Vaktin: Kjarnakljúfur varð fyrir tjóni eftir sprengjuárás Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Viktor Örn Ásgeirsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. mars 2022 07:20 Frá Karkív. Myndin er ekki af kjarnakljúfnum sem fjallað er um í fréttinni. MARCUS YAM / LOS ANGELES TIMES via Getty Kjarnakljúfur í borginni Karkív í norðausturhluta Úkraínu hefur orðið fyrir tjóni eftir víðtækar sprengju- og stórskotaliðsárásir Rússa á svæðið. Ekki hefur enn verið hægt að meta umfang tjónsins, þar sem árásir Rússa eru nánast linnualausar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að fyrsti hluta „sérstöku hernaðaraðgerðanna í Úkraínu“ sé meira og minna lokið. Rússland muni nú einblína á að frelsa Donbas-héröðin undan oki Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í heimsókn í Póllandi til að sýna ríkjum Austur-Evrópu stuðning. Hann mun funda með Andrzej Duda forseta Póllands í dag, hitta úkraínska flóttamenn og funda með Rafa Traskowski borgarstjóra Varsjár um viðbrögð borgarinnar við flóttamannastrauminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 1.081 almennur borgari hafi látið lífið í átökunum og 1.707 særst. SÞ segir þó að þessar tölur séu að öllum líkindum mun hærri í raunveruleikanum. Yfirvöld í Úkraínu hafa þá lýst því yfir að 136 börn hafi fallið í átökunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær innleiðingu lagasetningar sem kveður á um að hver sá sem birti „falskar upplýsingar“ um aðgerðir Rússlands utan landssteinanna eigi yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist. Rússneska kauphöllin fær að opna aftur á mánudag eftir að hafa verið lokuð í heilan mánuð. Ákvörðun Seðlabankans um það markar stórt skref fyrir Rússa.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Rússneska varnarmálaráðuneytið hefur lýst því yfir að fyrsti hluta „sérstöku hernaðaraðgerðanna í Úkraínu“ sé meira og minna lokið. Rússland muni nú einblína á að frelsa Donbas-héröðin undan oki Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti er í heimsókn í Póllandi til að sýna ríkjum Austur-Evrópu stuðning. Hann mun funda með Andrzej Duda forseta Póllands í dag, hitta úkraínska flóttamenn og funda með Rafa Traskowski borgarstjóra Varsjár um viðbrögð borgarinnar við flóttamannastrauminum. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest að 1.081 almennur borgari hafi látið lífið í átökunum og 1.707 særst. SÞ segir þó að þessar tölur séu að öllum líkindum mun hærri í raunveruleikanum. Yfirvöld í Úkraínu hafa þá lýst því yfir að 136 börn hafi fallið í átökunum. Vladimír Pútín Rússlandsforseti staðfesti í gær innleiðingu lagasetningar sem kveður á um að hver sá sem birti „falskar upplýsingar“ um aðgerðir Rússlands utan landssteinanna eigi yfir höfði sér fimmtán ára fangelsisvist. Rússneska kauphöllin fær að opna aftur á mánudag eftir að hafa verið lokuð í heilan mánuð. Ákvörðun Seðlabankans um það markar stórt skref fyrir Rússa.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Mest lesið Svandís stígur til hliðar Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira