Samtaka samfélag Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 11. apríl 2022 08:00 Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Slysavarnir Sveitarstjórnarmál Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög bera ábyrgð á margþættri starfsemi og rekstri og hafa frá upphafi byggðar verið grundvallareining í stjórnskipan landsins. Hjá sveitarfélögum starfa fjölbreyttir starfsmenn ýmist í leik- og grunnskólum, á skrifstofum, við viðhald og umhirðu og annað er við kemur málefnum sveitarfélagsins. Nauðsynlegt er að vera með áætlun um aðgerðir til að lágmarka tjón og mikilvægt er að öll starfsemi sé vel tryggð. En það skiptir einnig máli að efla samtakamátt í sveitarfélaginu þannig að íbúar vinni saman að því að skapa gott samfélag. Forvarnir sveitarfélaga Huga þarf að forvörnum til að koma í veg fyrir tjón og slys á fólki og leitast þannig við að efla heilbrigði og samheldni í samfélaginu. Kanna þarf aðgengi að byggingum og öryggi í umhverfinu en hras er ein algengasta orsök slysa hjá sveitarfélögum. Einnig þarf að sjá til þess að svæði eins og leikvellir og skólalóðir uppfylli allar kröfur og öryggisstaðla. Gott er að kanna hvaða svæði eru „heit svæði“ þegar kemur að slysum og tjónum. Til dæmis stór bílastæði með mikilli umferð, efla þar forvarnaskilaboð og gera úrbætur á umgjörð og skipulagi ef kostur er. Öll vinnuslys ber að tilkynna til Sjúkratrygginga Íslands og ef vinnuslys leiðir til fjarveru ber að tilkynna það til Vinnueftirlitsins og óska vettvangsrannsóknar. Sífellt einfaldara er að tilkynna tjón til tryggingafélaga og bjóða flest þeirra upp á rafrænar lausnir. Skráning atvika Til þess að ná árangri í forvarnastarfi þarf að setja skýr markmið og vinna markvisst að því að ná þeim. Þá er mikilvægt að hafa góðan gagnagrunn til að vinna út frá og skrá þau atvik sem eiga sér stað. Auk þess að skrá slys og tjón skiptir máli að skrá svokölluð „næstum því slys“. Það eru slys sem eiga sér næstum því stað en ekki fer eins illa og á horfðist. Þar eru tækifæri til að læra af því sem gerðist með það að markmiði að koma í veg fyrir slys. Ýmsir möguleikar eru til staðar þegar kemur að lausnum til að halda utan um slíka skráningu. Atvikaskráningarkerfi geta ýmist staðið ein og sér sem skráningakerfi en einnig má samþætta þau sem hluta af stærri kerfum, þá heildstæðu stjórnkerfi. Margir leggja áherslu á að sveitarfélagið eigi gögnin og slíkar tæknilausnir eru í boði sem geta til dæmis verið viðbót við Microsoft 365 umhverfi viðskiptavinarins, en flestir eru nú þegar með Microsoft lausnir til staðar. Eigið eldvarnaeftirlit Aukin krafa er á eigendur húseigna um eftirlit eldvarna með tilkomu nýrrar reglugerðar frá árinu 2017. Sveitarfélög bera mikla ábyrgð í þessum efnum og nauðsynlegt er að hafa eldvarnafulltrúa sem sinna þessu eftirliti og/eða halda utan um það. Eldvarnabandalagið hefur gefið út leiðbeiningar um eigið eldvarnaeftirlit og fyrirmynd að eldvarnastefnu. Á eldvarnabandalagid.is er einnig að finna gátlista og leiðbeiningar sem nýta má við eigið eldvarnaeftirlit. Á vef Hús- og mannvirkjastofnunar er auk þess ýmiss konar fræðsluefni svo sem fræðslumyndbönd um verkefni eldvarnafulltrúa og fleira sem nýtist við þessa vinnu. Samfélagsleg forvarnaverkefni Verkefni á borð við Nágrannavörslu og Foreldraröltið eru forvarnaverkefni sem reynst hafa vel á ýmsan máta. Virk nágrannavarsla minnkar líkur á innbrotum og skemmdarverkum en í henni felst að íbúar og nágrannar taka sig saman til þess að sporna við innbrotum og eignatjóni í sinni götu eða fjölbýli. Mörg sveitarfélög vinna markvisst að því að setja upp nágrannavörslu með aðstoð íbúa. Foreldraröltinu er ætlað að hafa jákvæð áhrif á hverfisbrag og það félagslega umhverfi sem börn búa við. Í því mætast ýmis forvarnasjónarmið en foreldraröltið býr til gott tengslanet meðal foreldra í hverfinu, auðveldar þannig samskipti meðal foreldra og forsjáraðila og á þátt í að auka öryggi íbúa hverfisins, ekki síst barna. Samstarf er lykillinn Tryggingaþörf sveitarfélaga er mismunandi eftir stærð þeirra og umfangi en öll þurfa þau að huga að forvörnum í sinni starfsemi. Með því að rýna gögn og tala saman lærum við af hvort öðru. Á morgunfundi Sjóvár um forvarnir sveitarfélaga sem haldinn var í byrjun marsmánaðar voru áhugaverð erindi sem nýst geta öllum sveitarfélögum í þeirra forvarnastarfi. Á Forvarnaráðstefnu VÍS á dögunum var bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar einnig með áhugavert erindi um forvarnir sveitarfélaga og hvernig þau hafa fléttað forvarnir inn í starfsemi sveitarfélagsins. Með samstilltu átaki og forvarnaáætlunum sem fylgt er markvisst eftir má koma í veg fyrir slys og tjón. Það er allra hagur. Höfundur er verkefnastjóri forvarna hjá Sjóvá.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar