Skýrsla Ríkisendurskoðunar hrekur ásakanir um tollasvindl Ólafur Stephensen skrifar 25. febrúar 2022 08:00 Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. Þá staðfestir skýrsla Ríkisendurskoðunar allar þær niðurstöður sem Félag atvinnurekenda komst að, eftir að hafa skoðað innflutning eigin félagsmanna á pitsuosti. Ásökunum um tollasvindl svarað Haustið 2020 höfðu ýmsir talsmenn landbúnaðarins uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl á vegum innflytjenda matvöru vegna misræmis í tölum um útflutning búvara frá ríkjum Evrópusambandsins og tölum Hagstofunnar um innflutning til Íslands. Í því samhengi var sérstaklega nefndur innflutningur á pitsuosti, sem inniheldur jurtaolíu og hafði um langt skeið verið fluttur inn til landsins án tolla. Í sjónvarpsþætti í apríl í fyrra bætti Erna Bjarnadóttir, talsmaður Mjólkursamsölunnar, um betur og sakaði innflutningsfyrirtæki um fölsun á tollskýrslum og að skrá pitsuosta í rangan tollflokk. Þessum ásökunum svaraði Félag atvinnurekenda ýtarlega, eftir að hafa gert eigin athugun hjá félagsmönnum sem flytja inn pitsuosta þar sem jurtaolíu er blandað saman við ost úr kúamjólk. Niðurstöðurnar voru m.a. að í öllum tilvikum væri verið að flytja ost inn til Íslands á sama tollnúmeri og hann hefði verið fluttur út frá Evrópusambandinu, þannig að skýringuna á misræmi í tölum væri ekki að finna í því að tollflokkaskráningu væri breytt. Þá væri í öllum tilvikum um það að ræða að fyrirtækin hefðu flutt vörurnar inn á tilteknum tollnúmerum með fullri vitneskju og samþykki íslenzkra tollayfirvalda. Umræddar vörur hefðu þannig verið flokkaðar í þann tollflokk sem bæði framleiðendur þeirra og íslenzk tollayfirvöld hefðu talið að ætti að flokka þær í. Almennt væri viðurkennt, af tollayfirvöldum flestra landa og Alþjóðatollamálastofnuninni, að við blöndun jurtaolíu við ost teldist varan ekki lengur hefðbundinn ostur og færðist á milli tollflokka. Það sem í raun átti sér stað í pitsuostamálinu var að fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið, undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, beittu Skattinn þrýstingi til að þvinga fram endurtollflokkun pitsuostanna, þvert á álit sérfræðinga tollgæslustjóra. Tollframkvæmdin var í samræmi við flokkun ESB Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Ríkisendurskoðun vekur athygli á að misræmið á milli tollflokkunar Íslands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar á þessari tilteknu vöru er nú á annan veg en talið var þegar hagsmunaaðilar hófu athugun sína á málinu í ársbyrjun 2020. Þá var talið að íslensk tollyfirvöld væru að tollafgreiða jurtaost sem fluttur væri út frá Evrópusambandinu undir 4. kafla inn til Íslands undir 21. kafla. Af gögnum málsins virðist þetta ekki hafa verið raunin því eldri tollframkvæmd Skattsins mun þá hafa verið í samræmi við tollflokkun Evrópusambandsins. Ósamræmi í hagtölum milli Íslands og Evrópusambandsins hvað þessa tilteknu vöru varðar virðist því fyrst verða til eftir að Skatturinn ákveður að varan skuli tollflokkast í 4. kafla tollskrár.“ Dómur Landsréttar ekki í samræmi við gögn málsins Ríkisendurskoðun fjallar um nýlegt dómsmál, þar sem staðfestur var úrskurður tollgæslustjóra um að pitsuostur sem félagsmaður FA flutti inn skyldi færast í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Stofnunin fer ýtarlega yfir gögn málsins og segir að þau gögn, sem hún hafi undir höndum, bendi til þess að osturinn sem um ræðir flokkist í 21. kafla tollskrár innan Evrópusambandsins. Hér á landi bera vörur í 21. kafla ekki tolla. Ríkisendurskoðun vísar bæði til bindandi álits belgískra tollayfirvalda um tollflokkun vörunnar og til formlegrar staðfestingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til Skattsins á því að vöruna beri að flokka í þann tollflokk. Þess ber að geta að fjármála- og atvinnuvegaráðuneytið, auk Bændasamtakanna og Mjólkursamsölunnar, byggðu allan sinn rökstuðning í málinu á einum tölvupósti frá starfsmanni Evrópusambandsins sem nú er hættur störfum, um að varan ætti að flokkast á annan hátt. Framkvæmdastjórnin hefur síðar staðfest, m.a. við FA, að sá tölvupóstur sé ekki formleg afstaða ESB. Þá vitnar Ríkisendurskoðun til nýlegs bréfs Alþjóðatollamálastofnunarinnar, WCO, til Skattsins um að ekki sé grundvöllur til að tollflokka ost í 4. kafla tollskrár, hafi mjólkurfitu að einhverju leyti verið skipt út við jurtafitu við framleiðslu vörunnar. Áðurnefndum dómi Landsréttar verður áfrýjað til Hæstaréttar og er ljóst að þau gögn, sem Ríkisendurskoðun byggir niðurstöður sínar á, setja málflutning íslenzka ríkisins í því máli í alveg nýtt ljós. Tekið skal fram að ríkið lagði umrædd gögn ekki fram í málinu, en innflytjandinn fékk fyrst vitneskju um þau þegar lögmaður ríkisins vísaði til þeirra í munnlegum málflutningi fyrir Landsrétti. Erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um misferli FA fagnar þessum niðurstöðum Ríkisendurskoðunar og því að stofnunin leiði fram gögn sem varpa skýru ljósi á málið. Það er að sjálfsögðu alltaf erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um lögbrot og misferli. Félag atvinnurekenda hefur fyrir hönd sinna félagsmanna svarað þeim ásökunum málefnalega og eftir beztu vitund og kemur ekki á óvart að Ríkisendurskoðun skuli staðfesta allt sem félagið hefur haldið fram í málinu. Talsmenn landbúnaðarins mættu hins vegar gjarnan biðjast afsökunar á stóryrðunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Stjórnsýsla Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Niðurstöður nýrrar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar á tollframkvæmd vegna landbúnaðarafurða sýna með óyggjandi hætti að ásakanir Bændasamtaka Íslands og Mjólkursamsölunnar á hendur innflutningsfyrirtækjum, um stórfellt svindl við innflutning á pitsuosti, áttu ekki við nein rök að styðjast. Þá staðfestir skýrsla Ríkisendurskoðunar allar þær niðurstöður sem Félag atvinnurekenda komst að, eftir að hafa skoðað innflutning eigin félagsmanna á pitsuosti. Ásökunum um tollasvindl svarað Haustið 2020 höfðu ýmsir talsmenn landbúnaðarins uppi stór orð um lögbrot, misferli og smygl á vegum innflytjenda matvöru vegna misræmis í tölum um útflutning búvara frá ríkjum Evrópusambandsins og tölum Hagstofunnar um innflutning til Íslands. Í því samhengi var sérstaklega nefndur innflutningur á pitsuosti, sem inniheldur jurtaolíu og hafði um langt skeið verið fluttur inn til landsins án tolla. Í sjónvarpsþætti í apríl í fyrra bætti Erna Bjarnadóttir, talsmaður Mjólkursamsölunnar, um betur og sakaði innflutningsfyrirtæki um fölsun á tollskýrslum og að skrá pitsuosta í rangan tollflokk. Þessum ásökunum svaraði Félag atvinnurekenda ýtarlega, eftir að hafa gert eigin athugun hjá félagsmönnum sem flytja inn pitsuosta þar sem jurtaolíu er blandað saman við ost úr kúamjólk. Niðurstöðurnar voru m.a. að í öllum tilvikum væri verið að flytja ost inn til Íslands á sama tollnúmeri og hann hefði verið fluttur út frá Evrópusambandinu, þannig að skýringuna á misræmi í tölum væri ekki að finna í því að tollflokkaskráningu væri breytt. Þá væri í öllum tilvikum um það að ræða að fyrirtækin hefðu flutt vörurnar inn á tilteknum tollnúmerum með fullri vitneskju og samþykki íslenzkra tollayfirvalda. Umræddar vörur hefðu þannig verið flokkaðar í þann tollflokk sem bæði framleiðendur þeirra og íslenzk tollayfirvöld hefðu talið að ætti að flokka þær í. Almennt væri viðurkennt, af tollayfirvöldum flestra landa og Alþjóðatollamálastofnuninni, að við blöndun jurtaolíu við ost teldist varan ekki lengur hefðbundinn ostur og færðist á milli tollflokka. Það sem í raun átti sér stað í pitsuostamálinu var að fjármálaráðuneytið og atvinnuvegaráðuneytið, undir miklum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði, beittu Skattinn þrýstingi til að þvinga fram endurtollflokkun pitsuostanna, þvert á álit sérfræðinga tollgæslustjóra. Tollframkvæmdin var í samræmi við flokkun ESB Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir: „Ríkisendurskoðun vekur athygli á að misræmið á milli tollflokkunar Íslands annars vegar og Evrópusambandsins hins vegar á þessari tilteknu vöru er nú á annan veg en talið var þegar hagsmunaaðilar hófu athugun sína á málinu í ársbyrjun 2020. Þá var talið að íslensk tollyfirvöld væru að tollafgreiða jurtaost sem fluttur væri út frá Evrópusambandinu undir 4. kafla inn til Íslands undir 21. kafla. Af gögnum málsins virðist þetta ekki hafa verið raunin því eldri tollframkvæmd Skattsins mun þá hafa verið í samræmi við tollflokkun Evrópusambandsins. Ósamræmi í hagtölum milli Íslands og Evrópusambandsins hvað þessa tilteknu vöru varðar virðist því fyrst verða til eftir að Skatturinn ákveður að varan skuli tollflokkast í 4. kafla tollskrár.“ Dómur Landsréttar ekki í samræmi við gögn málsins Ríkisendurskoðun fjallar um nýlegt dómsmál, þar sem staðfestur var úrskurður tollgæslustjóra um að pitsuostur sem félagsmaður FA flutti inn skyldi færast í 4. kafla tollskrárinnar, sem ber háa tolla. Stofnunin fer ýtarlega yfir gögn málsins og segir að þau gögn, sem hún hafi undir höndum, bendi til þess að osturinn sem um ræðir flokkist í 21. kafla tollskrár innan Evrópusambandsins. Hér á landi bera vörur í 21. kafla ekki tolla. Ríkisendurskoðun vísar bæði til bindandi álits belgískra tollayfirvalda um tollflokkun vörunnar og til formlegrar staðfestingar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins til Skattsins á því að vöruna beri að flokka í þann tollflokk. Þess ber að geta að fjármála- og atvinnuvegaráðuneytið, auk Bændasamtakanna og Mjólkursamsölunnar, byggðu allan sinn rökstuðning í málinu á einum tölvupósti frá starfsmanni Evrópusambandsins sem nú er hættur störfum, um að varan ætti að flokkast á annan hátt. Framkvæmdastjórnin hefur síðar staðfest, m.a. við FA, að sá tölvupóstur sé ekki formleg afstaða ESB. Þá vitnar Ríkisendurskoðun til nýlegs bréfs Alþjóðatollamálastofnunarinnar, WCO, til Skattsins um að ekki sé grundvöllur til að tollflokka ost í 4. kafla tollskrár, hafi mjólkurfitu að einhverju leyti verið skipt út við jurtafitu við framleiðslu vörunnar. Áðurnefndum dómi Landsréttar verður áfrýjað til Hæstaréttar og er ljóst að þau gögn, sem Ríkisendurskoðun byggir niðurstöður sínar á, setja málflutning íslenzka ríkisins í því máli í alveg nýtt ljós. Tekið skal fram að ríkið lagði umrædd gögn ekki fram í málinu, en innflytjandinn fékk fyrst vitneskju um þau þegar lögmaður ríkisins vísaði til þeirra í munnlegum málflutningi fyrir Landsrétti. Erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um misferli FA fagnar þessum niðurstöðum Ríkisendurskoðunar og því að stofnunin leiði fram gögn sem varpa skýru ljósi á málið. Það er að sjálfsögðu alltaf erfitt fyrir fyrirtæki að sitja undir ásökunum um lögbrot og misferli. Félag atvinnurekenda hefur fyrir hönd sinna félagsmanna svarað þeim ásökunum málefnalega og eftir beztu vitund og kemur ekki á óvart að Ríkisendurskoðun skuli staðfesta allt sem félagið hefur haldið fram í málinu. Talsmenn landbúnaðarins mættu hins vegar gjarnan biðjast afsökunar á stóryrðunum. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun