Arion banki skilaði 5,8 milljarða hagnaði á fyrsta ársfjórðungi Eiður Þór Árnason skrifar 4. maí 2022 16:51 Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka. Arion banki hagnaðist um 5.818 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi 2022, samanborið við 6.039 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Var arðsemi eiginfjár 12,7% á fyrstu þremur mánuðum þessa árs og námu heildareignir 1.341 milljörðum króna í lok mars, samanborið við 1.314 milljarða króna í árslok 2021. Bankastjóri segir góðan vöxt vera í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukist hafa um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Alls jukust lán til viðskiptavina um 4,3% frá áramótum. Von er á því að helmingur hagnaðarins, um 2,9 milljarðar króna, verði greiddur út sem arður í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en hækkun heildareigna er sögð skýrist aðallega af lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum seinasta árs. Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára. Heildar eigið fé Arion banka nam 173 milljörðum króna í lok mars. Lækkaði það vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2021. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var 42,7% samanborið við 46,2% í fyrra. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna. Góður gangur í efnahagslífinu Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera góða á fyrsta ársfjórðungi og í takti við fjárhagsleg markmið. „Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða.“ Slíkt gefi bankanum aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og auki fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Benedikt segir það sömuleiðis vera ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. „Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Samningur um sölu á Valitor til Rapyd hefur verið framlengdur til 1. júní næstkomandi. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykki Samkeppniseftirlitsins og lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok Benedikt segir stjórnendur sjá góðan vöxt í iðgjöldum hjá tryggingafélaginu Verði, dótturfélags Arion banka. Afkoma félagsins beri þess merki að veturinn hafi verið þungur hvað veðurfar varðar og hafi leitt til aukningar í fjölda tjóna. Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bankastjóri segir góðan vöxt vera í tekjum bankans af kjarnastarfsemi, ekki síst vaxtatekjum sem aukist hafa um 9% frá síðasta ársfjórðungi. Alls jukust lán til viðskiptavina um 4,3% frá áramótum. Von er á því að helmingur hagnaðarins, um 2,9 milljarðar króna, verði greiddur út sem arður í samræmi við arðgreiðslustefnu bankans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Arion banka en hækkun heildareigna er sögð skýrist aðallega af lánum til fyrirtækja sem hækkuðu um 8% frá árslokum seinasta árs. Hagnaður Arion banka dregst saman milli ára. Heildar eigið fé Arion banka nam 173 milljörðum króna í lok mars. Lækkaði það vegna arðgreiðslu og endurkaupa á hlutabréfum bankans, samtals að fjárhæð 26,8 milljarðar króna, en afkoma tímabilsins kemur til hækkunar á eigin fé. Tekjur af kjarnastarfsemi jukust um 15,9% samanborið við fyrsta ársfjórðung 2021. Hreinn vaxtamunur var 3,1%, samanborið við 2,7% á sama tímabili í fyrra. Kostnaðarhlutfallið á fyrsta ársfjórðungi var 42,7% samanborið við 46,2% í fyrra. Arðgreiðsla og endurkaup á hlutabréfum bankans námu 26,8 milljörðum króna. Góður gangur í efnahagslífinu Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka, segir afkomu bankans vera góða á fyrsta ársfjórðungi og í takti við fjárhagsleg markmið. „Við finnum vel að það er góður gangur í íslensku efnahagslífi og eru fjölmörg spennandi verkefni í pípunum. Útlánavöxtur var umtalsverður á fjórðungnum og þá sérstaklega þegar kemur að lánum til fyrirtækja. Við höldum ótrauð áfram á þeirri braut að styrkja okkur sem millilið á markaði. Á síðustu tveimur árum hefur Arion banki veitt um 36 milljörðum króna í lán til fyrirtækja sem síðar hafa verið seld til stofnanafjárfesta eins og lífeyrissjóða.“ Slíkt gefi bankanum aukið svigrúm til frekari lánveitinga til fyrirtækja og auki fjölbreytileika í eignasafni lífeyrissjóða. Benedikt segir það sömuleiðis vera ánægjulegt að sjá umsvif bankans á Norðurslóðum aukast verulega á milli ára, eða um 87%. „Við ætlum að auka þessi umsvif enn frekar og leggjum sérstaka áherslu á atvinnugreinar þar sem við höfum á undanförnum árum byggt upp góða þekkingu á og reynslu af,“ er haft eftir Benedikt í tilkynningu. Aðalfundur Arion banka, sem haldinn var í mars síðastliðnum, samþykkti arðgreiðslu að fjárhæð 22,5 milljarðar króna. Að auki keypti bankinn eigin bréf fyrir um 4,3 milljarða króna á fyrsta ársfjórðungi. Samningur um sölu á Valitor til Rapyd hefur verið framlengdur til 1. júní næstkomandi. Vegna þeirra tafa sem orðið hafa á samþykki Samkeppniseftirlitsins og lúkningu viðskiptanna hefur Rapyd greitt Arion banka 10 milljónir Bandaríkjadala í viðbótargreiðslu, sem færð verður til tekna við samningslok Benedikt segir stjórnendur sjá góðan vöxt í iðgjöldum hjá tryggingafélaginu Verði, dótturfélags Arion banka. Afkoma félagsins beri þess merki að veturinn hafi verið þungur hvað veðurfar varðar og hafi leitt til aukningar í fjölda tjóna.
Íslenskir bankar Kauphöllin Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira