Kröftug uppbygging á Ásbrú Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar 4. maí 2022 14:30 Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ. Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ í heild að samfélagið á Ásbrú sé ræktað og hlúð sé að því sem einu af hverfum Reykjanesbæjar með myndarbrag. Tilfinning íbúa er á þann veg að hverfið sé því miður afgangsstærð þegar kemur að ýmsu sem þarf að hlú að og byggja upp. Skólinn á að vera hjarta samfélagsins Í hverju samfélagi er hægt að líta á skólann sem hjarta samfélagsins þar sem unnið er markvisst að því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar. Skólabyggingar Háaleitisskóla í Ábrúarhverfinu eru á afar óhentugum stað og þær eru líka komnar vel til ára sinna og standast ekki að öllu leyti nútímakröfur. Skólaleikvöllurinn sem á að vera staður sem styður við hreyfi- og félagsþroska er í óásættanlegu ástandi. Staðsetningin veldur því að nemendur þurfa að sækja skóla um langan veg og nær enginn nemandi hefur kost á því að ganga í skólann. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að innan girðingar flugvallarins sem staðsett er alveg við skólann ganga um vopnaðir hermenn. Slíkt er ekki ásættanlegt í næsta nágrenni við skóla. Þessir vankantar standa skólasamfélaginu fyrir þrifum. Framsókn leggur áherslu á kröftuga uppbyggingu og nýja skólabyggingu strax! Það er einn af áhersluþáttum í málefnaskrá Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor að sérstaklega sé horft til þess að stórefla Ásbrúarhverfið og gera það að aðlaðandi hverfi til að búa í. Það viljum við gera með því að byggja upp innviði og stórbæta umhverfi íbúa. Grundvallarþáttur í því ljósi er að hafist verði handa sem allra fyrst við að byggja nýjan skóla í hverfinu sem leysir af hólmi þær byggingar sem nú eru notaðar undir skólastarf Háaleitisskóla. Framsókn hefur sýnt vilja sinn í verki Nú hefur verið hafin vinna við deiliskipulag í hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að rísi ný skólabygging og vegleg skólalóð ásamt almenningsgarði. (Um er að ræða svæðið fyrir neðan Grænásbraut og ofan Skógarbrautar). Með þessari vinnu hefur Framsókn sýnt vilja sín í verki hvað varðar það að farið verði í veglega uppbygginu innviða í Ásbrúarhverfinu ásamt mótun útivistarsvæða sem munu bæta lífsgæði íbúa umtalsvert.Það er ljóst að atkvæði greitt Framsókn mun tryggja það að þessi uppbygging mun hefjast af fullum krafti strax á næsta kjörtímabili. Höfundur er skólastjóri og skipar 9. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ásbrúarhverfið hér í Reykjanesbæ er fjölmenningarsamfélag. Það er á svo margan hátt styrkur þess um leið og það felur í sér ýmsar áskoranir. Því miður hefur hverfið ekki fengið þá athygli og alúð sem það á skilið sem hraðvaxandi samfélag hér í bæ. Það er mikilvægt fyrir Reykjanesbæ í heild að samfélagið á Ásbrú sé ræktað og hlúð sé að því sem einu af hverfum Reykjanesbæjar með myndarbrag. Tilfinning íbúa er á þann veg að hverfið sé því miður afgangsstærð þegar kemur að ýmsu sem þarf að hlú að og byggja upp. Skólinn á að vera hjarta samfélagsins Í hverju samfélagi er hægt að líta á skólann sem hjarta samfélagsins þar sem unnið er markvisst að því að tryggja jöfn tækifæri til menntunar. Skólabyggingar Háaleitisskóla í Ábrúarhverfinu eru á afar óhentugum stað og þær eru líka komnar vel til ára sinna og standast ekki að öllu leyti nútímakröfur. Skólaleikvöllurinn sem á að vera staður sem styður við hreyfi- og félagsþroska er í óásættanlegu ástandi. Staðsetningin veldur því að nemendur þurfa að sækja skóla um langan veg og nær enginn nemandi hefur kost á því að ganga í skólann. Þá er heldur ekki hægt að horfa framhjá því að innan girðingar flugvallarins sem staðsett er alveg við skólann ganga um vopnaðir hermenn. Slíkt er ekki ásættanlegt í næsta nágrenni við skóla. Þessir vankantar standa skólasamfélaginu fyrir þrifum. Framsókn leggur áherslu á kröftuga uppbyggingu og nýja skólabyggingu strax! Það er einn af áhersluþáttum í málefnaskrá Framsóknar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar nú í vor að sérstaklega sé horft til þess að stórefla Ásbrúarhverfið og gera það að aðlaðandi hverfi til að búa í. Það viljum við gera með því að byggja upp innviði og stórbæta umhverfi íbúa. Grundvallarþáttur í því ljósi er að hafist verði handa sem allra fyrst við að byggja nýjan skóla í hverfinu sem leysir af hólmi þær byggingar sem nú eru notaðar undir skólastarf Háaleitisskóla. Framsókn hefur sýnt vilja sinn í verki Nú hefur verið hafin vinna við deiliskipulag í hverfinu þar sem gert er ráð fyrir að rísi ný skólabygging og vegleg skólalóð ásamt almenningsgarði. (Um er að ræða svæðið fyrir neðan Grænásbraut og ofan Skógarbrautar). Með þessari vinnu hefur Framsókn sýnt vilja sín í verki hvað varðar það að farið verði í veglega uppbygginu innviða í Ásbrúarhverfinu ásamt mótun útivistarsvæða sem munu bæta lífsgæði íbúa umtalsvert.Það er ljóst að atkvæði greitt Framsókn mun tryggja það að þessi uppbygging mun hefjast af fullum krafti strax á næsta kjörtímabili. Höfundur er skólastjóri og skipar 9. sæti á B-lista Framsóknar í Reykjanesbæ fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 14. maí næstkomandi.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar