Innri Njarðvík - hverfið mitt Steinþór Jón Gunnarsson Aspelund skrifar 21. febrúar 2022 09:31 Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr, 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru 17 og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær 18 barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er búinn að búa í Innri Njarðvík í tæp fjögur ár. Á þessum tíma hefur hverfið stækkað hratt en á sama tíma hefur þjónustan við hverfið minnkað. Hér býr mikið af ungu fólki sem finnst hverfið sitt vera afskipt. Í hverfinu eru þrír leikskólar og eru umsóknir barna fædd árið 2020 eða fyrr, 74. Laus pláss í leikskóladeild Stapaskóla eru 17 og vantar því 57 leikskólapláss í dag. Núverandi meirihluti hefur sofið á verðinum og ekki hlustað á ábendingar frá starfsfólki Reykjanesbæjar um skort á leikskólaplássum. Lausn núverandi meirihlutans er að setja upp lausa leikskólaeiningu við leikskólann Holt sem myndi rúma tvær 18 barna deildir. Ljóst er að dæmið gengur ekki upp og viðvarandi vandi verður enn til staðar. Strætó gengur hér en fer ekki hringinn með tilheyrandi óþægindum fyrir ungmenni og íbúa sem þurfa oft að ganga langa vegalengd í gegnum hverfið í leit að næstu stoppustöð. Þrátt fyrir mikil mótmæli íbúa var gott sem engu breytt. Núverandi meirihluti reyndi hljóðlega að koma inn öryggisvistun á aðalskipulag án samráðs við íbúa en var síðar tekið út úr endurskoðun á aðalskipulagi þegar íbúar tóku sig til og stofnuðu íbúasamtök hverfisins. Ég segi nei við öryggisvistun í Innri Njarðvík. Ég átti samtal við aðila sem vilja opna veitingastað/kaffihús í hverfinu. Vöntun er á þjónustu- og verslunarhúsnæði sem kemur í veg fyrir þessar fyrirætlanir. Von mín er sú að við getum byggt hér upp eins konar kjarna þar sem verslun og þjónusta getur þrifist. Þá vil ég efla nágrannavörslu í hverfinu. Hugmynd mín er að hér verði myndavélar við aðalgötur inn og út úr hverfinu. Slíkt hefur verið gert t.d. í nýju hverfi Mosfellsbæjar. Ég vil bæta lýsingu við göngu- og hjólastíga og leggja rækt við gróður í hverfinu. Ég sé fyrir mér að eftir fjögur ár verði hverfið okkar gróðursælt með góðar samgöngur ásamt verslun og þjónustu. Heilsugæslan verði komin í gagnið. Sundlaug og íþróttahús verði orðið starfrækt við Stapaskóla og biðlisti eftir leikskólavistun verði ekki lengur vandamál. „Bætum lífsgæði íbúanna og grípum tækifærin.“ Höfundur er frambjóðandi í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ þann 26. febrúar.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar