Baráttukveðjur Oddný G. Harðardóttir skrifar 1. maí 2022 11:02 Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Innrás Rússa í Úkraínu Samfylkingin Verkalýðsdagurinn Mest lesið Halldór 31.01.26 Halldór Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun María Rut og samkeppnishæfnin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa það sem þarf Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg er ramminn, ekki málverkið Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Bærinn er fólkið Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Þegar alþjóðaviðskipti eru vopnvædd Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon skrifar Skoðun Ákvarðanir fyrir framtíðarkynslóðir Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Því miður eru engin merki um að stríðið í Úkraínu sé að taka enda. Fréttir um stríðsglæpi og þjáningar úkraínsku þjóðarinnar birtast okkur daglega. Úkraínumenn þurfa samhug og stuðning. Og stríðið hefur efnahagsleg áhrif um allan heim. Hér á landi fer hrávöruverð hækkandi, verð á matvöru fer hækkandi, verðbólga fer vaxandi og lífskjör versna. Vinna þarf að sátt við verkalýðshreyfingu um mótvægisaðgerðir stjórnvalda til að jafna leikinn og létta byrðar þeirra sem þurfa á því að halda. Skapa sátt í samfélaginu til að takast á við erfiðar aðstæður því fólkið sem fyrir hækkanabylgjuna þoldi ekki óvænt útgjöld er nú komið í enn verri stöðu. Stöðu sem mun bitna á börnum og viðkvæmum hópum ef ekki verður gripið inn í með aðgerðum sem við vitum að virka; með hærri og hnitmiðaðri vaxta- og húsaleigubótum og barnabótum líkt og löndin í kringum okkur sem stýrt er af jafnaðarmönnum hafa nú þegar gripið til. Engin pólitísk forysta Í covid faraldrinum gerðu stjórnvöld ráðstafanir sem leiddu til mikils gróða banka og tryggingarfyrirtækja. Bankar högnuðust enn meira m.a. vegna þess að stjórnvöld hlupu undir bagga með fyrirtækjum sem urðu að draga saman vegna sóttvarna og tryggingarfélög vegna þess að fólki var gert að vera heima og urðu fyrir vikið síður fyrir tjóni. Þessum mótvægisaðgerðum stjórnvalda var ekki ætlað að styrkja banka og tryggingarfélög sérstaklega og þess vega hefði átt að leggja á sérstakan skatt, hvalrekaskatt til að jafna leikinn og láta skattinn renna til heimila þeirra sem misstu vinnuna vegna nauðsynlegra sóttvarna og glíma enn við afleiðingarnar. Það þarf pólitíska forystu til að grípa til ráðstafana sem jafna leikinn. Skortur á samráði Ógnin sem stafar að loflagsbreytingum af mannavöldum og sjálfvirknivæðing sem færist stöðugt í aukana mun leiða til breytinga á vinnumarkaði. Ný störf koma fram, önnur breytast og enn önnur gætu horfið. Stjórnvöld verða að koma í veg fyrir atvinnuleysi vegna þessara breytinga og að það verkafólk sem hefur minnst handa á milli þurfi að bera aukinn kostnað. Engin sátt næst um hröð orkuskipti og aðrar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum nema að velferðarstjórnarmið séu höfð að leiðarljósi og tryggt að kostnaður falli ekki á herðar tekjulægri hópa eða íbúa í dreifðum byggðum umfram aðra. Ef árangur á að nást sem leiðir til sáttar og jafnaðar þarf samráð að eiga sér stað á milli stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar. Leita þarf sátta um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir til að mæta áhrifum heimsfaraldurs og stríðs í Evrópu á íslenskt samfélag og vegna sjálfvirknivæðingar og grænna umskipta til framtíðar. Framlag ríkisstjórnar Íslands við þessar aðstæður birtist hins vegar í því að gefa útvöldum auðmönnum forgangsrétt og afslátt við kaup á eigum almennings, þar á meðal föður fjármálaráðherra og ýfa upp sárar minningar af bankahruninu. Ríkisstjórnin færir eignir og auðlindir þjóðarinnar á silfurfati til fámenns hóps auðmanna. Það er mál að linni. Baráttukveðjur til launafólks á baráttudegi verkalýðsins 1. maí! Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun