„Verður gaman að sjá því Patti tapar varla fyrir Val“ Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2022 16:10 Patreki Jóhannessyni og hans mönnum er vandi á höndum en þeir hafa ekki unnið leik á þessu ári. vísir/hulda margrét Strákarnir í Seinni bylgjunni fóru yfir stöðuna fyrir 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta og ræddu meðal annars um það tak sem að Patrekur Jóhannesson virðist hafa á Val undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar. Valur og Stjarnan mætast í stórleik 17. umferðarinnar á Hlíðarenda annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Patrekur hefur fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í röð gegn Snorra hjá Val, fyrst sem þjálfari Selfoss og svo sem þjálfari Stjörnunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson tippaði á að tíundi sigurinn í röð kæmi hjá Patreki á morgun, þrátt fyrir slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. „Stjarnan er á erfiðum stað núna, búin að taka svolítið af tapleikjum í röð. Það eru miklar sveiflur í leikjum hjá þeim og þeir finna ekki jafnvægi. Það verður samt gaman að sjá þetta því Patti tapar varla fyrir Val. Hann hefur eitthvað tak þar,“ sagði Ásgeir í upphitun Seinni bylgjunnar sem sjá má hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 17. umferð Stjarnan tapaði gegn Selfossi á sunnudaginn, 27-26, á meðan að Valur valtaði yfir KA, 33-20. „Hraðinn hjá Val er ískyggilegur. Það verður verkefni fyrir Patta að ráða við það hvað þeir refsa rosalega með þessum hraða,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Ásgeir svaraði: „Það hefst náttúrulega með því að vera agaður og skynsamur í sóknarleiknum, og ná helst skoti í hverri einustu sókn. Við sáum svolítið á móti Selfossi að Stjarnan gerði tæknifeila, þegar reynt var að troða boltanum inn á Þórð Tandra, sem var góður en þeir voru aðeins of mikið að leita að honum, og ef þeir fara í þetta þá strauja Valsmenn þá gjörsamlega með hraðanum.“ 17. umferð Olís-deildar karla Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira
Valur og Stjarnan mætast í stórleik 17. umferðarinnar á Hlíðarenda annað kvöld, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Patrekur hefur fagnað sigri í síðustu níu leikjum sínum í röð gegn Snorra hjá Val, fyrst sem þjálfari Selfoss og svo sem þjálfari Stjörnunnar. Ásgeir Örn Hallgrímsson tippaði á að tíundi sigurinn í röð kæmi hjá Patreki á morgun, þrátt fyrir slæmt gengi Stjörnunnar að undanförnu. „Stjarnan er á erfiðum stað núna, búin að taka svolítið af tapleikjum í röð. Það eru miklar sveiflur í leikjum hjá þeim og þeir finna ekki jafnvægi. Það verður samt gaman að sjá þetta því Patti tapar varla fyrir Val. Hann hefur eitthvað tak þar,“ sagði Ásgeir í upphitun Seinni bylgjunnar sem sjá má hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Upphitun fyrir 17. umferð Stjarnan tapaði gegn Selfossi á sunnudaginn, 27-26, á meðan að Valur valtaði yfir KA, 33-20. „Hraðinn hjá Val er ískyggilegur. Það verður verkefni fyrir Patta að ráða við það hvað þeir refsa rosalega með þessum hraða,“ sagði Stefán Árni Pálsson. Ásgeir svaraði: „Það hefst náttúrulega með því að vera agaður og skynsamur í sóknarleiknum, og ná helst skoti í hverri einustu sókn. Við sáum svolítið á móti Selfossi að Stjarnan gerði tæknifeila, þegar reynt var að troða boltanum inn á Þórð Tandra, sem var góður en þeir voru aðeins of mikið að leita að honum, og ef þeir fara í þetta þá strauja Valsmenn þá gjörsamlega með hraðanum.“ 17. umferð Olís-deildar karla Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport
Fimmtudagur, 3. mars 18.00 ÍBV – Fram 19.30 Grótta – Selfoss 19.30 Víkingur – Afturelding 19.30 HK – Haukar 20.00 Valur – Stjarnan (Stöð 2 Sport) Föstudagur, 4. mars 18.00 KA – FH (Stöð 2 Sport) 20.00 Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport
Seinni bylgjan Stjarnan Mest lesið „Ætla ekki að segja hvað gerðist í þriðja hring“ Sport Guðjón Ingi fagnaði í nótt á nýju brautarmeti Sport Reyna allt til að stöðva að UEFA setji Ísrael í bann Fótbolti Guðmundur rekinn frá Fredericia Handbolti „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Haaland sýndi morðhótun eftir að hafa náð Solskjær Enski boltinn Braut lítt notaða reglu: „Þetta er mjög áhugavert“ Enski boltinn Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins Íslenski boltinn Sjáðu allt helsta úr stórleiknum og fimmtu umferð Enski boltinn Gullboltinn veittur í kvöld: Dembélé líklegastur til að hreppa hnossið en PSG á leik Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Sjá meira