„Það stenst enginn þetta augnaráð“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. apríl 2022 13:28 Við fengum að klappa Gaur í gær, sem er ekki á eiginlegri vakt þegar hann er ekki í leiðsögubeisli sínu. Þá er hann venjulegur hundur. vísir Það mun vanta sjö leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta á landinu á næstu árum. Við hittum Kela, eiganda leiðsöguhunds, í miðbæ Reykjavíkur í gær sem lýsti afar nánu sambandi sínu við besta vin sinn - Gaur. Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli. Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira
Lionshreyfingin á Íslandi selur nú rauðu fjöðrina svokölluðu í samstarfi við Blindrafélagið til að tryggja framboð af leiðsöguhundum hér á landi. Þeir eru nú 12 talsins en ljóst er að hér vantar um sjö til viðbótar, hið minnsta, á næstu árum. Þeir félagar Þorkell Jóhann Steindal og leiðsöguhundur hans Gaur voru staddir niðri í miðbæ í gær til að selja fjöðrina. Við spjölluðum við þá fyrir Kvöldfréttir Stöðvar 2, sem er hægt að sjá hér að neðan: Leiðsöguhundar þurfa að fara í gegn um langa og stranga þjálfun í Svíþjóð áður en þeir koma til landsins og það kostar sitt. „Fyrsta ár ævi sinnar eru þeir hjá fósturfjölskyldu þar sem þeir læra guðsótta og góða siði hjá heilbrigðum sænskum fjölskyldum og svo fara þeir í bara svona eins og heimavistarskóli fyrir hunda,“ útskýrir Þorkell, eða Keli, fyrir okkur. Keli segir svakalegt að fylgjast með áhrifum leiðsöguhunda á eigendur sína. vísir Og þar eru hundarnir annað ár áður en þeir fá loks að koma til Íslands, tveggja ára gamlir, og taka til starfa. Fólki líður betur og fær meira sjálfstraust Keli segir hundana þó gegna fjölþættara hlutverki en að vísa fólki veginn. Þeir eru nefnilega ansi góður félagsskapur. „Ég hef nú orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með notendum fá hundana sína og góðu áhrifin sem þessi kvikindi hafa á fólk, það er bara magnað,“ segir Þorkell. „Fólki líður betur, það fær meira sjálfstraust og svo eru þetta svo yndisleg kvikindi að þau verða svona til þess að auka verulega á tíðni jákvæðra samskipta við nærumhverfi manns og annað fólk,“ segir hann. Fólk átti erfitt með að segja nei við Gaur í gær. vísir Þeim Kela og Gaur hefur gengið ansi vel að selja rauðu fjöðrina Það er nefnilega ekki verra að vera með krúttlegan hund þegar á að sannfæra fólk. „Við höfum svoldið klínt út með þessu ef fólk á erfitt með að ákveða sig. Sagt bara: Áður en þú ákveður þig horfðu þá í augun á þessum hundi. Það stenst enginn þetta augnaráð,“ segir Keli.
Dýr Reykjavík Hundar Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Fleiri fréttir Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Sjá meira