Taldir ætla að króa fjórðung úkraínska hersins af í Donbas Samúel Karl Ólason skrifar 24. mars 2022 11:26 Úkraínskir hermenn í Donbas hafa átt í átökum við Rússa og aðskilnaðarsinna í átta ár. Þeir eru sagir vel þjálfaðir og reynslumiklir. Þessi mynd var tekin árið 2019 en lítið er um blaðaljósmyndara á svæðinu þessa dagana EPA/SERGEY VAGANOV Þó hægt hafi á sóknum Rússa á mörgum vígstöðvum Úkraínu, og þeir hafi jafnvel þurft að hörfa undan gagnárásum Úkraínumanna í grennd við Kænugarð og Mykolaiv, hafa Rússar sótt fram í Donbas-héraði. Sú sókn hefur gengið hægt og rólega en hún hefur gengið. Rússar eru taldir ætla sér að króa bróðurpart úkraínska hersins af í héraðinu. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga gerðu þeir einnig árás með aðskilnaðarsinnum í Donbas. Þeir náðu upprunalega góðum árangri en voru seinna meir reknir nokkuð afturábak. Víglínurnar breyttust svo lítið í gegnum árin, þar til Rússar gerðu innrás aftur. Hér má sjá hvernig Donbas-hérað á að skiptast milli Donetsk og Luhansk.Vísir Vilja allt héraðið Skömmu fyrir innrásina lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússland viðurkenndi yfirráðasvæði tveggja fylkinga aðskilnaðarsinna í Donbass sem sjálfstæð lýðveldi. Þau kallast Donetsko og Luhans og Pútín lýsti því yfir að yfirráðasvæði þessara lýðvelda ætti að vera allt Donbas-hérað. Aðskilnaðarsinnarnir stjórnuðu þó einungis um þriðjungi héraðsins. Í greiningu New York Times á hreyfingu víglína í og við Donabs segir að harðir bardagar hafið geysað víða í héraðinu. Samkvæmt frétt Financial Times (áskriftarvefur) er útlit fyrir að Rússar hafi breytt um stefnu í ljósi slæms gengis í Úkraínu og ætli að einbeita sér að Donbas. Fjórðungur hersins í Donbas Talið er að allt að fjörutíu þúsund úkraínskir hermenn, þjálfaðir og reynslumiklir, séu á víglínunni í Donbas. Það myndi samsvarar um fjórðungi af herafla Úkraínu, þegar innrás Rússa hófst fyrir mánuði síðan. Hér má sjá yfirlitskort yfir stöðuna í Úkraínu í gærkvöldi. Today's map includes significant changes due to #Ukrainian counteroffensives over the past two days. The expanded areas of assessed #Russian control in Luhansk are the result of improved data on our end and do not indicate that the Russians have made further gains in recent days. pic.twitter.com/1r9ryU9Wak— ISW (@TheStudyofWar) March 23, 2022 Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Sérfræðingar og embættismenn sem blaðamenn FT ræddu við segja að Rússar virðist hafa sett sér tvö ný markmið. Annað er að umkringja borgir og gera stórskotaliðsárásir á þær, mögulega til að styrkja stöðu sína í viðræðum. Pútín fengi færi á að lýsa yfir sigri Hitt markmiðið er að sigra úkraínska herinn í Maríupól og umkringja úkraínska herinn í Donbas með því að sækja í norður frá Maríupól og í suður frá Kharkív. Það myndi gera Rússum kleift að ná tökum á öllu Donbas-héraði og mynda landbrú frá Krímskaga til Rússlands. Það gæti sömuleiðis dregið úr baráttuvilja Úkraínumanna og gert Rússum fært að beita þeim herafla sem er í austurhluta Úkraínu gegn vörnum Úkraínumanna nærri Kænugarði. Þá gæti sú atburðarás gert Pútín kleift að lýsa yfir sigri heima fyrir í Rússlandi, segjast hafa brotið her Úkraínu á bak aftur og innlimað lýðveldin í Donetsk og Luhansk. Til þessa eru Rússar sagðir notast við sína öflugustu herdeildir til að sækja gegn úkraínska hernum í Donbas. Einn sérfræðingur sagði FT að Rússar hefðu mögulega burði til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur í héraðinu og Rússar virtust hafa aukið samhæfni hersveita á svæðinu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 „Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. 24. mars 2022 06:51 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Saka Rússa formlega um stríðsglæpi: „Að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld hafa formlega lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu með því að ráðast á óbreytta borgara. Hann segir skýr sönnunargögn um að árásir Rússa hafi valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu. 23. mars 2022 19:00 Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Rússar eru taldir ætla sér að króa bróðurpart úkraínska hersins af í héraðinu. Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga gerðu þeir einnig árás með aðskilnaðarsinnum í Donbas. Þeir náðu upprunalega góðum árangri en voru seinna meir reknir nokkuð afturábak. Víglínurnar breyttust svo lítið í gegnum árin, þar til Rússar gerðu innrás aftur. Hér má sjá hvernig Donbas-hérað á að skiptast milli Donetsk og Luhansk.Vísir Vilja allt héraðið Skömmu fyrir innrásina lýsti Vladimír Pútín, forseti Rússlands, því yfir að Rússland viðurkenndi yfirráðasvæði tveggja fylkinga aðskilnaðarsinna í Donbass sem sjálfstæð lýðveldi. Þau kallast Donetsko og Luhans og Pútín lýsti því yfir að yfirráðasvæði þessara lýðvelda ætti að vera allt Donbas-hérað. Aðskilnaðarsinnarnir stjórnuðu þó einungis um þriðjungi héraðsins. Í greiningu New York Times á hreyfingu víglína í og við Donabs segir að harðir bardagar hafið geysað víða í héraðinu. Samkvæmt frétt Financial Times (áskriftarvefur) er útlit fyrir að Rússar hafi breytt um stefnu í ljósi slæms gengis í Úkraínu og ætli að einbeita sér að Donbas. Fjórðungur hersins í Donbas Talið er að allt að fjörutíu þúsund úkraínskir hermenn, þjálfaðir og reynslumiklir, séu á víglínunni í Donbas. Það myndi samsvarar um fjórðungi af herafla Úkraínu, þegar innrás Rússa hófst fyrir mánuði síðan. Hér má sjá yfirlitskort yfir stöðuna í Úkraínu í gærkvöldi. Today's map includes significant changes due to #Ukrainian counteroffensives over the past two days. The expanded areas of assessed #Russian control in Luhansk are the result of improved data on our end and do not indicate that the Russians have made further gains in recent days. pic.twitter.com/1r9ryU9Wak— ISW (@TheStudyofWar) March 23, 2022 Herdeildirnar í Donbas hafa átt í átökum nánast samfleytt í átta ár og hafa fengið umfangsmikla þjálfun frá Bandaríkjamönnum, Bretum og Kanadamönnum. Þá hafa þeir haft átta ár til að undirbúa varnir sínar og eru taldir í góðum varnarstöðum. Sérfræðingar og embættismenn sem blaðamenn FT ræddu við segja að Rússar virðist hafa sett sér tvö ný markmið. Annað er að umkringja borgir og gera stórskotaliðsárásir á þær, mögulega til að styrkja stöðu sína í viðræðum. Pútín fengi færi á að lýsa yfir sigri Hitt markmiðið er að sigra úkraínska herinn í Maríupól og umkringja úkraínska herinn í Donbas með því að sækja í norður frá Maríupól og í suður frá Kharkív. Það myndi gera Rússum kleift að ná tökum á öllu Donbas-héraði og mynda landbrú frá Krímskaga til Rússlands. Það gæti sömuleiðis dregið úr baráttuvilja Úkraínumanna og gert Rússum fært að beita þeim herafla sem er í austurhluta Úkraínu gegn vörnum Úkraínumanna nærri Kænugarði. Þá gæti sú atburðarás gert Pútín kleift að lýsa yfir sigri heima fyrir í Rússlandi, segjast hafa brotið her Úkraínu á bak aftur og innlimað lýðveldin í Donetsk og Luhansk. Til þessa eru Rússar sagðir notast við sína öflugustu herdeildir til að sækja gegn úkraínska hernum í Donbas. Einn sérfræðingur sagði FT að Rússar hefðu mögulega burði til að brjóta varnir Úkraínumanna á bak aftur í héraðinu og Rússar virtust hafa aukið samhæfni hersveita á svæðinu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47 „Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. 24. mars 2022 06:51 Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31 Saka Rússa formlega um stríðsglæpi: „Að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld hafa formlega lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu með því að ráðast á óbreytta borgara. Hann segir skýr sönnunargögn um að árásir Rússa hafi valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu. 23. mars 2022 19:00 Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Sjá meira
Segja Stoltenberg verða ár lengur í embætti Jens Stoltenberg mun framlengja tíð sína sem framkvæmdastjóri NATO um eitt ár en til stóð að hann myndi láta af embætti næsta haust. Ástæðan er ástandið vegna innrásar Rússa í Úkraínu sem hófst fyrir sléttum mánuði. 24. mars 2022 10:47
„Tígris-teymið“ skoðar viðbrögð vegna efna- og kjarnorkuvopnaárása Hvíta húsið hefur kallað saman teymi sérfræðinga á sviði þjóðaröryggismála til að skoða möguleg viðbrögð við því ef Vladimir Pútín Rússlandsforseti grípur til þess að nota efna, lífefna eða kjarnorkuvopn í Úkraínu. 24. mars 2022 06:51
Vaktin: Selenskí segir Úkraínumenn verðskulda aðild að ESB Leiðtogar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í Brussel í dag. Á meðal umræðuefna verður aðkoma Nató að átökunum í Úkraínu og viðskiptaþvinganir.Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 24. mars 2022 06:31
Saka Rússa formlega um stríðsglæpi: „Að ráðast vísvitandi á óbreytta borgara er stríðsglæpur“ Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandarísk stjórnvöld hafa formlega lýst því yfir að rússneskar hersveitir hafi framið stríðsglæpi í Úkraínu með því að ráðast á óbreytta borgara. Hann segir skýr sönnunargögn um að árásir Rússa hafi valdið dauða og eyðileggingu um alla Úkraínu. 23. mars 2022 19:00
Sigurður Ingi sér ekki fyrir sér að biðja Rússa afsökunar Innviðaráðherra sér ekki fyrir sér að biðja rússneska sendiráðið á Íslandi afsökunar á ummælum sem hann lét falla um „illmennin í Kreml“ á flokksþingi Framsóknarflokksins um helgina. Hann muni kannski íhuga það ef Rússar láta af hernaði í Úkraínu. 23. mars 2022 11:28