Vaktin: Gera enn árásir á lestarkerfi Úkraínu Hólmfríður Gísladóttir og Kjartan Kjartansson skrifa 4. maí 2022 07:05 Rússar hafa skotið mörgum eldflaugum á Úkraínu síðasta daga og margar árásirnar hafa beinst að innviðum landsins. Hér má þó sjá eftirmála árásar Úkraínumanna á olíubirgðastöð á yfirráðasvæði Rússa í Donetsk. AP/Alexei Alexandrov Hvítrússar hófu skyndilega umfangsmiklar hernaðaræfingar í morgun sem þeir segja ætlað að prófa viðbúnað heraflans. Varnarmálaráðuneytið segir nágrannaríkjunum ekki stafa hætt af æfingunum né Evrópu yfirhöfuð. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa síðustu daga gert umfangsmiklar árásir á innviði í Úkraínu. Árásirnar virðast beinast sérstaklega að lestarkerfi landsins, sem Úkraínumenn nota að miklu leyti til að flytja vopn og herafla milli landshluta. Gera má ráð fyrir fregnum af næstu refsiaðgerðum Evrópusambandsins í dag, þegar sendifulltrúar aðildarríkjanna koma saman. Enn er unnið að því að útfæra olíubann en til stendur að láta af olíuviðskiptum við Rússa á næstu sex til átta mánuðum. Ríki sem eru afar háð olíunni, til að mynda Ungverjaland og Slóvakía, munu mögulega fá undaþágu eða lengri aðlögunartíma. Antony Radakin, yfirmaður breska heraflans, sagði á ráðstefnu í Lundúnum að hernaðaraðgerðir Rússa í Úkrainu hefði byggt á lélegum upplýsingum og „ótrúlegum hroka“. Hann sagði ákvarðanir ráðamanna ekki hafa batnað og að endalok átakanna yrðu langt frá því sem lagt var upp með. Þá sagðist hann telja Rússlandsforseta hafa einangrast verulega. Breska varnarmálaráðuneytið segir Rússa nú hafa 22 hersveitir nærri Izium til að freista þess að komast áfram norður í Donbas. Rússar hafi líklega í hyggju að taka borgirnar Kramatorsk og Severodonetsk. Embættismenn í Úkraínu og hjá Sameinuðu þjóðunum segja vísbendingar uppi um að drengir og fullorðnir menn hafi einnig verið beittir kynferðisofbeldi af hálfu innrásarhersins. Úkraínska þingið hefur samþykkt lög sem banna stjórnmálaflokka sem reyna að réttlæta eða afneita árás Rússa á Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Evrópusambandið Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Sjá meira