Geðlyfjanotkun hjá börnum og íbúum hjúkrunarheimila Eva Sjöfn Helgadóttir skrifar 2. maí 2022 12:46 Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Sjöfn Helgadóttir Lyf Börn og uppeldi Píratar Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég að ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Sjá meira
Í svari heilbrigðisráðherra um notkun geðlyfja hjá börnum á Íslandi kemur í ljós að hún hefur aukist til muna frá árinu 2012 í öllum aldursflokkum. Hlutfallið hefur hækkað úr 12% upp í tæplega 25% barna. Eitt af hverjum fjórum börnum á Íslandi á aldrinum 14 til 17 ára er nú á einu eða fleiri geðlyfjum. Tæplega 19% barna á aldrinum 10 til 13 ára á Íslandi eru á geðlyfjum. Það er áhyggjuefni að notkun geðlyfja, sem sum hver eru ávanabindandi, hafi aukist svo mikið meðal barna undanfarin ár. Lyfjanotkunin er mest hjá börnum á Vesturlandi og Suðurnesjum, um 17%. Á Suðurlandi nota 15% barna geðlyf. Geðlyfjanotkun fer ekki í neinum landshluta undir 12%. Skortur á úrræðum helsta ástæða aukningar Lyfjastofnun leiðir að því líkur í skýrslu frá 2017 að þessi lyfjanotkun sé afleiðing þess að ekki sé boðið upp á viðeigandi úrræði á Íslandi. Sálfræðiþjónusta er þar að auki ekki niðurgreidd þrátt fyrir að vitað sé að fyrsta meðferð og áhrifamesta úrræðið við kvíða eigi alltaf að vera gagnreynd samtalsmeðferð. Þetta er vanræksla af hálfu ríkisstjórnarinnar sem setur viðeigandi úrræði fyrir börn ekki í forgang. Lyfjanotkun á hjúkrunarheimilum Í svari heilbrigðisráðherra kemur fram að 70% einstaklinga á hjúkrunarheimilum eru á einu eða fleiri geðlyfjum. Rannsóknaniðurstöður sýna fram á mikilvægi þess að sérstaklega sé vandað til ávísana geðlyfja til aldraðra einstaklinga og að þær byggi á nákvæmri geðskoðun. Það kemur þó fram í rannsóknarniðurstöðum í Læknablaðinu að árið 2018 fengu 18% íbúa á hjúkrunarheimilum ávísuð geðlyf án greiningar. Þrátt fyrir það segir í svari heilbrigðisráðherra “Ekki er gert ráð fyrir sérstakri endurskoðun á ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum eins og sakir standa.” Það er undarlegt að ráðherra vilji ekki endurskoða ávísun lyfja fyrir aldraða á hjúkrunarheimilum. Réttast væri að endurskoða með reglulegu millibili lyfjagjöf. Sérstaklega í ljósi þess hversu margir eru á lyfjum án greininga. Eyðum biðlistum og tryggjum úrræði Lausnirnar virðast vera lyf, lyf og meiri lyf til þess að meðhöndla einkenni, frekar en úrræði til þess að meðhöndla orsök. Plástrar í stað heildrænnar nálgunar og langtímalausna. Huga þarf að þjónustu og því er mikilvægt að setja mun meiri kraft og fjármagn í að koma á fót og styðja við úrræði við geð- og atferlisvanda. Ég skora á ríkisstjórnina að bregðast hratt og örugglega við þessum niðurstöðum og setja úrræði fyrir viðkvæmustu hópa samfélagsins í forgang með það mikilvæga markmið að eyða biðlistum og tryggja þjónustu við hæfi. Höfundur er varaþingmaður Pírata og er á lista Pírata í Kópavogi til sveitastjórnarkosninga 14. maí nk.
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Fyrirtæki og stofnanir á Íslandi mega lögum samkvæmt ekki eiga viðskipti við Rapyd Björn B Björnsson Skoðun