þegar kemur að setu Sjálfstæðisflokksins í dómsmálaráðuneytinu er engin áhersla lögð á þessi grafalvarlegu broti. Sjálfstæðisflokkurinn er gríðarlega veikur þegar kemur að glæpum og leyfir þeim að viðgangast. Á laugardaginn verða haldin mótmæli til þess að segja að nú verði ekki lengur við unað. Ólígarkarnir er komnir með það sterk völd í samfélaginu að þeir telja sig geta ofsótt fjölmiðlafólk fyrir að fjalla um sig á gagnrýninn hátt. Það er ekki róttæk skoðun lengur að halda þessu fram. Ungliðahreyfingar þvert yfir hið pólitíska litróf ætla að lýsa stuðningi við mótmælin. Þar eru Ungir Píratar, Uppreisn, Ungir VG, Ungir Jafnaðarmenn og Ungir Sósíalistar. Stjórnvöld verða að átta sig á því að þetta er ekki í lagi. Ef þið haldið ofsóknum áfram í garð fjölmiðlafólks eða látið þær afskiptalausar mun landið okkar verða ríki þar sem frelsi og mannréttindi þurrkast út. Ég hvet því alla til þess að láta sjá sig á Austurvelli klukkan 14 á Laugardaginn, og fyrir þá sem búa fyrir norðan að mæta á Ráðhústorgið á Akureyri. Ef þið viljið berjast fyrir því að landið okkar sé lýðveldi, en ekki auðveldi, rísið þá upp og segið með okkur: Hingað og ekki lengra! Höfundur er í stjórn Ungra Sósíalista.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun