Stjórnmálamenn í vinnu fyrir norska sjókvíaeldið Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 11. mars 2022 07:01 Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér á Austfjörðum höfum við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í stöðu framkvæmdastjóra hjá Fiskeldi Austfjarða, en hann er reyndar í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis réð sig síðan beint af þingi og í vinnu hjá fiskeldinu. Það eru sem sagt fjölmargir núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn sem sinna hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin og auðvitað sig sjálfa um leið, menn þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki sérlega heppileg staða þegar kjósendur vita ekki hverra hagsmuna kjörnir fulltrúar þeirra eru að gæta. Hvenær tala þeir fyrir hag fjöldans? Og hvenær tala þeir fyrir eigin hag og vinnuveitenda sinna? Þetta eru spurningar sem vöknuðu til dæmis þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings hafnaði tillögu minnihlutans, VG og Austurlistans, um að samþykkja ályktun um að beðið yrði með leyfisveitingar fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Þó er það tillaga sem Skipulagsstofnun mælir með í áliti sínu um leið og áformin fá reyndar í heild afar neikvæða umsögn. Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa á Seyðisfirði og meirihluti íbúa hefur mótmælt öllum áformum um sjókvíeldi í firðinum og því liggur beint við hversu mikilvægt það er að íbúar fái sæti við borðið og fái að hafa áhrif í gegnum gerð þessa skipulags sem mun hafa mjög mótandi áhrif á framtíð Seyðisfjarðar. Og þá er spurningin: Af hverju vill meirihluti sveitarfélagsins ekki bakka okkur í nærsamfélaginu upp? (Seyðisfjörður varð hluti af Múlaþingi 2020). Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnarinnar hefur gefið út að hann verði ekki í framboði í vor. Forvitnilegt væri að vita hvort hann sé að fara að vinna fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin á svæðinu. Það er eðlileg og sanngjörn spurning í ljósi þess hversu margir stjórnmálamenn. núverandi og fyrrverandi, eru í þeirri stöðu. Yfir til þín Gauti. Höfundur skrifar fyrir hönd Seyðfirðinga í VÁ! - félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér á Austfjörðum höfum við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í stöðu framkvæmdastjóra hjá Fiskeldi Austfjarða, en hann er reyndar í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis réð sig síðan beint af þingi og í vinnu hjá fiskeldinu. Það eru sem sagt fjölmargir núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn sem sinna hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin og auðvitað sig sjálfa um leið, menn þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki sérlega heppileg staða þegar kjósendur vita ekki hverra hagsmuna kjörnir fulltrúar þeirra eru að gæta. Hvenær tala þeir fyrir hag fjöldans? Og hvenær tala þeir fyrir eigin hag og vinnuveitenda sinna? Þetta eru spurningar sem vöknuðu til dæmis þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings hafnaði tillögu minnihlutans, VG og Austurlistans, um að samþykkja ályktun um að beðið yrði með leyfisveitingar fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Þó er það tillaga sem Skipulagsstofnun mælir með í áliti sínu um leið og áformin fá reyndar í heild afar neikvæða umsögn. Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa á Seyðisfirði og meirihluti íbúa hefur mótmælt öllum áformum um sjókvíeldi í firðinum og því liggur beint við hversu mikilvægt það er að íbúar fái sæti við borðið og fái að hafa áhrif í gegnum gerð þessa skipulags sem mun hafa mjög mótandi áhrif á framtíð Seyðisfjarðar. Og þá er spurningin: Af hverju vill meirihluti sveitarfélagsins ekki bakka okkur í nærsamfélaginu upp? (Seyðisfjörður varð hluti af Múlaþingi 2020). Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnarinnar hefur gefið út að hann verði ekki í framboði í vor. Forvitnilegt væri að vita hvort hann sé að fara að vinna fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin á svæðinu. Það er eðlileg og sanngjörn spurning í ljósi þess hversu margir stjórnmálamenn. núverandi og fyrrverandi, eru í þeirri stöðu. Yfir til þín Gauti. Höfundur skrifar fyrir hönd Seyðfirðinga í VÁ! - félags um vernd fjarðar.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun