Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim Davíð Bergmann skrifar 18. mars 2022 17:01 Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggingar Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Erum við að búa til bótaþega með því að takast ekki á við vanda ungs fólks? Með sjúkdóms-merkimiða „one way ticket“ inn í tryggingaheim eða inn í heim Tryggingastofnunar. Í byrjun mars kom athyglisverð grein í Fréttablaðinu um stöðu ungmenna hér á landi eftir Eysteinn Eyjólfsson, verkefnastjóra almannatengsla og útgáfumála hjá VIRK „Mikilvægt að sinna ungu fólki sem dettur úr skóla og vinnu“ Það sem ég furða mig á að það eru engin viðbrögð að hálfu hins opinbera og ég hef ekki orðið var við að nokkur hafi almennt sýnt þessu máli áhuga. Ég sendi áskorun á Velferðarnefnd Alþingis um þessar vangaveltur mínar að þetta væri eitthvað sem yrði að bregðast við strax. Svörin voru annað hvort þetta er þekkt vandamál eða „já, við erum alveg að fara kynna nýja áætlun um eitthvað þetta „klassíska!“ Ég tel það grafalvarlegt að ellefu prósent nítján ára einstaklinga hér á landi séu hvorki í skóla né vinnu. Hvar eru þessir krakkar ef þau eru ekki í skóla eða vinnu? Á sama tíma er ekki verið að auka fjárframlög til að mynda til Fjölsmiðjunnar sem er einmitt virkni úrræði fyrir svona einstaklinga. Hvað kostar það þjóðarbúið að gera ekkert? Ef einhvern tímann ætti að auka og styrkja slík úrræði þá er það núna og það mun margborga sig til framtíðar. Það er ekki trúverðugt þegar verið er að væla yfir fjölgun ungra tryggingaþega ef við bregðumst ekki við strax því það er mannanna verk hvernig er komið fyrir þessum einstaklingum og það er mannanna verk að laga þetta og það strax. Er hugsanlegt að við séum farin að sjúkdómsvæða börnin okkar að óþörfu? Það líður ekki sú vika að ekki sé talað um kvíða og þunglyndi hjá ungu fólki hér á landi. Hver orsökin eru get ég ekki sett fingurinn á en þeir sem dirfast að hafa skoðun á því eiga á hættu að vera upphrópaðir og útilokaðir frá umræðunni. Hvort það er samfélagsmiðlum eða einfaldlega hraða samfélagsins um að kenna eða hver er skýringin get ég ekki fullyrt um hér, hins vegar held ég að við höfum farið offari í greiningum og geðlyfjanotkun barna síðustu áratugi. Mig minnir að við séum í öðru sæti á eftir Bandaríkjamönnum í þeirri notkun á heimsvísu. Á þeim árum sem ég hef verið að vinna í þessum vettvangi eða síðan 1994 þegar ég byrjaði Útideildinni sálugu finnst mér við hafa gleymt að leggja áherslu á verklega þætti. Félagsleg einangrun ungs fólks og mótlæti í lífinu verður ekki einungis leyst með því að kafa í naflan á þeim á skrifstofutíma og reka úr þeim garnirnar og gefa lyf þess fyrir utan. Ég held að ég hafi heyrt allar afsakanir veraldar fyrir að fólk geti ekki gert hlutina eða þegar það er verið að biðja um afslátt fyrir að gera ekki hlutina vegna þess að viðkomandi sé með hina og þessa greininguna. Þessa þróun tel ég hættulega og við þurfum að fara snúa okkur aftur til gömlu gildanna og leggja minni áherslu á að leysa allt með pilluáti og endalausum samtölum. Hvernig væri að kenna fólki að vinna? Að þekkja ekki muninn á sléttuskrúfjárni frá stjörnu getur ekki verið góð þróun eða vera algjörlega ósjálfbjarga kannski vegna þess að maður hafi sjúkdómsmerkimiða Þegar ég heyri að það verði að leggja meira í sálfræði þetta eða hitt hugsa ég líka og hvað svo? Það þarf meira. Það verður að vera eitthvað þarna út sem tekur á móti þessum einstaklingum annars er það „one way ticket í heim Tryggingastofnunar“ með greiningu upp á vasann. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun