„Sigríður, þetta er dálítið ljótt“ Snorri Másson skrifar 29. mars 2022 09:00 Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir að stríðinu gegn fíkniefnum hafi verið tapað um allan heim - og að fara þurfi nýjar leiðir - en að fyrirliggjandi hugmyndir um afglæpavæðingu neysluskammta séu ekki leiðin út úr núverandi vanda. Hart var tekist á um áfengi og önnur fíkniefni í Íslandi í dag í gær, þar sem Sigríður var gestur ásamt Kára Stefánssyni lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Horfa má á þáttinn hér að ofan. Lýðskrum og sýndarmennska að fara þessa leið Enda þótt Sigríður aðhyllist að eigin sögn frelsi í víðum skilningi í fíkniefnamálum, er afglæpavæðing í smáum skrefum ekki endilega lausnin að hennar mati, eins og stjórnvöld hafa boðað. „Mér finnst að þarna sé verið að nota í rauninni veikindi fólks sem einhvers konar trójuhest til að gera fíkniefni í raun frjáls hér á landi. Ég held að nái svona frumvarp fram að ganga sé hætta á að verið sé að normalísera svona notkun almennt og að fólk fari að líta á þessa neysluskammta sem hættulausa,“ segir Sigríður. „Ég held að þetta sé örlítið lýðskrum, sýndarmennska, hjá fólki sem raunverulega vill segja að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað, að við eigum því að fara aðrar leiðir, en þorir ekki að gera það,“ segir Sigríður. Þessu svaraði Kári: „Sko, Sigríður, þetta er dálítið ljótt. Þetta fólk hefur kannski aðra skoðun en þú, en það er engin ástæða til að ætla að það sé ekki einlægt í vilja sínum til að breyta afstöðunni til fíknisjúkdóma.“ Sigríður Andersen og Kári Stefánsson eru ósammála um áform um afglæpavæðingu fíkniefna; og sömuleiðis um þrálátt deiluefni, afnám einokunarverslunar með áfengi.Vísir/Vilhelm Sigríður: „Ég held að það væri hægt að hjálpa sjúklingum og fíklum miklu betur með annars konar útfærslu ef menn vilja beita lögum. En þó fyrst og fremst með því að auka aðstoð og þjónustu við þetta fólk, það held ég að skipti máli og þetta frumvarp gengur ekki út á það.“ Kári kveðst telja það mjög mikilvægt að ganga frá því sem allra fyrst að gera neysluskamma löglega, þótt hann skilji vanda lögreglunnar í tengslum við það. „Ríkisrekna heilbrigðiskerfið hefur ýtt fíknisjúkdómum frá sér vegna þess að fram til dagsins í dag hafa fíknisjúkdómar verið höndlaðir eins og vond hegðun sem eigi ekki heima innan um aðra sjúkdóma. Að taka þessu eins og þetta sé slæm hegðun, eins og þetta sé lögbrot, það er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Kári. Ríkið sé að auka aðgengi að áfengi ÁTVR hefur legið undir ámæli að undanförnu, meðal annars vegna málsókna á hendur vefverslana með áfengi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi sagst vilja standa fyrir afnámi ríkiseinokunar í áfengisverslun, en þar hefur lítið gerst. Sigríður segir að hún hefði ráðist beint í að afnema ríkiseinokunina ef hún hefði verið fjármálaráðherra og hún telur smá skref stjórnvalda nú, eins og tilraunir til að breyta lögum um brugghús og vefverslanir, ekki duga. Aftur, segir Sigríður, sýndarmennska: „Vandinn liggur í því að ríkið er í þessari sölu. Ríkið hefur ekki gert annað síðustu áratugi en að auka aðgengi að áfengi með fjölgun útsölustaða, víðari verslunartíma og þar fram eftir götum. Ég segi: Við getum haft stjórn á fíknivandanum þótt einkaaðilar sjái um að selja flöskuna yfir borðið.“ Kári er aftur á móti á þeirri skoðun að minna aðgengi sé alfarið af hinu góða; og að áfengisflöskur í matvöruverslunum geti steypt óvirkum fíklum fram af brúninni. Einföld spurning, Kári, telurðu að ég ætti að geta keypt vínflösku úti í búð klukkan sjö á sunnudegi? „Nei.“ Fíkniefnabrot Fíkn Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hart var tekist á um áfengi og önnur fíkniefni í Íslandi í dag í gær, þar sem Sigríður var gestur ásamt Kára Stefánssyni lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Horfa má á þáttinn hér að ofan. Lýðskrum og sýndarmennska að fara þessa leið Enda þótt Sigríður aðhyllist að eigin sögn frelsi í víðum skilningi í fíkniefnamálum, er afglæpavæðing í smáum skrefum ekki endilega lausnin að hennar mati, eins og stjórnvöld hafa boðað. „Mér finnst að þarna sé verið að nota í rauninni veikindi fólks sem einhvers konar trójuhest til að gera fíkniefni í raun frjáls hér á landi. Ég held að nái svona frumvarp fram að ganga sé hætta á að verið sé að normalísera svona notkun almennt og að fólk fari að líta á þessa neysluskammta sem hættulausa,“ segir Sigríður. „Ég held að þetta sé örlítið lýðskrum, sýndarmennska, hjá fólki sem raunverulega vill segja að stríðið gegn fíkniefnum sé tapað, að við eigum því að fara aðrar leiðir, en þorir ekki að gera það,“ segir Sigríður. Þessu svaraði Kári: „Sko, Sigríður, þetta er dálítið ljótt. Þetta fólk hefur kannski aðra skoðun en þú, en það er engin ástæða til að ætla að það sé ekki einlægt í vilja sínum til að breyta afstöðunni til fíknisjúkdóma.“ Sigríður Andersen og Kári Stefánsson eru ósammála um áform um afglæpavæðingu fíkniefna; og sömuleiðis um þrálátt deiluefni, afnám einokunarverslunar með áfengi.Vísir/Vilhelm Sigríður: „Ég held að það væri hægt að hjálpa sjúklingum og fíklum miklu betur með annars konar útfærslu ef menn vilja beita lögum. En þó fyrst og fremst með því að auka aðstoð og þjónustu við þetta fólk, það held ég að skipti máli og þetta frumvarp gengur ekki út á það.“ Kári kveðst telja það mjög mikilvægt að ganga frá því sem allra fyrst að gera neysluskamma löglega, þótt hann skilji vanda lögreglunnar í tengslum við það. „Ríkisrekna heilbrigðiskerfið hefur ýtt fíknisjúkdómum frá sér vegna þess að fram til dagsins í dag hafa fíknisjúkdómar verið höndlaðir eins og vond hegðun sem eigi ekki heima innan um aðra sjúkdóma. Að taka þessu eins og þetta sé slæm hegðun, eins og þetta sé lögbrot, það er fyrir neðan allar hellur,“ sagði Kári. Ríkið sé að auka aðgengi að áfengi ÁTVR hefur legið undir ámæli að undanförnu, meðal annars vegna málsókna á hendur vefverslana með áfengi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lengi sagst vilja standa fyrir afnámi ríkiseinokunar í áfengisverslun, en þar hefur lítið gerst. Sigríður segir að hún hefði ráðist beint í að afnema ríkiseinokunina ef hún hefði verið fjármálaráðherra og hún telur smá skref stjórnvalda nú, eins og tilraunir til að breyta lögum um brugghús og vefverslanir, ekki duga. Aftur, segir Sigríður, sýndarmennska: „Vandinn liggur í því að ríkið er í þessari sölu. Ríkið hefur ekki gert annað síðustu áratugi en að auka aðgengi að áfengi með fjölgun útsölustaða, víðari verslunartíma og þar fram eftir götum. Ég segi: Við getum haft stjórn á fíknivandanum þótt einkaaðilar sjái um að selja flöskuna yfir borðið.“ Kári er aftur á móti á þeirri skoðun að minna aðgengi sé alfarið af hinu góða; og að áfengisflöskur í matvöruverslunum geti steypt óvirkum fíklum fram af brúninni. Einföld spurning, Kári, telurðu að ég ætti að geta keypt vínflösku úti í búð klukkan sjö á sunnudegi? „Nei.“
Fíkniefnabrot Fíkn Áfengi og tóbak Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46 Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51
Vill fara mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg Fjármálaráðherra telur að fara þurfi mjög varlega í að segja að fíkniefni séu lögleg á Íslandi. Innviðaráðherra segir ekki ráðlegt að ráðast í afglæpavæðingu neysluskammta áður en önnur úrræði séu líka tilbúin. 26. mars 2022 18:46
Stefnir á að frumvarp um afglæpavæðingu verði á dagskrá í haust Heilbrigðisráðherra segir að frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta hafi verið sett á bið því að starfshópur sem fer fyrir málinu treystir sér ekki til að klára sín störf fyrir fyrsta apríl. Hann reiknar með að leggja fram betrumbætt frumvarp fyrir þingið í haust. Hann segist hlynntur refsileysi en að fíkniefni verði gerð upptæk finnist þau á fólki. 22. mars 2022 22:51