Notaleg upplifun í góðri flugstöð Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir skrifar 7. apríl 2022 11:01 Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Veitingastaðir Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Á Keflavíkurflugvelli er oft talað um „flugvallarsamfélagið“ og ekki að ástæðulausu. Við sem störfum fyrir Isavia, flugfélögin, verslanir, aðra rekstraraðila og þjónustufyrirtæki á vellinum eigum svo margt sameiginlegt, ekki síst metnað fyrir hönd Keflavíkurflugvallar. Við gerum okkur grein fyrir því að flugvöllurinn er meðal mikilvægustu innviða landsins og á að auki í harðri alþjóðlegri samkeppni um hylli flugfélaga og farþega. Meðal þess sem hefur mikil áhrif á velgengni vallarins er hvernig til tekst að skapa góða umgjörð og þjónustu í flugstöðinni. Um það snýst okkar starf. Eftirsóttur vettvangur þjónustu Flugstöðin í Keflavík er auðvitað ekki eins og hver önnur verslunarmiðstöð, heldur staður þar sem heimamenn eru komnir til að hefja ánægjulegt ferðalag og skapa nýjar minningar og erlendir ferðamenn ljúka upplifun sinni af Íslandsferðinni. Þetta er áfangastaður eða tengistöð milljóna ferðamanna. Margir farþegar dvelja aðeins skamma stund í flugstöðinni en yfirleitt gefst tími til að njóta veitinga eða versla dálítið. Þetta er fyrir mörgum ómissandi hluti ferðalagsins, skemmtileg upphitun fyrir heimamenn getum við sagt og lokatækifæri erlendra gesta til að njóta íslenskra veitinga og kaupa íslenskan varning. Þau fyrirtæki sem eru hlutskörpust í útboði um að leigja aðstöðu til að þjóna viðskiptavinum í flugstöðinni geta gengið að því vísu að í eðlilegu árferði streymi mikill fjöldi fólks fram hjá inngangi og skoði hvað er í boði. Þarna eru því góð viðskiptatækifæri. Rýmið sem í boði er fyrir veitingastaði, verslanir og aðra þjónustu er takmarkað. Miklu færri komast að en vilja. Þess vegna gilda um úthlutun slíkrar aðstöðu skýrar samkeppnisreglur. Áður en gengið er frá leigusamningum þarf að hafa samkeppni um þessi viðskiptatækifæri á Evrópska efnahagssvæðinu og tryggja jafnræði og gagnsæjar samkeppnisforsendur. Það myndi t.d. stríða gegn gildandi reglum að auglýsa eftir veitingastað sem augljóst væri að einungis Íslendingar gætu rekið. Farið að óskum ferðalanga Mikill áhugi er augljóslega á þeim tækifærum sem nú bjóðast í veitingarekstri í flugstöðinni og margir bíða spenntir eftir þeim möguleikum sem skapast við stækkun hennar. Nú er leitað tilboða í rekstur tveggja veitingastaða. Þeir sem nú standa að slíkum rekstri í flugstöðinni eiga auðvitað kost á því eins og aðrir að bjóða í nýja aðstöðu. Stærri staðurinn á að höfða til breiðs hóps viðskiptavina en sá minni, sem verður með norrænar áherslur í matargerð, á að veita meiri þjónustu. Báðir staðirnir eiga að vera spennandi í augum ferðalanga nútímans - bjóða upp á notalega upplifun Sú ákvörðun að leita tilboða í báða staðina saman var tekin eftir að gerð var könnun á veitingamarkaðnum um afstöðu til útboðsins. Þá var við undirbúning málsins stuðst við þjónustumælingar á fjölda flugvalla ásamt ítarlegum markaðskönnunum á Keflavíkurflugvelli, þar sem spurt var hvað farþegar sæktust eftir. Fram kom að fólk vildi sjá aukin gæði og meiri breidd í vöruúrvali sem og skýr áhugi á því að fanga á einhvern hátt tilfinninguna við að vera á Íslandi. Okkar markmið er að ná þessu fram í samstarfi við metnaðarfullt og vandað veitingafólk. Það útboð sem nú hefur verið kynnt er aðeins forsmekkurinn að því sem framundan er. Samningar renna út og færa þarf til þjónustusvæði vegna stækkunarframkvæmda. Fyrsti áfangi stækkunar er ný 20 þúsund fermetra austurbygging. Eftir sex ár verður flugstöðin tvöfalt stærri en hún er í dag. Það er því mikill hugur í flugvallarsamfélaginu á Keflavíkurflugvelli. Markmið okkar allra er að auka þjónustu við þá sem þar fara um, bæta upplifun fólks og ánægju af heimsókn í flugstöðina, um leið og við stuðlum að því að treysta samkeppnisstöðu flugvallarins í krefjandi alþjóðlegu umhverfi. Höfundur er deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun