Sértrúarhópar Halldór Nikulás Lár skrifar 18. mars 2022 15:02 Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Umræða síðustu daga, um trúarofbeldi og sértrúarsöfnuði, er fyrst og fremst mikilvæg til að stöðva ofbeldi af hvaði tagi sem er og okkur ber ávallt að standa með þolendum. En umræðan hefur jafnframt sýnt okkur hversu auðvelt það er að þjarka um hugtök og skilgreiningar. Hér er það orðið „sértrúarsöfnuður“ og langar mig að varpa aðeins ljósi á þá skilgreiningu sem almennt er samþykkt. Guðsþjónustuform safnaða, tónlistin og tjáningin er eitt og markast af hefðinni; löngun eða þörf til að vera í takt við samtímann; og svo einfaldlega smekk hvers og eins. Kennisetningar eru annað mál. Þeir hópar sem halda fram trúarlegum kenningum, sem aðrir hópar ekki þekkja, eða eru á skjön við þeirra eigin, eru gjarnan kallaðir sértrúarhópar. Þetta eru þá minnihlutahópar, sem á einhvern máta eru öðruvísi í sínum trúariðkunum en meirihlutinn. Slíkir hópar kunna að vera sértrúarhópar, sem standa utan við það sem almennt skilgreinir kristna kirkju í heiminum, en þeir eru það ekki endilega. Ef það að standa fyrir utan meirihlutahópinn gerir söfnuð að sértrúarhópi, þá eru allir söfnuðir á Íslandi sértrúarhópar, nema Þjóðkirkjan og kannski 3-4 aðrar lúterskar fríkirkjur. Vandamálið við þessa skilgreiningu er margvíslegt. Lúterskir söfnuðir eru t.d í meirihluta á Íslandi og á heimsvísu nálgast þeir 78 milljónir, en Hvítasunnukirkjan, sem margir álíta sértrúarsöfnuð, telur hins vegar um 300 milljónir meðlima á heimsvísu. Vandamálið við meirihluta-minnihluta skilgreininguna eykst svo til muna þegar við skoðum hvítasunnusöfnuði og karísmatíska fríkirkjusöfnuði heimsins saman, með nær 700 milljónir meðlima (karísmatískir söfnuðir leggja áherslu á verk og gjafir heilags anda í söfnuðinum, eins og hvítasunnusöfnuðir). Samkvæmt þessari skilgreiningu er Hvítasunnukirkjan því alls ekki sértrúarsöfnuður í stóra samhenginu, en það er hins vegar Þjóðkirkjan. Þessi nálgun og flokkun í minnihluta- og meirihlutahópa eftir trúarkenningum er því ekki sú besta til að styðjast við. En það er til félagsleg flokkun og skilgreining á öllum trúarhópum (ekki bara kristnum), sem getur hjálpað hverjum sem vill, að þekkja sértrúarhópa frá öðrum. Félagsvísindaleg nálgun byggir á þeirri forsendu að trúarbrögð séu félagslegt fyrirbæri og verði aðeins skilin í samfélagslegu samhengi. Meredith B. McGuire, sem árið 2008 skrifaði bókina Religion: The social context, fjallar um mismunandi félagslega stöðu trúfélaga, formgerð þeirra og gagnvirk áhrif í samfélagslegu samhengi. Hún tekur þar saman fjóra aðalflokka við félagslega flokkun trúfélaga: kirkju (church), sértrúarhóp (sect), kirkjudeild (denomination) og einstaklingshyggjuhreyfingu (cult). Eingöngu sértrúarhóparnir eru til umræðu hér og eftirfarandi þættir (sumir eða allir) einkenna þessa hópa. Sértrúarhópur álítur sig vera bæði einstakan og lögmætan trúarhóp, með einu réttu leiðina. Þessir hópar eru gjarnan handhafi sannleikans, að minnsta kosti þess hluta sannleikans sem einhverju máli skiptir. Sértrúarhópur hefur „rétta“ kenningu, siðferðisgildi og starfsaðferðir, sem aðrir hafa ekki. Sértrúarhópur á í fremur neikvæðum samskiptum við samfélagsheildina og aðgreinir sig gjarnan frá henni sjálfviljugur. Aðganga að trúfélaginu er hverjum í sjálfsvald sett, svo fremi viðkomandi uppfylli uppsett trúarleg skilyrði og áherslan er á persónuleg samskipti og samheldni. Brottför úr trúfélaginu er oftar en ekki án einhvers áfellisdóms. Náðarvaldið (charisma – vald þess sem stjórnar, forstöðumanns; leiðtoga; safnaðarhirðis osf.), byggir á beinu sambandi við uppsprettuna, gjarnan fyrir hönd safnaðarmeðlima. Þetta vald er bundið við stofnendur hópsins (einstaklinga eða fjölskyldu), en ekki opið embætti innan safnaðarins. Erfitt getur verið fyrir sértrúarhóp að varðveitast til lengdar nema að til komi kerfisbundin endurskipulagning og söfnuðurinn taki breytingum í átt til hefðbundinnar kirkjudeildar eða kirkju með formfestingu náðarvaldsins - að valdið sé ekki eingöngu í höndum stofnanda eða afkomenda, heldur er embætti forstöðu opið öðrum. Dæmi um sértrúarhópaí samfélagslegu samhengi eru: Vottar Jehóva, Amish, Krossinn á ákveðnu tímaskeiði, sumir hvítasunnuhópar og þá hugsanlega smærri íslamskir trúarhópar sem á einhvern hátt aðgreina sig frá hinum stóru og almennu hópum eins og súnní og shía. Höfundur er mann- og trúarbragðafræðingur. Heimildir: McGuire, M. B. (2008). Religion: The social context (5. útgáfa). Long Grove: Waveland Press, Inc. Pétur Pétursson. (2011). Trúmaður á tímamótum: Ævisaga Haralds Níelssonar. Reykjavík. Hið íslenska bókmenntafélag.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun