Vaktin: Tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka Hólmfríður Gísladóttir, Fanndís Birna Logadóttir, Eiður Þór Árnason og Samúel Karl Ólason skrifa 6. apríl 2022 20:55 Úkraínskur hermaður á æfingu með Javelin-eldflaug í fyrra. Getty/Anatolii Stepanov Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa 4.700 mögulega stríðsglæpi Rússa til rannsóknar. Þau segja 167 úkraínsk börn hafa látið lífið frá því að innrásin hófst. Erlend ríki vinna einnig að því að safna sönnunargögnum um hroðaverk innrásarhersins, sem ráðamenn í Rússlandi segja ýmist hafa verið skipulögð af Vesturlöndum eða nasistum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu tíðindi: Úkraínumenn munu brátt eiga tíu eldflaugar fyrir hvern rússneskan skriðdreka í landinu. Þetta sagði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í kvöld er hann tilkynnti að Bandaríkin ætluðu að senda Úkraínumönnum svokallaðar Javelin-eldflaugar fyrir um hundrað milljónir dala. Her Rússlands er talinn undirbúa umfangsmikla sókn gegn hersveitum Úkraínumanna í austurhluta Úkraínu. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir Rússa þegar reyna að sækja djúpt inn í landið úr austri en úkraínski herinn haldi aftur af þeim, enn sem komið er. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir öryggisráð Sameinuðu þjóðanna máttlaust og sakar Rússa um að reyna að nota Sameinuðu þjóðirnar til að réttlæta voðaverk sín. „Öryggisráðið er til en það er ekkert öryggi í heiminum. Fyrir neinn,“ sagði Selenskí í nótt. Bandaríkin, G7-ríkin og Evrópusambandið hafa tilkynnt hertar refsiaðgerðir gegn Rússuma. Evrópusambandið ræðir nú að banna kolainnflutning frá Rússlandi og Bandaríkin beita fjölskyldumeðlimi hátt settra Rússa efnahagsþvingunum. Bæjarstjórinn í Bucha segir Rússa hafa myrt að minnsta kosti 320 íbúa bæjarins. Sameinuðu þjóðirnar munu greiða atkvæði um það á morgun hvort vísa eigi Rússlandi úr Mannréttindaráðinu vegna málsins. Utanríkisráðherrar aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins munu funda í dag og á morgun um næstu skref í Úkraínu, það er að segja hvernig ríkin geta stutt Úkraínumenn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, segir viðbúið að stríðið dragist á langinn. Ungverska utanríkisráðuneytið hefur kallað sendiherra Úkraínu á teppið vegna „móðgandi“ ummæla hans um afstöðu Ungverjalands til átakanna í Úkraínu. Viktor Orban, sem nýlega var endurkjörinn forsætisráðherra Ungverjalands, kallaði Vólódímír Selenskí „andstæðing“ í sigurræðu sinni. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fundu Guð í App store Erlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Fleiri fréttir Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent