Vaktin: Úkraínumenn berjast gegn hersveitum Rússa Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Fanndís Birna Logadóttir skrifa 24. mars 2022 14:25 Úkraínskir hermenn í Odessa búa sig undir átök. AP/Petros Giannakouris Leiðtogar Atlantshafsbandalagsins, sjö helstu iðnríkja heims og Evrópusambandsins funduðu í Brussel í dag en þar var ákveðið að auka viðbúnað NATO herja í bandalagsríkjum í austur Evrópu.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, var á leiðtogafundi NATO gegnum fjarfundarbúnað. „Þið getið gefið okkur eitt prósent af flugvélunum ykkar. Eitt prósent af skriðdrekunum ykkar. Eitt prósent. Þið eigið þúsundir orrustuþota en hafið ekki gefið okkur eina,“ sagði hann meðal annars. Leiðtogar NATO, ESB og G7 ríkjanna tilkynntu um stóraukin framlög til mannúðaraðstoðar og hernaðar í Úkraínu að fundi loknum í dag. Í sameiginlegri yfirlýsingu vöruðu G7 ríkin Rússa harðlega við notkun efnavopna. Mannfall í röðum innrásarhersins hefur valdið því að Rússar hafa sent varaliða að landamærum Úkraínu, segja þarlend yfirvöld. Nató telur 7 til 15 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í átökunum á fjórum vikum og 30 til 40 þúsund hafa særst. Talið er að um tíu milljónir Úkraínumanna hafi þurft að flýja heimili sín frá því að innrásin hófst, þar á meðal 4,3 milljónir barna. Uppljóstrari innan rússnesku leyniþjónustunnar segir líkurnar á „innanhúss“ uppreisn gegn Vladimir Pútín Rússlandsforseta aukast með hverri vikunni sem líður. Rússnesk stjórnvöld eru sögð hyggjast vísa bandarískum diplómötum úr landi eftir að Bandaríkjamenn gerðu slíkt hið sama við tólf rússneska sendifulltrúa. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“