Gjaldfrjáls leikskóli er réttlætismál Eggert Sigurbergsson skrifar 5. maí 2022 16:00 Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Leikskólar Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Í dag eru leikskólar orðnir að menntastofnunum þar sem ríkar kröfur eru gerðar til umönnunar og menntunar barna fram að grunnskóla. Um leið er krafist fimm ára háskólamenntunar leikskólakennara sem hafa jafnframt réttindi til að kenna í grunn- og framhaldsskólum. Svo virðist sem sú hugsun, sem var einkenndi síðari hluta síðustu aldar, að leikskóli sé geymslustaður fyrir börn sé en við lýði. Um leið sé sjálfsagt að innheimta mánaðargjöld af foreldrum sem leggst hlutfallslega mun þyngra á efnaminni fjölskyldur. Afsláttur til forgangshópa duga skammt til að vinna þetta óréttlæti upp. Við hjá Miðflokknum í Reykjanesbæ teljum að leikskóli eigi að vera gjaldfrjáls til samræmis við önnur skólastig enda leggjast þessi gjöld misþungt á foreldra og forráðamenn og sé því um mikið réttlætismál að ræða. Ef við skoðum kostnaðinn sem liggur að baki leikskólavistun þá er meðalverð á vistun, samkvæmt tölum frá Sambandi íslenskra sveitafélaga 2020, rétt rúmar 267.000 kr. uppreiknað til dagsins í dag. Samkvæmt gjaldskrá Reykjanesbæjar 2022 er gjald fyrir átta tíma vistun með matargjaldi rúmar 39.000 kr. Fyrir hvert barn er því tæp 13% af samanlögðum heildarkostnaði (niðurgreiðslur bæjarins + framlag foreldra) sem virðist bara nokkuð sanngjarnt svona fljótt á litið, en er það svo? Samanburður tekjuhópa Þegar öllu er á botninn hvolft þá skiptir öllu máli fyrir fjölskyldu hverjar ráðstöfunartekjur heimilisins eru til að borga fyrir allar nauðsynjar eins og húsnæði, mat og annað sem lýtur að þörfum barnsins. Foreldrar með 500.000 kr. í ráðstöfunartekjur á mánuði borga því 7,8% af ráðstöfunartekjum fyrir leikskóla með einu barni á meðan foreldrar með 1.000.000 kr. í ráðstöfunartekjur borga 3,9%. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því í þessum málaflokki standast því ekki skoðun. Ef við skoðum einstætt foreldri með 300.000 kr. í ráðstöfunartekjur og eitt barn í vistun þá greiða þeir tæp 32.000 kr. fyrir átta tíma vistun með matargjaldi, m.t.t afsláttar. Einstætt foreldri borgar því 10,7% af sínum ráðstöfunartekjum í leikskólavist með einu barni. Rök sumra flokka um að þeir borgi sem hafa efni á því stenst því ekki skoðun. Einfaldasta og réttasta nálgunin er að leikskóli verði gerður gjaldfrjáls sem mun nýtast lágtekjuhópum best og því um réttlætismál að ræða. Það leggur Miðflokkurinn áherslu á. Höfundur er í 2. sæti Miðflokksins í Reykjanesbæ
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar