Garðabær framtíðarinnar Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar 22. mars 2022 09:30 Garðabær er merkilegur bær fyrir margra hluta sakir. Nálægð við náttúruperlur, rík saga, frábærir skólar, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og auðvitað fólkið sjálft eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að fólk velur að búa hér. Það er yndislegt að búa í Garðabæ. Garðabæjarlistinn veit þó að með nýrri og ferskri forgangsröðun má gera bæinn enn betri til framtíðar, fyrir okkur öll. Í Garðabæ framtíðarinnar getur ungt fólk loksins keypt sér húsnæði vegna þess að í bænum eru byggðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk, og þar sem samningar kveða á um hámarkshækkun á endursöluverði munu næstu ungu kaupendur hverrar eignar einnig njóta hagstæðra kjara. Vegna fjölbreyttrar uppbyggingar munu Garðbæingar geta leigt íbúð í sveitarfélaginu eða fengið búseturéttaríbúð, t.d. ef þeir komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn eða ef þeir þurfa að hverfa af húsnæðismarkaði þegar aðstæður fjölskyldna breytast. Uppbygging innviða í Garðabæ framtíðarinnar tekur mið af íbúaþróun og bærinn er meðvitaður um að helstu nauðsynjar og þjónusta á borð við leik- og grunnskóla eiga helst að vera aðgengilegar í fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimilum fólks. Leikskólagjöld eru hófleg og hugað er sérstaklega að félagslegri einangrun ungmenna með sértæku hópastarfi á borð við hinsegin félagsmiðstöð í sérstöku ungmennahúsi. Í Garðabæ framtíðarinnar er tekjum sveitarfélagsins forgangsraðað þannig að uppbygging á fjölbreyttum samgöngum er sett í öndvegi. Börn geta hjólað á öruggum stígum bæjarhluta á milli, fólk getur tekið strætó ef það vill og gangandi vegfarendur á öllum aldri njóta góðs af minni umferðarhraða og aðgreindum hjóla- og göngustígum. Garðbæingar þurfa ekki að nota bílinn sinn frekar en þeir vilja og geta lagt sitt af mörkum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, enda tekur Garðabær fullan þátt í því verkefni að forða mannkyni frá loftslagshamförum. Í Garðabæ framtíðarinnar er fólki sem á þarf að halda tryggt öruggt húsnæði á vegum bæjarins. Uppbygging félagslegra úrræða er ekki lengur nær eingöngu á höndum nágrannasveitarfélaga, heldur tekur Garðabær stoltur þátt í að grípa það fólk sem höllustum fæti stendur, reisa það við og styðja. Í Garðabæ framtíðarinnar er framúrskarandi þjónusta við fatlað fólk og aðgengismál alltaf höfð í huga við framkvæmdir. Bæjarbúar í Garðabæ framtíðarinnar geta verið stoltir af þeirri félagslegu þjónustu sem er veitt. Í Garðabæ framtíðarinnar er Garðatorg blómleg miðstöð menningarlífs og verslunar, þar sem fólk situr úti með drykk á góðviðrisdögum og nýtur samveru með skemmtilegu fólki. Menningarhús Garðabæjar heldur úti fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa og mannlífið blómstrar. Garðabær framtíðarinnar tekur utan um og ýtir undir sérstöðu hverfa sinna, eflir þau og styrkir. Þar fá félagasamtök og íþróttafélög sambærileg framlög og áhuga frá sveitarfélaginu, óháð því hvar þau eru í bænum. Í Garðabæ framtíðarinnar finnum við nefnilega öll að við tilheyrum heildinni og erum samstíga í því að búa til umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum. Garðabæjarlistinn hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að fylgja henni eftir. Við bjóðum Garðbæingum með okkur í þessa vegferð og hlökkum til kosningabaráttunnar sem framundan er. Saman getum við skapað enn betri Garðabæ. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Þorvaldsdóttir Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Garðabær er merkilegur bær fyrir margra hluta sakir. Nálægð við náttúruperlur, rík saga, frábærir skólar, öflugt íþrótta- og æskulýðsstarf og auðvitað fólkið sjálft eru þeir þættir sem vega hvað þyngst í því að fólk velur að búa hér. Það er yndislegt að búa í Garðabæ. Garðabæjarlistinn veit þó að með nýrri og ferskri forgangsröðun má gera bæinn enn betri til framtíðar, fyrir okkur öll. Í Garðabæ framtíðarinnar getur ungt fólk loksins keypt sér húsnæði vegna þess að í bænum eru byggðar hagkvæmar íbúðir fyrir ungt fólk, og þar sem samningar kveða á um hámarkshækkun á endursöluverði munu næstu ungu kaupendur hverrar eignar einnig njóta hagstæðra kjara. Vegna fjölbreyttrar uppbyggingar munu Garðbæingar geta leigt íbúð í sveitarfélaginu eða fengið búseturéttaríbúð, t.d. ef þeir komast ekki inn á húsnæðismarkaðinn eða ef þeir þurfa að hverfa af húsnæðismarkaði þegar aðstæður fjölskyldna breytast. Uppbygging innviða í Garðabæ framtíðarinnar tekur mið af íbúaþróun og bærinn er meðvitaður um að helstu nauðsynjar og þjónusta á borð við leik- og grunnskóla eiga helst að vera aðgengilegar í fimmtán mínútna göngufjarlægð frá heimilum fólks. Leikskólagjöld eru hófleg og hugað er sérstaklega að félagslegri einangrun ungmenna með sértæku hópastarfi á borð við hinsegin félagsmiðstöð í sérstöku ungmennahúsi. Í Garðabæ framtíðarinnar er tekjum sveitarfélagsins forgangsraðað þannig að uppbygging á fjölbreyttum samgöngum er sett í öndvegi. Börn geta hjólað á öruggum stígum bæjarhluta á milli, fólk getur tekið strætó ef það vill og gangandi vegfarendur á öllum aldri njóta góðs af minni umferðarhraða og aðgreindum hjóla- og göngustígum. Garðbæingar þurfa ekki að nota bílinn sinn frekar en þeir vilja og geta lagt sitt af mörkum til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum, enda tekur Garðabær fullan þátt í því verkefni að forða mannkyni frá loftslagshamförum. Í Garðabæ framtíðarinnar er fólki sem á þarf að halda tryggt öruggt húsnæði á vegum bæjarins. Uppbygging félagslegra úrræða er ekki lengur nær eingöngu á höndum nágrannasveitarfélaga, heldur tekur Garðabær stoltur þátt í að grípa það fólk sem höllustum fæti stendur, reisa það við og styðja. Í Garðabæ framtíðarinnar er framúrskarandi þjónusta við fatlað fólk og aðgengismál alltaf höfð í huga við framkvæmdir. Bæjarbúar í Garðabæ framtíðarinnar geta verið stoltir af þeirri félagslegu þjónustu sem er veitt. Í Garðabæ framtíðarinnar er Garðatorg blómleg miðstöð menningarlífs og verslunar, þar sem fólk situr úti með drykk á góðviðrisdögum og nýtur samveru með skemmtilegu fólki. Menningarhús Garðabæjar heldur úti fjölbreyttri dagskrá fyrir alla aldurshópa og mannlífið blómstrar. Garðabær framtíðarinnar tekur utan um og ýtir undir sérstöðu hverfa sinna, eflir þau og styrkir. Þar fá félagasamtök og íþróttafélög sambærileg framlög og áhuga frá sveitarfélaginu, óháð því hvar þau eru í bænum. Í Garðabæ framtíðarinnar finnum við nefnilega öll að við tilheyrum heildinni og erum samstíga í því að búa til umhverfi þar sem allir hafa tækifæri til þess að blómstra á eigin forsendum. Garðabæjarlistinn hefur skýra framtíðarsýn og er tilbúinn til að fylgja henni eftir. Við bjóðum Garðbæingum með okkur í þessa vegferð og hlökkum til kosningabaráttunnar sem framundan er. Saman getum við skapað enn betri Garðabæ. Höfundur er oddviti Garðabæjarlistans fyrir sveitarstjórnarkosningar 14. maí nk.
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar