Nýtt ár, nýir tímar Sabina Westerholm skrifar 11. mars 2022 17:30 Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og fólk færist gjarnan nær hvort öðru. Til þess að menningarstofnanir geti talist opnar öllum þurfum við að grandskoða bæði starfsemi og innviði. Við eigum að skipuleggja lista- og menningardagskrá okkar þannig að minnihlutahópar og nýir Norðurlandahópar séu sýnilegir, við eigum að leitast til að ná til sem breiðs hóps í gegnum miðlana okkar og framar öllu þá verðum við að gjörbreyta innviðunum í stofnunum okkar og sjá til þess að þeir spegli norrænt þjóðfélag. Kulturanalys Norden sendi frá sér skýrsluna Kultur med olika bakgrund (ísl:menning með ólíkan bakgrunn) árið 2017 en hún sýnir að hugmyndin um fjölbreytileika er til staðar í starfsemi ríkisrekinna menningarstofnana á Norðurlöndunum en nánari athugun sýnir að hlutfall starfsmanna stofnananna sem hafa erlendan bakgrunn er í engu samræmi við hvert hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn er í löndunum á heildina litið. Það starfsfólk sem hefur erlendan bakgrunn hefur oftast nær bakgrunn í vestrænum löndum og hlutföllin eru æ skakkari því hærra upp sem maður kemur í starfsmannapíramídanum og mjög fáir yfirmenn eru með erlendan bakgrunn. (Ó)sýnileikinn innan stofnananna speglast síðan í innihaldi menningardagskrárinnar. Þann tíma sem ég hef búið á Íslandi hef ég hitt þónokkra einstaklinga með erlendan bakgrunn sem starfa við menningu en þeir hafa tjáð mér hversu vonlaus þeim finnst staðan vera. Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og inniviðir markast af tenglsaneti virðist næstum ómögulegt að fá góð atvinnutækifæri. Þrátt fyrir að það virðist ekki vera til nein fyrirliggjandi aðferð til þess að á meðvitaðan hátt ráða bót á þessu ranglæti vill Norræna húsið reyna að brjótast út úr hinu staðbundna samhengi og bjóða upp á breiðara sjónarhorn Laugardaginn 12.mars höldum við snemmbúinn persneskan áramótafögnuð í Norræna húsinu. Á dagskránni er tilraunakennd persnesk tónlist og boðið verður upp á hefðbundinn persneskan hátíðarmat. Við fögnum um leið upphafinu að dagskrá sem hefur það að markmiði að stofna vettvang fjölbreytileika og inngildingar í Norræna húsinu. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Elham Fakouri en dagskráin kemur til með að samanstanda af bæði listrænu innihaldi og samtalsviðburðum. Markmiðið er að dagskráin hjálpi okkur að auka við fjölbreytileikann innan Norræna hússins sem menningarstofnunar en ég vona að í framhaldinu geti hún leitt til aukinnar meðvitundar um þessi mál hjá listasenunni á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2022 hefur hingað til reynst eitt myrkasta ár í manna minnum, við skulum vonast til þess að tími sé kominn á nýtt upphaf. Með ósk um farsælt nýtt ár. Höfundur er forstjóri Norræna hússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Menning Norðurlandaráð Mest lesið Jálisti - góð breyting á lögum um atvinnuréttindi útlendinga Pawel Bartoszek Skoðun Lagt í'ann Ari Traustu Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Vilt þú tillögur stjórnlagaráðs sem grundvöll að stjórnarskrá? Þorkell Helgason Skoðun Engir náttúruverndarsinnar á Alþingi eftir kosningar? Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gjaldfelldu sig í hagnaðarskyni Sigurjón M. Egilsson Skoðun Ennþá svangar Hildur Björnsdóttir Bakþankar Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Vill einhver eiga tvo milljarða? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Heilbrigðisþjónusta í heimabyggð – loksins orðin að veruleika Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Fregnir af dauða gervigreindarinnar eru stórlega ýktar Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hyggst skipta sér af þjóðaratkvæðinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í hættu - aðgerða er þörf Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Sjá meira
Lista- og menningarstofnanir gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki. Rými listarinnar eiga að vera staðir opnir öllum þar sem fólk hefur möguleika á að eiga við og ræða mikilvæg málefni á fordómalausan máta. Í gegnum listir og menningu birtast hlutir okkur í nýju og skýrara ljósi, listir og menning koma umræðum af stað og spyrja spurninga og fólk færist gjarnan nær hvort öðru. Til þess að menningarstofnanir geti talist opnar öllum þurfum við að grandskoða bæði starfsemi og innviði. Við eigum að skipuleggja lista- og menningardagskrá okkar þannig að minnihlutahópar og nýir Norðurlandahópar séu sýnilegir, við eigum að leitast til að ná til sem breiðs hóps í gegnum miðlana okkar og framar öllu þá verðum við að gjörbreyta innviðunum í stofnunum okkar og sjá til þess að þeir spegli norrænt þjóðfélag. Kulturanalys Norden sendi frá sér skýrsluna Kultur med olika bakgrund (ísl:menning með ólíkan bakgrunn) árið 2017 en hún sýnir að hugmyndin um fjölbreytileika er til staðar í starfsemi ríkisrekinna menningarstofnana á Norðurlöndunum en nánari athugun sýnir að hlutfall starfsmanna stofnananna sem hafa erlendan bakgrunn er í engu samræmi við hvert hlutfall íbúa með erlendan bakgrunn er í löndunum á heildina litið. Það starfsfólk sem hefur erlendan bakgrunn hefur oftast nær bakgrunn í vestrænum löndum og hlutföllin eru æ skakkari því hærra upp sem maður kemur í starfsmannapíramídanum og mjög fáir yfirmenn eru með erlendan bakgrunn. (Ó)sýnileikinn innan stofnananna speglast síðan í innihaldi menningardagskrárinnar. Þann tíma sem ég hef búið á Íslandi hef ég hitt þónokkra einstaklinga með erlendan bakgrunn sem starfa við menningu en þeir hafa tjáð mér hversu vonlaus þeim finnst staðan vera. Í litlu samfélagi þar sem allir þekkja alla og inniviðir markast af tenglsaneti virðist næstum ómögulegt að fá góð atvinnutækifæri. Þrátt fyrir að það virðist ekki vera til nein fyrirliggjandi aðferð til þess að á meðvitaðan hátt ráða bót á þessu ranglæti vill Norræna húsið reyna að brjótast út úr hinu staðbundna samhengi og bjóða upp á breiðara sjónarhorn Laugardaginn 12.mars höldum við snemmbúinn persneskan áramótafögnuð í Norræna húsinu. Á dagskránni er tilraunakennd persnesk tónlist og boðið verður upp á hefðbundinn persneskan hátíðarmat. Við fögnum um leið upphafinu að dagskrá sem hefur það að markmiði að stofna vettvang fjölbreytileika og inngildingar í Norræna húsinu. Listrænn stjórnandi dagskrárinnar er Elham Fakouri en dagskráin kemur til með að samanstanda af bæði listrænu innihaldi og samtalsviðburðum. Markmiðið er að dagskráin hjálpi okkur að auka við fjölbreytileikann innan Norræna hússins sem menningarstofnunar en ég vona að í framhaldinu geti hún leitt til aukinnar meðvitundar um þessi mál hjá listasenunni á Íslandi sem og á hinum Norðurlöndunum. Árið 2022 hefur hingað til reynst eitt myrkasta ár í manna minnum, við skulum vonast til þess að tími sé kominn á nýtt upphaf. Með ósk um farsælt nýtt ár. Höfundur er forstjóri Norræna hússins.
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Stafrænt kynferðisofbeldi – jafn alvarlegt og í raunheimum en viðbrögðin minni Drífa Snædal skrifar
Skoðun Hröð húsnæðisuppbygging er forgangsatriði nýs meirihluta í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar