Foreldrar í Fortnite um páskana María Rún Bjarnadóttir skrifar 14. apríl 2022 09:00 Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rún Bjarnadóttir Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Íslensk börn eru stórnotendur samfélagsmiðla. Niðurstöður fjölmiðlanefndar sýna að um 90% barna og unglinga á Íslandi nota YouTube. Þetta gæti vakið áhyggjur fullorðinna íslendinga, enda gera reglur ráð fyrir því að börn megi ekki nota samfélagsmiðla fyrr en þau verða 13 ára. Níu af hverjum 10 þessara fullorðnu íslendinga nota hins vegar Facebook reglulega. Börnin læra jú það sem fyrir þeim er haft og niðurstöður Alþjóða fjarskiptastofnunarinnar sýna að íslendingar standi öðrum þjóðum fremst í umfangi notkunar upplýsingatækni. Rannsóknin mælir þó ekki að hversu miklu leyti öryggisvitund fylgir þessari miklu notkun. Stafrænt öryggi barna verður sífellt mikilvægara umfjöllunarefni foreldra og samfélags samhliða þeim öru breytingum og víðtæku áhrifum sem stafrænn tækni hefur á nútíð og framtíð barnanna okkar. Stafræn tækni hefur og mun hafa áhrif á alla þætti íslensk samfélags, menntunar, atvinnulífs og stjórnkerfis. Forsætisráðherra og Alþingi hafa meðal annars brugðist við þessu með skipan framtíðarnefnda til þess að fjalla um áskoranir og tækifæri sem tækniþróunin hefur í för með sér fyrir Ísland og stjórnvöld bjóða nú almenningi upp á grunnnámskeið í gervigreind svo eitthvað sé nefnt. Á sama tíma og þessi mikla bylting á sér stað hafa vaknað áhyggjur af notkun barna á samfélagsmiðlum, tölvuleikjum og annarri stafrænni tækni. Ýmislegt bendir til þess að aukin notkun snjalltækja og aðgengileiki barna að öllum sviðum internetsins geri börn berskjaldaðri fyrir þeim hættum sem leynast í stafrænum heimi og þetta hefur skiljanlega vakið áhyggjur foreldra. Foreldra snjallasímabarna eru þó ekki fyrsti hópurinn sem hefur áhyggjur af áhrifum tækniframþróunar á barnaheill. Eins og fræðikonan Sonia Livingstone hefur bent á hafði sjálfur Sókrates miklar áhyggjur af skaðlegum áhrifum ritmálsins á öflun og meðferð þekkingar hjá ungu fólki á sínum tíma. Livingstone er einn helsti sérfræðingur Evrópu í öllu sem lýtur að notkun barna á tækni og áhrifum þessa. Hún er meðal ráðgjafa Evrópuráðsins í þeirra mikilvægu vinnu á sviði réttinda barna, meðal annars í stafrænum heimi. Hún hefur gefið út bók fyrir foreldra sem vilja styðja við örugga netnotkun barnanna sinna og nálgast má fyrirlestra hennar á netinu. Í stuttu máli má segja að boðskapur hennar sé sá að það sé ekki tíminn sem börn verja fyrir framan skjáinn sem við þurfum að setja mörk eða hafa áhyggjur af, heldur sé það hvernig þau verja þessum tíma við skjáinn sem öllu máli skipti. Frekar eigi að einblína á hvað börn noti skjáinn til þess að gera frekar en hversu lengi þau séu að því. Foreldrar leika lykilhlutverk í uppeldi barna sinna, þar á meðal því að móta viðhorf barna til öryggis og notkunar tækni. Á vefsíðunni 112.is má finna gagnlegar upplýsingar fyrir foreldra sem vilja styðja börn við örugga netnotkun, en meðal þess sem þar kemur fram er gagnsemi þess að sýna því áhuga sem börnin þeirra fást við stafrænt. Það þýðir ekki að foreldrar þurfi að læra alla dansa á TikTok eða spila Fortnite tölvuleikinn, en það þýðir hins vegar heldur ekki að foreldrar geti fórnað höndum yfir nútímanum og gefist upp á að skilja alla þessa tækni. Hún er komin til þess að vera og mun fylgja börnunum okkar áfram inní lífið. Foreldrar þurfa að gæta að veganestinu sem börn hafa með sér á þeirri vegferð. Í páskafríinu gæti skapast stund fyrir foreldra til þess að kíkja aðeins á netið í símanum. Ég hvet þau til þess að skoða uppfærðan vef 112.is þar sem finna má almennar upplýsingar um örygga netnotkun einstaklinga á öllum aldri, stafrænt ofbeldi og ráð fyrir börn og unglinga sem lenda í áreiti á netinu. Höfundur er verkefnisstjóri stafræns ofbeldis hjá embætti r íkislögreglustjóra.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun