Skandall ef Afturelding kemst ekki í úrslitakeppnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2022 14:30 Gunnar Magnússon og strákarnir hans í Aftureldingu þurfa að hafa sig alla við til að halda sæti sínu í úrslitakeppninni. vísir/vilhelm Jóhanni Gunnari Einarssyni þykir leiðinlegt að sjá hvernig komið er fyrir Aftureldingu, hans gamla liði. Theodór Ingi Pálmason segir það skandal ef Mosfellingar komast ekki í úrslitakeppnina. Afturelding steinlá fyrir Val, 18-26, í 20. umferð Olís-deildar karla á föstudaginn. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik gekk ekkert upp hjá Mosfellingum sem skoruðu þá aðeins átta mörk. Afturelding hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu fimm leikjum og Mosfellingar eiga nú á hættu að missa af úrslitakeppninni. Þeir eru bara tveimur stigum á undan Gróttu sem er í 9. sætinu. „Þeir skoruðu 5-6 mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik og þar af voru fjögur úr vítum. Þetta var eitthvað fáránlegt. Þeir eru í 8. sæti. Við spáðum þeim rosalega góðu gengi enda með frábæran mannskap,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni. „Ég gæti talað endalaust því ég ber miklar tilfinningar til Afturelding og þykir mjög vænt um þetta félag. Það var svo mikill uppgangur og mikið í gangi þarna. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað slakað á. Þeir eru alltaf vakandi á leikmannamarkaðnum og fá toppþjálfara.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson var miðpunkturinn í sóknarleik Aftureldingar fyrir áramót, áður en Haukar kölluðu hann til baka úr láni. „Þeir eru ekki með miðjumann. Eftir á var það sniðugt að setja Guðmund Braga í svona stórt hlutverk ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa hann. Þeir eru bara með þrjár skyttur og gegn Val var ekkert í gangi. Þetta var átakanlega lélegt í seinni hálfleik,“ sagði Jóhann Gunnar. Theodór Ingi Pálmason segir að það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Afturelding missir af sæti í úrslitakeppninni. „Það er margt rosalega skrítið í þessu og þetta tímabil vonbrigði. Og ég ætla bara að segja það að ef þeir fara ekki úrslitakeppnina með þennan hóp er það skandall,“ sagði Theodór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Tengdar fréttir „Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
Afturelding steinlá fyrir Val, 18-26, í 20. umferð Olís-deildar karla á föstudaginn. Valsmenn voru tveimur mörkum yfir í hálfleik, 10-12, en í seinni hálfleik gekk ekkert upp hjá Mosfellingum sem skoruðu þá aðeins átta mörk. Afturelding hefur aðeins fengið þrjú stig í síðustu fimm leikjum og Mosfellingar eiga nú á hættu að missa af úrslitakeppninni. Þeir eru bara tveimur stigum á undan Gróttu sem er í 9. sætinu. „Þeir skoruðu 5-6 mörk á tuttugu mínútum í seinni hálfleik og þar af voru fjögur úr vítum. Þetta var eitthvað fáránlegt. Þeir eru í 8. sæti. Við spáðum þeim rosalega góðu gengi enda með frábæran mannskap,“ sagði Jóhann Gunnar í Seinni bylgjunni. „Ég gæti talað endalaust því ég ber miklar tilfinningar til Afturelding og þykir mjög vænt um þetta félag. Það var svo mikill uppgangur og mikið í gangi þarna. En það er ekki eins og þeir hafi eitthvað slakað á. Þeir eru alltaf vakandi á leikmannamarkaðnum og fá toppþjálfara.“ Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Guðmundur Bragi Ástþórsson var miðpunkturinn í sóknarleik Aftureldingar fyrir áramót, áður en Haukar kölluðu hann til baka úr láni. „Þeir eru ekki með miðjumann. Eftir á var það sniðugt að setja Guðmund Braga í svona stórt hlutverk ef þeir vissu að þeir ættu á hættu að missa hann. Þeir eru bara með þrjár skyttur og gegn Val var ekkert í gangi. Þetta var átakanlega lélegt í seinni hálfleik,“ sagði Jóhann Gunnar. Theodór Ingi Pálmason segir að það yrðu gríðarleg vonbrigði ef Afturelding missir af sæti í úrslitakeppninni. „Það er margt rosalega skrítið í þessu og þetta tímabil vonbrigði. Og ég ætla bara að segja það að ef þeir fara ekki úrslitakeppnina með þennan hóp er það skandall,“ sagði Theodór. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Tengdar fréttir „Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23 Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04 Mest lesið Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Íslenski boltinn Rooney segir tölvuspil hafa hjálpað Man Utd á sínum tíma Enski boltinn Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Íslenski boltinn „Eins og í lífinu er kastað í þig allskonar skít“ Fótbolti Dagskráin í dag: Glódís Perla, Besta kvenna gerð upp, VARsjáin og Lokasóknin Sport „Fannst við klárlega með miklu fleiri og betri færi“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn Kári Kristján semur við Þór Akureyri Handbolti Rauðu djöflarnir geta ekki nýtt færin Enski boltinn Bonmatí vann þriðja árið í röð Fótbolti Fleiri fréttir Kári Kristján semur við Þór Akureyri Markahæstur í vetur og nálgast ellefu hundruð mörkin í þýsku deildinni Guðmundur rekinn frá Fredericia Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Sjá meira
„Seinni hálfleikur með því slakasta sem ég hef séð“ Afturelding tapaði fyrir Val 18-26. Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var afar svekktur með síðari hálfleik liðsins og fannst honum Afturelding einfaldlega brotna. 1. apríl 2022 21:23
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Valur 18-26| Níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum Valur vann öflugan útisigur á Aftureldingu 18-26.Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en Valur sýndi klærnar í seinni hálfleik þar sem Afturelding átti ekki möguleika. Þetta var níundi sigur Vals í síðustu tíu leikjum og Valur með góða möguleika á deildarmeistaratitli. 1. apríl 2022 22:04
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn