Fjórir lífeyrissjóðir meðal sex stærstu hluthafa Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2022 13:00 Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins er annar stærstu hluthafinn í Íslandsbanka eftir útboð í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group er ekki lengur annar stærsti hluthafi Íslandsbanka heldur Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins með 5,23 prósenta hlut. Áætlað er að Bankasýsla ríkisins birti uppgjör á útboði ríkisins á hlut í Íslandsbanka í dag. Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti í bankanum en verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjögur prósentum lægra en markaðsgengi. Í morgun var verðið níu prósentum hærra. Greinendur á markaði sem fréttastofa ræddi við í síðustu viku gagnrýndu verðið í útboðinu vegna umfram eftirspurnarinnar þar sem ekki hafi verið farið eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar sem gjarnan er sagt ríkja á hlutabréfamörkuðum. Fjármálaráðherra sagði á móti að mjög gott verð hefði fengist fyrir bankann og minni afsláttur hefði verið gefinn en í sambærilegum útboðum erlendis. Fram hefur komið að þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda hafi keypt hluti í útboðinu. Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna. Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Fram hefur komið að aðeins hæfir fjárfestar hafi fengið að kaupa í útboðinu en Fjármálaeftirlitið heldur utan viðmið um hverjir séu hæfir fjárfestar. Nokkur breyting varð á stærstu hluthöfum bankans eftir útboðið. Nú er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annar stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Gildi lífeyrissjóður sá þriðji og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group í fjórða sæti en var annar stærsti fyrir útboðið. Allir eru með yfir fimm prósenta hlut í bankanum en voru áður með um og yfir þrjú prósent. Fram hefur komið að Bankasýsla ríkisins muni síðar í dag birta uppgjör eftir útboðið en engar upplýsingar fengust þaðan í morgun. Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Veruleg umframeftirspurn var í útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í síðustu viku. Alls buðu 430 fjárfestar í 450 milljón hluti í bankanum en verð á hverjum hlut var 117 krónur eða fjögur prósentum lægra en markaðsgengi. Í morgun var verðið níu prósentum hærra. Greinendur á markaði sem fréttastofa ræddi við í síðustu viku gagnrýndu verðið í útboðinu vegna umfram eftirspurnarinnar þar sem ekki hafi verið farið eftir lögmáli framboðs og eftirspurnar sem gjarnan er sagt ríkja á hlutabréfamörkuðum. Fjármálaráðherra sagði á móti að mjög gott verð hefði fengist fyrir bankann og minni afsláttur hefði verið gefinn en í sambærilegum útboðum erlendis. Fram hefur komið að þrír svokallaðir stjórnendur eða nákomnir aðilar stjórnenda hafi keypt hluti í útboðinu. Ríkharður Daðason, fjárfestir og fyrrverandi atvinnumaður í fótbolta, keypti fyrir tæpar 27 milljónir króna. Ríkharður er sambýlismaður Eddu Hermannsdóttur, markaðs- og samskiptastjóra bankans. Ari Daníelsson, stjórnarmaður í Íslandsbanka, keypti fyrir tæpar 55 milljónir króna og Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri fyrirtækja og fjárfestasviðs, fyrir rúmar 11 milljónir. Fram hefur komið að aðeins hæfir fjárfestar hafi fengið að kaupa í útboðinu en Fjármálaeftirlitið heldur utan viðmið um hverjir séu hæfir fjárfestar. Nokkur breyting varð á stærstu hluthöfum bankans eftir útboðið. Nú er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins annar stærsti hluthafinn á eftir ríkinu. Gildi lífeyrissjóður sá þriðji og bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Capital Group í fjórða sæti en var annar stærsti fyrir útboðið. Allir eru með yfir fimm prósenta hlut í bankanum en voru áður með um og yfir þrjú prósent. Fram hefur komið að Bankasýsla ríkisins muni síðar í dag birta uppgjör eftir útboðið en engar upplýsingar fengust þaðan í morgun.
Íslenskir bankar Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Lífeyrissjóðir Kauphöllin Tengdar fréttir Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15 Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42 Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02 Mest lesið Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Sjá meira
Tilboð frá 430 fjárfestum og minni afsláttur en í samskonar útboðum Meginþorri verðbréfasjóða, fjársterkra einstaklinga og tryggingafélög, sem voru metnir langtímafjárfestar af hálfu Bankasýslunnar, fengu úthlutað bréfum í Íslandsbanka sem nam yfir 40 prósentum af þeirri upphæð sem þeir skráðu sig fyrir í lokuðu útboði til fagfjárfesta sem lauk í gærkvöldi þegar ríkið seldi 22,5 prósenta hlut fyrir 53 milljarða. 23. mars 2022 20:15
Kallar eftir afsögn fjármálaráðherra vegna afsláttar á söluverði Formaður VR gagnrýnir harðlega að hlutur ríkisins í Íslandsbanka hafi ekki verið seldur á markaðsvirði og kallar eftir afsögn fjármálaráðherra. 23. mars 2022 18:42
Óánægja með að fagfjárfestar hafi fengið afslátt Mikil umfram eftirspurn var í fagfjárfesta útboði Bankasýslu ríkissins á tæplega fjórðungs á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Verð á hvern hlut til fagfjárfesta er um 10 prósent lægra en gengi dagsins í Kauphöll nú í morgun og um 4 prósent lægra en í gær. Óánægju gætir með afsláttinn og úthlutun á hlutum. 23. mars 2022 12:02