Hver er að tala um heiðarleika? Guðmundur Ragnarsson skrifar 8. mars 2022 15:01 Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta. Enn alvarlegra er þó að með þessari yfirlýsingu gefa þeir í skyn að Sjómannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna, sem vildu fara í þessa vinnu, séu einnig tilbúin að lækka laun sjómanna. Átta þeir Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson sig ekki á virðingaleysinu gagnvart félögum sínum? Forystumenn með þessi sjónarmið skortir kjark til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar og að beina óumflýjanlegum breytingum í besta mögulegan farveg fyrir sína félagsmenn. Það er ekki gæfuleg staða fyrir sjómenn. Krefjandi breytingar eru fram undan og það þarf kjark og þor til að leiða þá vinnu farsællega til lykta. Hvernig getur það farið fram hjá forystumönnum verkalýðsfélaga að verkalýðshreyfingin um allan heim hefur kallað eftir því að farið verði í vinnu við að laga kjarasamninga að fjórðu iðnbyltingunni og breyttum atvinnuháttum? Til að hafa áhrif og stýra þróuninni en ekki að láta hana koma yfir okkur, þannig að launafólk hafi ekkert um það að segja hvernig breytingarnar verða framkvæmdar. Það má ekki gerast. Ný framtíð Verkefnið sem ég vann hjá Brimi gekk út á að gera frá grunni nýjan kjarasamning fyrir hátækni vinnsluskip. Við þessar breytingar munu koma fram mörg ný tæknistörf og inn í þessa vinnu fléttast endurmenntun háseta yfir í tæknimenn. Störfum á sjó mun fækka eins og sést best í landi og þau munu breytast með tilkomu nýrrar tækni. Hásetar breytast í tæknimenn, vélfræðingar og vélstjórar keyra vinnsludekk og annan sjálfvirknibúnað, störf sem bætast við óháð vélarúminu. Þetta eru breytingar sem munu koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þessa vinnu var farið án nokkurra skuldbindinga. Frá upphafi var ljóst að niðurstaðan yrði alltaf sú að eftir stæðu verðmætari störf en eru í dag þótt þeim fækki. Að formaður VM skuli hafa hafnað því að koma að þessari vinnu sýnir, flótta frá veruleikanum og kjarkleysi til að takast á við nýjar áskoranir. Ekki veit ég fyrir hvaða samstarf greinarhöfundar hrósa núverandi formanni VM fyrir, en ég veit hver bar þungann af því að koma Sjómannasambandinu og Sjómannafélagi Íslands saman að samningaborðinu fyrir síðustu kjarasamninga við SFS. Það var ekki Guðmundur Helgi. Hættuleg og ólýðræðisleg þróun Það er undarlegt að sjá þessa forystumenn nota orðið heiðarleika. Eftir kosningar hjá VM mun ég skrifa grein um það hvernig stéttarfélög, sem eru komin í mjög nána samvinnu við VM, fjármagna að undirbjóða VM í félagsgjöldum.Það er öllum ljóst hver er á bak við þessi greinarskrif þeirra félaga. Það er hættuleg þróun að forystumenn annarra stéttarfélaga hafi afskipti af formannskosningum í stéttarfélagi. Slík inngrip eru hrein og bein ögrun við lýðræðið. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Mest lesið Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Það er sorglegt að horfa upp á forystumenn tveggja stéttarfélaga, Sjómanna- og vélstjórafélags Grindavíkur og Sjómannafélags Íslands, afhjúpa sig. Hvernig þeim tekst, ásamt núverandi formanni VM, að lesa kjaraskerðingu út úr verkefni mínu varðandi fjórðu iðnbyltinguna um borð í fiskiskipum er mér og fleirum hulin ráðgáta. Enn alvarlegra er þó að með þessari yfirlýsingu gefa þeir í skyn að Sjómannasamband Íslands og Félag skipstjórnarmanna, sem vildu fara í þessa vinnu, séu einnig tilbúin að lækka laun sjómanna. Átta þeir Einar Hannes Harðarson og Bergur Þorkelsson sig ekki á virðingaleysinu gagnvart félögum sínum? Forystumenn með þessi sjónarmið skortir kjark til þess að takast á við áskoranir framtíðarinnar og að beina óumflýjanlegum breytingum í besta mögulegan farveg fyrir sína félagsmenn. Það er ekki gæfuleg staða fyrir sjómenn. Krefjandi breytingar eru fram undan og það þarf kjark og þor til að leiða þá vinnu farsællega til lykta. Hvernig getur það farið fram hjá forystumönnum verkalýðsfélaga að verkalýðshreyfingin um allan heim hefur kallað eftir því að farið verði í vinnu við að laga kjarasamninga að fjórðu iðnbyltingunni og breyttum atvinnuháttum? Til að hafa áhrif og stýra þróuninni en ekki að láta hana koma yfir okkur, þannig að launafólk hafi ekkert um það að segja hvernig breytingarnar verða framkvæmdar. Það má ekki gerast. Ný framtíð Verkefnið sem ég vann hjá Brimi gekk út á að gera frá grunni nýjan kjarasamning fyrir hátækni vinnsluskip. Við þessar breytingar munu koma fram mörg ný tæknistörf og inn í þessa vinnu fléttast endurmenntun háseta yfir í tæknimenn. Störfum á sjó mun fækka eins og sést best í landi og þau munu breytast með tilkomu nýrrar tækni. Hásetar breytast í tæknimenn, vélfræðingar og vélstjórar keyra vinnsludekk og annan sjálfvirknibúnað, störf sem bætast við óháð vélarúminu. Þetta eru breytingar sem munu koma hvort sem okkur líkar betur eða verr. Í þessa vinnu var farið án nokkurra skuldbindinga. Frá upphafi var ljóst að niðurstaðan yrði alltaf sú að eftir stæðu verðmætari störf en eru í dag þótt þeim fækki. Að formaður VM skuli hafa hafnað því að koma að þessari vinnu sýnir, flótta frá veruleikanum og kjarkleysi til að takast á við nýjar áskoranir. Ekki veit ég fyrir hvaða samstarf greinarhöfundar hrósa núverandi formanni VM fyrir, en ég veit hver bar þungann af því að koma Sjómannasambandinu og Sjómannafélagi Íslands saman að samningaborðinu fyrir síðustu kjarasamninga við SFS. Það var ekki Guðmundur Helgi. Hættuleg og ólýðræðisleg þróun Það er undarlegt að sjá þessa forystumenn nota orðið heiðarleika. Eftir kosningar hjá VM mun ég skrifa grein um það hvernig stéttarfélög, sem eru komin í mjög nána samvinnu við VM, fjármagna að undirbjóða VM í félagsgjöldum.Það er öllum ljóst hver er á bak við þessi greinarskrif þeirra félaga. Það er hættuleg þróun að forystumenn annarra stéttarfélaga hafi afskipti af formannskosningum í stéttarfélagi. Slík inngrip eru hrein og bein ögrun við lýðræðið. Höfundur er frambjóðandi til formanns VM.
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar