Frían mat í grunnskóla Kópavogs Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar 29. mars 2022 07:31 Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Viðreisn Grunnskólar Mest lesið Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Viðreisn í Kópvogi vill að börn fái frían mat í grunnskólum. Heitur matur í hádeginu, ávextir og grænmeti er mikilvægt lýðheilsumál og mikilvæg forgangsröðun í þágu velferða. Það kostar hins vegar peninga og hvar ætlum við að fá þá? Það er hægt með því að endurskoða fyrirkomulag innkaupa hjá Kópavogsbæ. Ekki bara í matarinnkaupum heldur í innkaupum og útboðsmálum almennt hjá sveitarfélaginu. Fyrstu skrefin hafa þegar verið tekin með umfangsmikilli heildarstefnumótun bæjarins og breytingum á skipuriti þar sem tekið er mið af Heimsmarkmiðunum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Endurskipulagning innkaupamála gefur tækifæri til að forgangsraða betur í þágu barna. Ábyrgur rekstur Í úttekt um skipulag innkaupa sem gerð var kom í ljós að hægt væri að spara allt að 10% í rekstrarinnkaupum með því að endurskipuleggja framkvæmd innkaupa og setja á stefnumiðuð innkaup í miðstýrðu skipulagi. Með skýrara eftirliti væri unnt að spara 2-3% í viðbót. Kópavogsbær kaupir inn vörur og þjónustu fyrir 6 milljarða á ári. Þegar um slíkar upphæðir er að tefla fer hver prósenta að skipta miklu máli. Matarinnkaup í níu grunnskólum bæjarins námu 314 milljónum og 578 milljónum ef leikskólar og félagsmiðstöðvar eldri borgara eru meðtaldar. Stefnumiðuð innkaup leiða til þess að kakan stækkar og meira verður eftir fyrir okkur öll. Kjörnir fulltrúar sem bera ábyrgð á stefnumótun og framkvæmd verkefna í bænum þurfa að leggja sig fram um að forgangsraða meira í þágu barna og ná árangri á því sviði. Það mætti hugsa sér að hrinda hugmyndinni í framkvæmd í nokkrum þrepum, byrja á yngsta stiginu og svo koll af kolli uns kakan er nógu stór þannig að öll börn séu vel nærð á skólatíma til að þeim líði vel. Matur er stór þáttur í lýðheilsu Viðreisn í Kópavogi vill til viðbótar móta matarstefnu fyrir grunnskólana í samráði við börn og allt skólasamfélagið þar sem horft verði til fjölbreytileika þeirrar fæðu sem boðið er upp á, kolefnisspor matvæla verði tekið með í reikninginn, dregið verði úr matarsóun og hringrásarhagkerfið verði okkar leiðarljós. Næring barna leggur grunninn að fæðuvenjum síðar meir og þar spila skólarnir stórt hlutverk. Mataræði hefur áhrif á líðan og heilsu bæði til skamms og langs tíma litið. Ég veit að skólar í Kópavogi eru til fyrirmyndar er kemur að matarmálum, en saman getum við gert betur. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun