Óskar segir Rússa ráðast vísvitandi á flóttafólk Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2022 22:00 Óskar Hallgrímsson er búsettur í Kænugarði. Stöð 2 Óskar Hallgrímsson sem býr með úkraínskri eiginkonu sinni Mariiku í Kænugarði sá í fyrsta skipti í dag þar sem flugskeyti var skotið frá borginni. Hann segir loftvarnir Kænugarðs hafa verið efldar til muna en í morgun hrukku þau hjónin upp við sprengjugný. „Í fyrsta skipti sé ég eitthvað. Ég hef hingað til bara heyrt eitthvað. Fyrst heyrum við eina sprengingu. Ég hleyp hérna út í glugga og við horfum út og þá allt í einu sé ég eins og eftir flugskeyti,“ segir Óskar. Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má heyra sprengjuhljóðin. Hann telur líklegast að þarna hafi verið loftvarnaflaug úkraínuhers á ferð. Hann hafi orðið var við að loftvarnir hafi eflst mikið að undanförnu. Þá hafi verið gerðar ýmsar ráðstafnir til að undirbúa innrás Rússa í Kænugarð. Vopnaðir hermenn væru alls staðar. „Þannig að inni í borginni er búið að byggja upp svakalega miklar varnir. Síðan þegar kemur að því að hindra landhernaðinn sjálfan inn í borgina er búið að skemma fullt af brúm, vegum og annað. Þannig að það þvingar þessar herdeildir sem mögulega ggætu komið að borginni í ákveðna flöksuhálsa sem yrði þá auðveldara að ráða við,“ segir Óskar. Kristján Jónsson Töluverð umferð úkraínskra herþotna sé yfir höfuðborginni. Eins væri herinn vel búinn loftvörnum á jörðu niðri. „Það hafa fullt af rússneskum komið hingað. Bæði flugvélar og þotur. Þær hafa hingað til verið skotnar niður, mjög mikið. Það voru þrjár skotnar niður í gær held ég alveg örugglega. Þannig að það er mjög mikið búið að auka loftvarnirnar umhverfis borgina og inni í borginni búnar að aukast alveg gífurlega,“ segir Óskar. Borgarbúar fari ekki varhluta af árásum Rússa á bæi og borgir í næsta nágrenni Kænugarðs. „Það er lítil borg hérna við hliðina sem heitir Iprin. Liggur við eins og Hafnarfjörður eða Kópavogur við Reykjavík. Það er gjörsamlega búið að leggja hana flata. Sem er alveg gífurlega sorglegt af því að þetta var ný borg,“ segir Óskar. „Rosalega mikið af ungu fólki með börn sem flutti þangað. Að kaupa sér sína fyrstu eign. Þeir eru gjörsamlega búnir að leggja niður lestarteinana þar. Þeir réðust þar á lestarstöðina þar sem almennir borgarar voru að reyna að flýja. Og það virðist vera þannig um allt land. Ekki bara hér heldur um allt land að það sé gagngert verið að ráðast á flóttafólk.“ Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 „Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00 Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
„Í fyrsta skipti sé ég eitthvað. Ég hef hingað til bara heyrt eitthvað. Fyrst heyrum við eina sprengingu. Ég hleyp hérna út í glugga og við horfum út og þá allt í einu sé ég eins og eftir flugskeyti,“ segir Óskar. Í meðfylgjandi sjónvarpsfrétt má heyra sprengjuhljóðin. Hann telur líklegast að þarna hafi verið loftvarnaflaug úkraínuhers á ferð. Hann hafi orðið var við að loftvarnir hafi eflst mikið að undanförnu. Þá hafi verið gerðar ýmsar ráðstafnir til að undirbúa innrás Rússa í Kænugarð. Vopnaðir hermenn væru alls staðar. „Þannig að inni í borginni er búið að byggja upp svakalega miklar varnir. Síðan þegar kemur að því að hindra landhernaðinn sjálfan inn í borgina er búið að skemma fullt af brúm, vegum og annað. Þannig að það þvingar þessar herdeildir sem mögulega ggætu komið að borginni í ákveðna flöksuhálsa sem yrði þá auðveldara að ráða við,“ segir Óskar. Kristján Jónsson Töluverð umferð úkraínskra herþotna sé yfir höfuðborginni. Eins væri herinn vel búinn loftvörnum á jörðu niðri. „Það hafa fullt af rússneskum komið hingað. Bæði flugvélar og þotur. Þær hafa hingað til verið skotnar niður, mjög mikið. Það voru þrjár skotnar niður í gær held ég alveg örugglega. Þannig að það er mjög mikið búið að auka loftvarnirnar umhverfis borgina og inni í borginni búnar að aukast alveg gífurlega,“ segir Óskar. Borgarbúar fari ekki varhluta af árásum Rússa á bæi og borgir í næsta nágrenni Kænugarðs. „Það er lítil borg hérna við hliðina sem heitir Iprin. Liggur við eins og Hafnarfjörður eða Kópavogur við Reykjavík. Það er gjörsamlega búið að leggja hana flata. Sem er alveg gífurlega sorglegt af því að þetta var ný borg,“ segir Óskar. „Rosalega mikið af ungu fólki með börn sem flutti þangað. Að kaupa sér sína fyrstu eign. Þeir eru gjörsamlega búnir að leggja niður lestarteinana þar. Þeir réðust þar á lestarstöðina þar sem almennir borgarar voru að reyna að flýja. Og það virðist vera þannig um allt land. Ekki bara hér heldur um allt land að það sé gagngert verið að ráðast á flóttafólk.“
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58 „Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00 Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sjá meira
Sprengingar heyrast í Kænugarði: Í fyrsta sinn sem hann verður var við átökin, segir ljósmyndari Nú fyrir stundu heyrðust tvær miklar sprengingar í miðborg Kænugarðs. Óskar Hallgrímsson ljósmyndari, sem býr í borginni, segist sjá reyk liggja upp frá miðbænum og hvíta rák eins og eftir flugskeyti. 9. mars 2022 11:58
„Fólk í Rússlandi veit ekki að það er stríð í gangi í Úkraínu“ Enn hefur ekki tekist að forða íbúum frá borginni Maríupól, þrátt fyrir fyrirheit um vopnahlé - annan daginn í röð. Þúsundir liggja í valnum og forseti Úkraínu kallar eftir tafarlausu flugbanni yfir landinu. 6. mars 2022 22:00
Húsið hristist eftir öflugar sprengingar í miðborg Kænugarðs Óskar Hallgrímsson, íslenskur ljósmyndari sem búsettur er í Kænugarði, segir að borgin minni á draugaborg. Fregnir af gríðarlangri hergagnalest Rússa sem sögð er stefna í átt að borginni vekur ugg. 2. mars 2022 20:47