Vaktin: Selenskí segir tafir á afhendingu vopna kosta líf Úkraínumanna Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 17. apríl 2022 15:15 Ira Slepchenko stendur við líkkistur í bænum Mykulychi í Úkraínu. Í einni kisturinn liggur lík einginmanns hennar. Vísir/AP Svo virðist sem að Úkraínumenn hafi ekki orðið við kröfum Rússa um að síðustu varnarliðsmenn borgarinnar Maríupol myndu yfirgefa borgina. Rússar höfðu veitt varnarliðinu frest í nótt til að yfirgefa síðasta vígið, stálverksmiðju við höfnina í borginni. Fresturinn rann út í morgun án viðbragða frá Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraína hefur skilað inn pappírum sem skref í því ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Evrópusambandið hefur ákveðið að veita 50 milljónum Evra aukalega í mannúðaraðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta. Þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum, sem hafa krafist þess að Úkraínumenn gefist upp. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, segir Vladimír Pútin telja sig vera að vinna stríðið í Úkraínu. Nehammer er eini leiðtogi Evrópu sem hefur hitt Pútín frá því innrásin í Úkraínu hófst. Rússar gáfu úkraínsku varnarliði í Maríupol afarkosti um að yfirgefa borgina í nótt. Rússar hétu því að hermönnum í varnarliðinu yrði ekki gert mein gegn því að þeir legðu niður vopn og að komið yrði fram við þá samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um stríðsfanga. Frestur Úkraínumanna til að verða við þessum kröfum Rússa rann út án viðbragða af hálfu varnarliðsins. Síðasta herlið Úkraínumanna í Maríupol hefst við í stálverksmiðju í borginni. Forseti Úkraínu segir að ef hermennirnir verði drepnir þýði það endalok friðarviðræðna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Úkraína hefur skilað inn pappírum sem skref í því ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Úkraínumenn hafa snúið vörn í sókn í Karkív og náð tveimur þorpum aftur á sitt vald. Evrópusambandið hefur ákveðið að veita 50 milljónum Evra aukalega í mannúðaraðstoð vegna stríðsins í Úkraínu. Úkraínskir hermenn í Maríupól ætla að berjast til hins síðasta. Þeir eru umkringdir af rússneskum hermönnum, sem hafa krafist þess að Úkraínumenn gefist upp. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, segir Vladimír Pútin telja sig vera að vinna stríðið í Úkraínu. Nehammer er eini leiðtogi Evrópu sem hefur hitt Pútín frá því innrásin í Úkraínu hófst. Rússar gáfu úkraínsku varnarliði í Maríupol afarkosti um að yfirgefa borgina í nótt. Rússar hétu því að hermönnum í varnarliðinu yrði ekki gert mein gegn því að þeir legðu niður vopn og að komið yrði fram við þá samkvæmt ákvæðum Genfar-sáttmálans um stríðsfanga. Frestur Úkraínumanna til að verða við þessum kröfum Rússa rann út án viðbragða af hálfu varnarliðsins. Síðasta herlið Úkraínumanna í Maríupol hefst við í stálverksmiðju í borginni. Forseti Úkraínu segir að ef hermennirnir verði drepnir þýði það endalok friðarviðræðna. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“