Traustið á söluferli Íslandsbanka horfið Kristrún Frostadóttir skrifar 6. apríl 2022 17:00 „Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ Svona svaraði stjórnarformaður Bankasýslunnar til um hvernig þóknunum var háttað í útboði á ríkiseign í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag. Útboði sem var lokað almenningi á þeim forsendum að lágmarka ætti kostnað við útboðið. Nú hefur komið í ljós í umræddu viðtali að ríkissjóður mun greiða 700 milljónir króna fyrir umrædda sölu, eða 1,4% af söluandvirðinu. Stjórnarformaður Bankasýslunnar fullyrðir sem sagt að erfitt sé að sjá að hringt hafi verið í suma en ekki aðra því margir söluaðilar hafi verið fengnir að borðinu til að hringja í sem flesta og reyna að fá sem mestar þóknanatekjur. Átti ekki lágmarka kostnað… Þessar 700 milljónir króna eru meðal annars greiddar til 5 innlendra söluráðgjafa sem sendu á „allan sinn kúnnahóp“ og fengu verkefnið án útboðs. Í frumútboðinu – sem var sölutryggt, þar sem bankinn var að fara á markað og þurfti umtalsvert meiri ráðgjöf auk þess sem allri þjóðinni var boðið að kaupa - var kostnaðurinn 3% af söluandvirði. 1,4% af söluandvirði er mjög há upphæð til að koma bréfum til fjárfesta, bréfum sem eru nú þegar á markaði. Það þarf ekki annað en að skoða verðskrár hjá söluráðgjöfum hér heima að 1% er hæsta prósentan af söluandvirði og nær alltaf samið um mun lægri þóknanir þegar stærri fjárfesta og lífeyrissjóði um ræðir, á bilinu 0,2-0,3%. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom fram: „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ Hvað varð um kostnaðaraðhaldið? Var söluaðilum gefið frítt spil í fjölda kaupenda? Þegar kom að sölu á ríkiseign? …og tryggja gæði frekar en magn fjárfesta? Þá sagði framkvæmdastjóri Bankasýslunnar í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar séu valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom einmitt fram að dreift eignarhald væri ekki aðalmarkmiðið í annarri umferð: „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Fjármálaráðherra ýjaði reglulega að því að eðli fjárfestanna væri það sem skipti máli, ekki endilega hæsta verðið. Þess vegna mætti líka rökstyðja tilboðsleiðina, lokað ferli. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Enn fremur sagði fjármálaráðherra: „Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um þetta en það sem ég les út úr því sem er fram komið að lífeyrissjóðirnir hafi komið sterkt inn og séu með yfirgnæfandi meirihluta í þessu útboði og innlendir aðilar langt langt umfram erlenda. “ Það reyndist ekki rétt. Lífeyrissjóðirnir eru ekki með meirihluta í þessu útboði heldur rúmlega þriðjung. Það var skilningur langflestra að ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara tilboðsleið og veita afslátt frá markaðsverði á ríkiseign að með því fengjust langtímafjárfestar inn sem væru að kaupa það stóran hlut að ekki væri auðsótt að kaupa slíkan hlut beint á markaði. Enda var markmiðið í þessum hluta útboðsins, eins og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar sagði sjálfur, ekki dreift eignarhald, enda náðist það með frumútboðinu. Svo fréttist af litlum fjárfestum í útboðinu, fjárfestum sem gátu hæglega keypt á markaði eins og allir aðrir enda um lágar upphæðir að ræða. Eðlilega vakna spurningar í hverja var hringt, enda margir sem gætu fallið undir skilgreininguna hæfur fjárfestir sem á undir 10 milljónir króna til að fjárfesta. Fyrstu viðbrögð Bankasýslunnar voru að halda því fram að ekki hafi verið hægt að hafna fjárfestum sem voru hæfir – gæta þyrfti jafnræðis. Hins vegar liggur nú fyrir að boð bárust frá 430 aðilum en 209 boð voru tekin. Svo helmingi var hafnað. Á hvaða forsendum er óljóst. Hver ætlar að bera ábyrgð á því að traustið er farið? Þegar verið er að stunda viðskipti með eignir og fjármuni ríkisins þá gerum við kröfu um gagnsæi og jafnræði sem eru miklu stífari en gengur og gerist í viðskiptum einkaaðila. Ástæðan er fyrst og fremst óttinn við spillingu. Þess vegna er svo mikilvægt að það fari fram alvöru skoðun á þessu ferli og þeim spurningum sem ekki hefur verið svarað almennilega verði svarað. Markmiðin með þessum öðrum áfanga sölunnar verða óljósari og óljósari. Snerist þetta um dreift eignarhald eða ekki? Snerist þetta um lágmörkun kostnaðar eða ekki? Snerist þetta um aðkomu langtímafjárfesta eða ekki? Það er ekki hægt að ráðstafa eignum almennings á afslætti án tilhlýðandi rökstuðnings. Það er ekki hægt að handvelja án útskýringa söluaðila og greiða þeim svo hundruðir milljóna í þóknun umfram óskilgreind markmið. Einhver þarf að bera ábyrgð á því að traustið á þessu söluferli er horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salan á Íslandsbanka Samfylkingin Kristrún Frostadóttir Íslenskir bankar Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
„Almenna reglan held ég að menn hafi sent á allan sinn kúnnahóp tölvupósta um leið og þetta var tilkynnt svo allir vissu að þetta væri komið. Svo var þetta tilkynnt formlega. Söluaðilinn hefur líka hagsmuni af því að sem flestir frá honum skili sér inn því þóknanatekjurnar koma vegna þess. Þannig að allir hvatar hjá sölufyrirtækjunum eru til þess að reyna að fjölga sem mest þeim sem taka þátt.“ Svona svaraði stjórnarformaður Bankasýslunnar til um hvernig þóknunum var háttað í útboði á ríkiseign í viðtali við Morgunblaðið fyrr í dag. Útboði sem var lokað almenningi á þeim forsendum að lágmarka ætti kostnað við útboðið. Nú hefur komið í ljós í umræddu viðtali að ríkissjóður mun greiða 700 milljónir króna fyrir umrædda sölu, eða 1,4% af söluandvirðinu. Stjórnarformaður Bankasýslunnar fullyrðir sem sagt að erfitt sé að sjá að hringt hafi verið í suma en ekki aðra því margir söluaðilar hafi verið fengnir að borðinu til að hringja í sem flesta og reyna að fá sem mestar þóknanatekjur. Átti ekki lágmarka kostnað… Þessar 700 milljónir króna eru meðal annars greiddar til 5 innlendra söluráðgjafa sem sendu á „allan sinn kúnnahóp“ og fengu verkefnið án útboðs. Í frumútboðinu – sem var sölutryggt, þar sem bankinn var að fara á markað og þurfti umtalsvert meiri ráðgjöf auk þess sem allri þjóðinni var boðið að kaupa - var kostnaðurinn 3% af söluandvirði. 1,4% af söluandvirði er mjög há upphæð til að koma bréfum til fjárfesta, bréfum sem eru nú þegar á markaði. Það þarf ekki annað en að skoða verðskrár hjá söluráðgjöfum hér heima að 1% er hæsta prósentan af söluandvirði og nær alltaf samið um mun lægri þóknanir þegar stærri fjárfesta og lífeyrissjóði um ræðir, á bilinu 0,2-0,3%. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom fram: „Tilboðsfyrirkomulag lágmarkar einnig áhættu ríkissjóðs og kostnað í tengslum við útboð.“ Hvað varð um kostnaðaraðhaldið? Var söluaðilum gefið frítt spil í fjölda kaupenda? Þegar kom að sölu á ríkiseign? …og tryggja gæði frekar en magn fjárfesta? Þá sagði framkvæmdastjóri Bankasýslunnar í viðtali við Morgunblaðið í dag að það væri „mjög sjaldgæft að svona margir ráðgjafar séu valdir [ef horfum til samanburðar erlendis] því erlendis eru þetta oftast bara um 50 fjárfestar í svona ferli en við vorum með um 209“. Í kynningu Bankasýslunnar á annarri umferð sölunnar á Íslandsbanka kom einmitt fram að dreift eignarhald væri ekki aðalmarkmiðið í annarri umferð: „Markmiði um dreift eignarhald var náð með frumútboði, enda hefur Íslandsbanki flesta hluthafa af skráðum félögum á Íslandi og fjölbreyttra eignarhald heldur en flest, ef ekki öll skráð félög á Íslandi.“ Fjármálaráðherra ýjaði reglulega að því að eðli fjárfestanna væri það sem skipti máli, ekki endilega hæsta verðið. Þess vegna mætti líka rökstyðja tilboðsleiðina, lokað ferli. Í viðtali að morgni útboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Enn fremur sagði fjármálaráðherra: „Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um þetta en það sem ég les út úr því sem er fram komið að lífeyrissjóðirnir hafi komið sterkt inn og séu með yfirgnæfandi meirihluta í þessu útboði og innlendir aðilar langt langt umfram erlenda. “ Það reyndist ekki rétt. Lífeyrissjóðirnir eru ekki með meirihluta í þessu útboði heldur rúmlega þriðjung. Það var skilningur langflestra að ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara tilboðsleið og veita afslátt frá markaðsverði á ríkiseign að með því fengjust langtímafjárfestar inn sem væru að kaupa það stóran hlut að ekki væri auðsótt að kaupa slíkan hlut beint á markaði. Enda var markmiðið í þessum hluta útboðsins, eins og framkvæmdastjóri Bankasýslunnar sagði sjálfur, ekki dreift eignarhald, enda náðist það með frumútboðinu. Svo fréttist af litlum fjárfestum í útboðinu, fjárfestum sem gátu hæglega keypt á markaði eins og allir aðrir enda um lágar upphæðir að ræða. Eðlilega vakna spurningar í hverja var hringt, enda margir sem gætu fallið undir skilgreininguna hæfur fjárfestir sem á undir 10 milljónir króna til að fjárfesta. Fyrstu viðbrögð Bankasýslunnar voru að halda því fram að ekki hafi verið hægt að hafna fjárfestum sem voru hæfir – gæta þyrfti jafnræðis. Hins vegar liggur nú fyrir að boð bárust frá 430 aðilum en 209 boð voru tekin. Svo helmingi var hafnað. Á hvaða forsendum er óljóst. Hver ætlar að bera ábyrgð á því að traustið er farið? Þegar verið er að stunda viðskipti með eignir og fjármuni ríkisins þá gerum við kröfu um gagnsæi og jafnræði sem eru miklu stífari en gengur og gerist í viðskiptum einkaaðila. Ástæðan er fyrst og fremst óttinn við spillingu. Þess vegna er svo mikilvægt að það fari fram alvöru skoðun á þessu ferli og þeim spurningum sem ekki hefur verið svarað almennilega verði svarað. Markmiðin með þessum öðrum áfanga sölunnar verða óljósari og óljósari. Snerist þetta um dreift eignarhald eða ekki? Snerist þetta um lágmörkun kostnaðar eða ekki? Snerist þetta um aðkomu langtímafjárfesta eða ekki? Það er ekki hægt að ráðstafa eignum almennings á afslætti án tilhlýðandi rökstuðnings. Það er ekki hægt að handvelja án útskýringa söluaðila og greiða þeim svo hundruðir milljóna í þóknun umfram óskilgreind markmið. Einhver þarf að bera ábyrgð á því að traustið á þessu söluferli er horfið. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar