Getur siðlaus maður orðið mannréttindadómari? Skúli Gunnar Sigfússon skrifar 23. febrúar 2022 15:01 Árið 2017 skrifaði ung kona blaðagrein þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og frelsissviptingu á vinnustað. Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri. Annar þessara manna – Stefán Geir Þórisson – sækist nú eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og þar með fulltrúi Íslands. Stefán Geir verður sextugur á árinu og sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars. Stefán Geir á að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann var t.d. um árabil varaformaður erlends knattspyrnufélags í eigu Íslendinga. Sú fjárfesting reyndist ævintýri sem fjölmargir fjárfestar brenndu sig illa á. Hann hefur um áratugaskeið verið skósveinn einnar auðugustu fjölskyldu Íslands, sem hefur komið milljörðum úr landi með stofnun eignarhaldsfélags í evrópskri skattaparadís. Með útgáfu skuldabréfa erlendis er íslensku fyrirtæki fjölskyldunnar gert að greiða vexti til aflandsfélags, sem gerir þeim kleift að koma sér undan skattgreiðslum hérlendis upp á hundruð milljóna og fá vextina skattfrjálst upp í hendurnar erlendis. Slíkir gjörningar eru tæpast gerðir án aðkomu einkalögmanns fjölskyldunnar – manns sem nú telur sig hæfan til að dæma í samfélagslega mikilvægum málum. Auk Stefáns Geirs sækjast tveir aðrir Íslendingar eftir dómarastarfinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Forsætisráðherra fól fimm manna sérfæðinganefnd að meta hæfi þeirra, og komst þannig undan ábyrgð á hæfnismatinu eins og nú tíðkast hjá ráðamönnum. Nefndin komst svo að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að allir umsækjendur væru jafnhæfir og raðaði þeim ekki í hæfnisröð. Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi. Höfundur er athafnamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Gunnar Sigfússon Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Árið 2017 skrifaði ung kona blaðagrein þar sem hún lýsti ógnandi hegðun og frelsissviptingu á vinnustað. Konan lýsir aðstæðum og málavöxtum í smáatriðum, þar sem tveir menn héldu henni nauðugri í fundarherbergi og þvinguðu til að undirrita skjal til staðfestingar á brottrekstri hennar úr starfi. Hún var þá gengin fjóra mánuði með ófætt barn. Hún lýsir því hvernig henni var ýtt ofan í stól og meinað að yfirgefa herbergið, hvernig mennirnir sem sátu yfir henni lokuðu fyrir símann hennar og sýndu af sér hegðun sem hún upplifði sem kynbundið ofbeldi. Hún var þá ekki orðin þrítug en mennirnir tveir báðir umtalsvert eldri. Annar þessara manna – Stefán Geir Þórisson – sækist nú eftir því að verða dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og þar með fulltrúi Íslands. Stefán Geir verður sextugur á árinu og sækist ítrekað eftir þægilegu starfi hjá skattgreiðendum á lokametrum starfsævinnar. Auk skyndilegs áhuga á mannréttindamálum sótti hann nýlega um að verða landsréttardómari og fékk á liðnu ári starf við Endurupptökudóm, að skipan Dómstólasýslunnar. Formaður Dómstólasýslunnar er Sigurður Tómas Magnússon, sem fékk embættið frá vini sínum Benedikt Bogasyni þegar sá nældi sér í embætti forseta Hæstaréttar. Félagarnir þrír – Stefán Geir, Sigurður Tómas og Benedikt – þekkjast vel innbyrðis og tilheyra klíku miðaldra karla, svarta genginu, sem útskrifuðust úr lagadeild Háskóla Íslands um og upp úr 1990. Svarta gengið hefur að miklu leyti tekið yfir íslenska dómsýslu og félagarnir gæta vel hagsmuna hver annars. Stefán Geir á að baki skrautlegan feril sem lögmaður og í viðskiptum. Hann var t.d. um árabil varaformaður erlends knattspyrnufélags í eigu Íslendinga. Sú fjárfesting reyndist ævintýri sem fjölmargir fjárfestar brenndu sig illa á. Hann hefur um áratugaskeið verið skósveinn einnar auðugustu fjölskyldu Íslands, sem hefur komið milljörðum úr landi með stofnun eignarhaldsfélags í evrópskri skattaparadís. Með útgáfu skuldabréfa erlendis er íslensku fyrirtæki fjölskyldunnar gert að greiða vexti til aflandsfélags, sem gerir þeim kleift að koma sér undan skattgreiðslum hérlendis upp á hundruð milljóna og fá vextina skattfrjálst upp í hendurnar erlendis. Slíkir gjörningar eru tæpast gerðir án aðkomu einkalögmanns fjölskyldunnar – manns sem nú telur sig hæfan til að dæma í samfélagslega mikilvægum málum. Auk Stefáns Geirs sækjast tveir aðrir Íslendingar eftir dómarastarfinu hjá Mannréttindadómstóli Evrópu. Forsætisráðherra fól fimm manna sérfæðinganefnd að meta hæfi þeirra, og komst þannig undan ábyrgð á hæfnismatinu eins og nú tíðkast hjá ráðamönnum. Nefndin komst svo að þeirri fyrirsjáanlegu niðurstöðu að allir umsækjendur væru jafnhæfir og raðaði þeim ekki í hæfnisröð. Stjórnsýslan hefur því séð til þess að maður með vafasama fortíð gæti fengið dómarastarf og orðið fulltrúi Íslands hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Sú niðurstaða er sorgleg en kannski fyrirsjáanleg, enda tilnefndi Hæstiréttur (Benedikt) og Dómstólasýslan (Sigurður Tómas) tvo fulltrúa í sérfræðinganefndina sem vottaði mannkosti og hæfni lögmannsins, sem eitt sitt lokaði inni ófríska konu og þvingaði til að undirrita skjal um brottrekstur úr starfi. Höfundur er athafnamaður.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun