Samskiptaóreiða sögð hafa kostað Rússa mikið Samúel Karl Ólason skrifar 28. mars 2022 11:54 Rússneskir hermenn á ferðinni í Volnovakha. Getty/Sefa Karacan Leiðtogar rússneskra hersveita í Úkraínu hafa að miklu leyti notast við samskiptabúnað sem er ekki dulkóðaður. Má þar nefna farsíma og talstöðvar sem hver sem er getur hlustað á. Þetta hefur kostað Rússa verulega þar sem ætlanir þeirra og staðsetningar hafa verið aðgengilegar. Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Úkraínumenn hafa nýtt sér það í árásir á sveitir Rússa Einn sérfræðingur sagði Washington Post að vísbendingar bentu til þess að Bandaríkin og önnur ríki Atlantshafsbandalagsins hefðu útvegað Úkraínumönnum búnað til að trufla talstöðvarsendingar Rússa. Búnað sem einnig sé hægt að nota til að finna uppruna útsendinga og gera þannig árásir á stjórnstöðvar Rússa í Úkraínu. New York Times sagði frá því fyrr í innrásinni að minnst einn rússneskur herforingi hafi verið felldur í loftárás eftir að Úkraínumenn hleruðu farsíma hans. Þessi vandi á ekki við allar hersveitir Rússa. Margar eru vel búnar samskiptabúnaði og sýna meiri aga. Með því að ráðast á sendingarstöðvar Rússa geta Úkraínumenn þar að auki þvingað rússneska hermenn til að notast við opinn samskiptabúnað og auka líkurnar á því að hægt sé að hlusta á samskipti þeirra eða finna þá sem eiga í samskiptum. Mörgu um að kenna Áðurnefndur sérfræðingur, sem heitir Kostas Tigkos, sagði WP einni að Rússar hefðu gert átak í samskiptabúnaði herafla ríkisins á undanförnum áratugum. Vandamálið sneri að miklu leyti að aga, undirbúningi, þjálfun og skipulagi. Það væri eitt að þróa góða talstöð sem virkar vel. Það væri þó allt annað að nota þá talstöð, byggja samskiptanet og samhæfa umfangsmikla hernaðaraðgerð. Úkraínumenn hafa einnig hlerað samtöl rússneskra hermanna við fjölskyldumeðlimi sína í Rússlandi. Þá hafa borist fregnir af því að Úkraínumenn hafi jafnvel hringt í rússneska hermenn og hvatt þá til að gefast upp. Það hafa áhugamenn um talstöðvar gert einnig. Þeir hafa hlustað á samskipti rússneskra hermanna, truflað samtöl þeirra, hvatt þá til að gefast upp og fara aftur til Rússlands. Hér að neðan má sjá ítarlega greiningu New York Times á vandamálum Rússa og hlusta á samskipti hermanna á milli.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland NATO Hernaður Tengdar fréttir Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46 Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00 Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Sjá meira
Vaktin: Rússum gengur hægt við Kænugarð og skólar hefja kennslu á ný Skólar í Kænugarði munu „opna“ í dag en öll kennsla fer fram um netið. Frá þessu greindi borgarstjórinn Vitali Klitschko á Telegram í gær. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 28. mars 2022 06:46
Til í að gera málamiðlanir en vill hafa þjóðina með í ráðum Úkraínsk stjórnvöld eru tilbúin að skoða möguleikann á hlutleysi ríkisins og gera málamiðlanir varðandi yfirráð sín í Donbas, í austurhluta landsins, sem hluta af friðarviðræðum við Rússa. Þetta segir forseti Úkraínu, Volodímír Selenskí. 27. mars 2022 23:00
Kynferðisofbeldi og pyndingar í busavígslu rússneska hersins Sérfræðingar segja ljóst að liðsandi innan rússneska hersins fari ört versnandi. Um tuttugu og fimm prósent af her Rússa séu karlmenn á tvítugsaldri sem séu margir ungir og óreyndir. Þá sé algengt að nýliðar í hernum séu beittir kynferðisofbeldi og pyndingum í „busavígslu.“ 27. mars 2022 16:01