Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda Helga María Guðmundsdóttir skrifar 18. febrúar 2022 13:31 Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Félagasamtök Mest lesið Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjarkur og kraftur til að breyta Áslaug Hulda Jónsdóttir,Eydís Arna Líndal skrifar Skoðun Fjórföldun á stuðningi við Guðrúnu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góður fyrsti aldarfjórðungur Jón Guðni Ómarsson skrifar Skoðun Af hverju stríð? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Donald Trump Jovana Pavlović skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Sjá meira
Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. SÁÁ var stofnað árið 1977 þegar þekking á áfengis- og fíknisjúkdómum var ekki mikil. Ég er mjög þakklát fyrir frumkvöðlana sem stóðu í ströngu til að stofna samtökin en í dag er þetta viðurkenndur sjúkdómur og mun meiri þekking á honum. Allir eru sammála því að það þarf sérfræðinga til að veita meðferð og því ætti þessi meðferð að vera undir heilbrigðiskefinu. Með því á að vera hægt að fjölga rýmum og stytta biðlista. Ekki bara það heldur þarf að samtvinna meðferðina á áfengis- og vímuefnavanda við rót vandans og því þarf mun betra utanumhald í meðferðinni. Vogur er afeitrun en það þarf að aðstoða fólk við að lifa án vímugjafa og eru áföll oft ástæða fyrir því að fólk verður fyrir áfengis- og vímuvanda og því þarf að vinna í áföllunum samhliða meðferðinni við sjúkdóminum. Það er enginn einstaklingur sem ætlar sér að fá sjúkdóm, þetta er ekki val. Það að eina sem stendur flestum til boða í dag sem hafa áfengis- og vímuefnasjúkdóm er að skrá sig á Vog og bíða í fleiri vikur, oft mánuði eftir meðferð. Það á ekki að vera staðan árið 2022. Áfengis- og vímuefnasjúkdómuar eru ekki einstaklingssjúkdómur heldur hefur hann áhrif á alla fjölskylduna og þessi bið getur verið hrikalega erfið. Ekki bara biðin sjálf sem maður veit ekkert hvað er löng og ekkert samband er við mann í biðinni, þegar maður fær loksins pláss eru aðeins nokkrir dagar í fyrirvara. Eftir margra mánaða bið er fólk jafnvel ekki lengur tilbúið og þá missir það af lestinni og ný bið myndast er það mætir ekki. Fyrir utan það að mér finnst agalegt hversu fá pláss eru á Vogi en þau eru aðeins 60 og einstaklingar þurfa oftast að deila herbergi með öðrum. Það nær ekki að sofa vegna þess að einstaklingurinn í sama herbergi er að hrjóta alla nóttina og það veitir ákveðið óöryggi að þurfa að deila meðferðinni með ókunnum einstaklingi. Það að hafa misst ástvin úr áfengis- og vímuefnaneyslu er erfið reynsla, maður er búinn að vera lengi að syrgja manneskjuna sem fíknin tók yfir og síðan sigrar fíknin og maður er eftir að spyrja sig hvað ef. Ég vil ekki spyrja aftur hvað ef, heldur hvað þarf til. Hvað þarf til að minnka innlagnalistann og fá betri aðstöðu? Hvenær ætar ríkið að taka yfir þessari mikilvægu heilbrigðisþjónustu? Höfundur er hjúkrunar- og fjölmiðlafræðingur.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Skoðun Hvammsvirkjun og framtíð laxfiska í Þjórsá Dr. Margaret Filardo,Elvar Örn Friðriksson skrifar
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun