Byr í seglin Tinna Traustadóttir skrifar 15. apríl 2022 10:00 Velgengni Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar haldast í hendur. Grunnur fyrirtækisins var lagður með fyrstu viðskiptavinunum. Þau sem á undan okkur eru gengin lögðu líka sitt af mörkum með byggingu virkjana og fóru yfir illfæra vegi með rafmagnsstaura, kefli og víra til þess að byggja upp flutningskerfið svo flytja mætti raforkuna. Nú eru stórnotendur raforku orðnir tíu talsins og flóran aldrei verið fjölbreyttari. Stefna Landsvirkjunar kveður á um framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Það þýðir þó alls ekki að ekki sé tekist hart á við samningaborðið, enda miklir hagsmunir undir. Að vinna þétt með viðskiptavinum á heldur ekki bara við þegar vel gengur heldur einnig þegar á móti blæs. Mikilvægi þessarar stefnumörkunar sannaði sig á síðasta ári. Aðstæður í upphafi árs 2021 voru krefjandi, lituðust af hruni í eftirspurn og lágu afurðaverði. Mikið reyndi á samvinnu og stuðning við viðskiptavini. Við komumst í gegnum það með lausnum sem hentuðu hverjum og einum. En eins og í öllum góðum samböndum þarf samvinnan að þróast áfram. Við vinnum sífellt að þeirri jafnvægislist. Nýir raforkusamningar við Rio Tinto og Norðurál eru góður vitnisburður um þetta. Þar fundum við nýtt jafnvægi og nýjar leiðir til þess að starfa saman á komandi árum. Samningarnir renna styrkari stoðum undir rekstur viðskiptavinanna og styðja við áform um aukinn virðisauka af starfseminni hér á landi. Við hjá Landsvirkjun erum stoltir stuðningsmenn slíkrar framþróunar. Samvinnan reynist öllum vel Eftir krefjandi tíma tók heldur betur að rofa til. Það birtir nefnilega alltaf til um síðir. Mikill viðsnúningur varð á mörkuðum og verð hækkaði um tugi ef ekki hundruð prósenta. Við slíkar aðstæður þurfum við líka að vera tilbúin að leggja við hlustir og skilja þarfir viðskiptavinanna. Hér gagnast sömu meðul og áður, samvinna og stuðningur. Afrakstur samvinnunnar kemur öllum vel. Eftirspurn eftir raforku vex og hagur viðskiptavina vænkast, þvert á iðngreinar. Nýir raforkusamningar, nýr steypuskáli á Grundartanga og gagnaversiðnaður sem er að slíta barnsskónum. Gagnaverin eru ný kynslóð viðskiptavina en viðskiptamódelið er hið sama og áður, langtíma raforkusamningar og langtíma viðskiptasamband. Vinnsla rafmyntar hefur vissulega hjálpað þessari nýju grein að komast á legg en ekki hefur verið virkjað fyrir slíka starfsemi sem er ekki hluti af sýn gagnaveranna til lengri tíma litið. Raforkuverð til stórnotenda hefur aldrei verið hærra og valdið straumhvörfum í fjárhag Landvirkjunar. Á sama tíma hefur samkeppnishæfni viðskiptavinanna aukist. Fast verðtryggt verð hefur reynst samkeppnishæfast til lengri tíma og sérstaklega núna, þegar orkuverð erlendis hefur margfaldast og sveiflur eru tíðar. Fjölbreyttari heildsölumarkaður Um 20% af raforkunni ratar inn á heildsölumarkað. Lengi vel var viðskiptaumhverfið staðnað en nú hafa þrír nýir aðilar haslað sér þar völl á undanförum árum. Sama staða er því uppi þar og á stórnotendamarkaði, viðskiptavinaflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari sem er mikið fagnaðarefni. Töluvert hefur reynt á að þróa fyrirkomulag raforkuviðskipta í takt við breytta tíma. Þróa vöruframboð, auka sveigjanleika í viðskiptum og leggja áherslu á rafrænan þátt viðskiptanna. Þannig leggjum við okkar af mörkum til þess að heilbrigð samkeppni fái þrifist. Með innkomu nýrra aðila á markað hefur samkeppni aukist og raforkuverð til heimila og fyrirtækja lækkað. Aukin samkeppni hefur haft í för með sér að fleiri heimili skipta nú um raforkusala. Það er athyglisvert að lægsta verð til heimila bjóða ný fyrirtæki sem kaupa einungis raforkuna í gegnum heildsölumarkað og eru ekki með eigin vinnslu. En vegferðinni er ekki lokið og við höldum áfram að þróa reksturinn í takt við nýja tíma. Útlitið er bjart en slakt vatnsár hefur sett tímabundið strik í reikninginn. Það er óyndisúrræði að takmarka afhendingu á raforku til viðskiptavina, en þó eðlilegur hluti af rekstri í lokuðu kerfi endurnýjanlegra orkugjafa. Viðskiptavinir okkar fá bæði þakkir og hrós fyrir gott samstarf í þessu tímabundna en erfiða verkefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Velgengni Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar haldast í hendur. Grunnur fyrirtækisins var lagður með fyrstu viðskiptavinunum. Þau sem á undan okkur eru gengin lögðu líka sitt af mörkum með byggingu virkjana og fóru yfir illfæra vegi með rafmagnsstaura, kefli og víra til þess að byggja upp flutningskerfið svo flytja mætti raforkuna. Nú eru stórnotendur raforku orðnir tíu talsins og flóran aldrei verið fjölbreyttari. Stefna Landsvirkjunar kveður á um framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Það þýðir þó alls ekki að ekki sé tekist hart á við samningaborðið, enda miklir hagsmunir undir. Að vinna þétt með viðskiptavinum á heldur ekki bara við þegar vel gengur heldur einnig þegar á móti blæs. Mikilvægi þessarar stefnumörkunar sannaði sig á síðasta ári. Aðstæður í upphafi árs 2021 voru krefjandi, lituðust af hruni í eftirspurn og lágu afurðaverði. Mikið reyndi á samvinnu og stuðning við viðskiptavini. Við komumst í gegnum það með lausnum sem hentuðu hverjum og einum. En eins og í öllum góðum samböndum þarf samvinnan að þróast áfram. Við vinnum sífellt að þeirri jafnvægislist. Nýir raforkusamningar við Rio Tinto og Norðurál eru góður vitnisburður um þetta. Þar fundum við nýtt jafnvægi og nýjar leiðir til þess að starfa saman á komandi árum. Samningarnir renna styrkari stoðum undir rekstur viðskiptavinanna og styðja við áform um aukinn virðisauka af starfseminni hér á landi. Við hjá Landsvirkjun erum stoltir stuðningsmenn slíkrar framþróunar. Samvinnan reynist öllum vel Eftir krefjandi tíma tók heldur betur að rofa til. Það birtir nefnilega alltaf til um síðir. Mikill viðsnúningur varð á mörkuðum og verð hækkaði um tugi ef ekki hundruð prósenta. Við slíkar aðstæður þurfum við líka að vera tilbúin að leggja við hlustir og skilja þarfir viðskiptavinanna. Hér gagnast sömu meðul og áður, samvinna og stuðningur. Afrakstur samvinnunnar kemur öllum vel. Eftirspurn eftir raforku vex og hagur viðskiptavina vænkast, þvert á iðngreinar. Nýir raforkusamningar, nýr steypuskáli á Grundartanga og gagnaversiðnaður sem er að slíta barnsskónum. Gagnaverin eru ný kynslóð viðskiptavina en viðskiptamódelið er hið sama og áður, langtíma raforkusamningar og langtíma viðskiptasamband. Vinnsla rafmyntar hefur vissulega hjálpað þessari nýju grein að komast á legg en ekki hefur verið virkjað fyrir slíka starfsemi sem er ekki hluti af sýn gagnaveranna til lengri tíma litið. Raforkuverð til stórnotenda hefur aldrei verið hærra og valdið straumhvörfum í fjárhag Landvirkjunar. Á sama tíma hefur samkeppnishæfni viðskiptavinanna aukist. Fast verðtryggt verð hefur reynst samkeppnishæfast til lengri tíma og sérstaklega núna, þegar orkuverð erlendis hefur margfaldast og sveiflur eru tíðar. Fjölbreyttari heildsölumarkaður Um 20% af raforkunni ratar inn á heildsölumarkað. Lengi vel var viðskiptaumhverfið staðnað en nú hafa þrír nýir aðilar haslað sér þar völl á undanförum árum. Sama staða er því uppi þar og á stórnotendamarkaði, viðskiptavinaflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari sem er mikið fagnaðarefni. Töluvert hefur reynt á að þróa fyrirkomulag raforkuviðskipta í takt við breytta tíma. Þróa vöruframboð, auka sveigjanleika í viðskiptum og leggja áherslu á rafrænan þátt viðskiptanna. Þannig leggjum við okkar af mörkum til þess að heilbrigð samkeppni fái þrifist. Með innkomu nýrra aðila á markað hefur samkeppni aukist og raforkuverð til heimila og fyrirtækja lækkað. Aukin samkeppni hefur haft í för með sér að fleiri heimili skipta nú um raforkusala. Það er athyglisvert að lægsta verð til heimila bjóða ný fyrirtæki sem kaupa einungis raforkuna í gegnum heildsölumarkað og eru ekki með eigin vinnslu. En vegferðinni er ekki lokið og við höldum áfram að þróa reksturinn í takt við nýja tíma. Útlitið er bjart en slakt vatnsár hefur sett tímabundið strik í reikninginn. Það er óyndisúrræði að takmarka afhendingu á raforku til viðskiptavina, en þó eðlilegur hluti af rekstri í lokuðu kerfi endurnýjanlegra orkugjafa. Viðskiptavinir okkar fá bæði þakkir og hrós fyrir gott samstarf í þessu tímabundna en erfiða verkefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun