Stjórnmálamenn í vinnu fyrir norska sjókvíaeldið Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar 11. mars 2022 07:01 Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér á Austfjörðum höfum við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í stöðu framkvæmdastjóra hjá Fiskeldi Austfjarða, en hann er reyndar í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis réð sig síðan beint af þingi og í vinnu hjá fiskeldinu. Það eru sem sagt fjölmargir núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn sem sinna hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin og auðvitað sig sjálfa um leið, menn þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki sérlega heppileg staða þegar kjósendur vita ekki hverra hagsmuna kjörnir fulltrúar þeirra eru að gæta. Hvenær tala þeir fyrir hag fjöldans? Og hvenær tala þeir fyrir eigin hag og vinnuveitenda sinna? Þetta eru spurningar sem vöknuðu til dæmis þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings hafnaði tillögu minnihlutans, VG og Austurlistans, um að samþykkja ályktun um að beðið yrði með leyfisveitingar fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Þó er það tillaga sem Skipulagsstofnun mælir með í áliti sínu um leið og áformin fá reyndar í heild afar neikvæða umsögn. Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa á Seyðisfirði og meirihluti íbúa hefur mótmælt öllum áformum um sjókvíeldi í firðinum og því liggur beint við hversu mikilvægt það er að íbúar fái sæti við borðið og fái að hafa áhrif í gegnum gerð þessa skipulags sem mun hafa mjög mótandi áhrif á framtíð Seyðisfjarðar. Og þá er spurningin: Af hverju vill meirihluti sveitarfélagsins ekki bakka okkur í nærsamfélaginu upp? (Seyðisfjörður varð hluti af Múlaþingi 2020). Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnarinnar hefur gefið út að hann verði ekki í framboði í vor. Forvitnilegt væri að vita hvort hann sé að fara að vinna fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin á svæðinu. Það er eðlileg og sanngjörn spurning í ljósi þess hversu margir stjórnmálamenn. núverandi og fyrrverandi, eru í þeirri stöðu. Yfir til þín Gauti. Höfundur skrifar fyrir hönd Seyðfirðinga í VÁ! - félags um vernd fjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Umhverfismál Sjávarútvegur Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýlega var vakin athygli á því að oddvitar í nokkrum sveitarstjórnum á Vestfjörðum eru í vinnu hjá sjókvíaeldisfyrirtækjunum sem þar starfa. Þetta á við um formann bæjarráðs á Ísafirði, formann bæjarráðs í Bolungarvík og forseta bæjarstjórnar Vesturbyggðar. Hér á Austfjörðum höfum við oddvita Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í stöðu framkvæmdastjóra hjá Fiskeldi Austfjarða, en hann er reyndar í leyfi frá sveitarstjórnarstörfum. Fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og forseti Alþingis réð sig síðan beint af þingi og í vinnu hjá fiskeldinu. Það eru sem sagt fjölmargir núverandi og fyrrverandi stjórnmálamenn sem sinna hagsmunagæslu fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin og auðvitað sig sjálfa um leið, menn þurfa að vinna fyrir kaupinu sínu. Það er ekki sérlega heppileg staða þegar kjósendur vita ekki hverra hagsmuna kjörnir fulltrúar þeirra eru að gæta. Hvenær tala þeir fyrir hag fjöldans? Og hvenær tala þeir fyrir eigin hag og vinnuveitenda sinna? Þetta eru spurningar sem vöknuðu til dæmis þegar meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings hafnaði tillögu minnihlutans, VG og Austurlistans, um að samþykkja ályktun um að beðið yrði með leyfisveitingar fyrir 10.000 tonna sjókvíaeldi í Seyðisfirði þar til vinnu við strandsvæðaskipulag fyrir Austfirði yrði lokið. Þó er það tillaga sem Skipulagsstofnun mælir með í áliti sínu um leið og áformin fá reyndar í heild afar neikvæða umsögn. Mikil andstaða hefur verið meðal íbúa á Seyðisfirði og meirihluti íbúa hefur mótmælt öllum áformum um sjókvíeldi í firðinum og því liggur beint við hversu mikilvægt það er að íbúar fái sæti við borðið og fái að hafa áhrif í gegnum gerð þessa skipulags sem mun hafa mjög mótandi áhrif á framtíð Seyðisfjarðar. Og þá er spurningin: Af hverju vill meirihluti sveitarfélagsins ekki bakka okkur í nærsamfélaginu upp? (Seyðisfjörður varð hluti af Múlaþingi 2020). Oddviti Sjálfstæðisflokksins, Gauti Jóhannesson, forseti sveitarstjórnarinnar hefur gefið út að hann verði ekki í framboði í vor. Forvitnilegt væri að vita hvort hann sé að fara að vinna fyrir sjókvíaeldis fyrirtækin á svæðinu. Það er eðlileg og sanngjörn spurning í ljósi þess hversu margir stjórnmálamenn. núverandi og fyrrverandi, eru í þeirri stöðu. Yfir til þín Gauti. Höfundur skrifar fyrir hönd Seyðfirðinga í VÁ! - félags um vernd fjarðar.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun