Ölgerðin hagnaðist um 1,7 milljarða Eiður Þór Árnason skrifar 6. maí 2022 17:31 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Ölgerð Egils Skallagrímssonar hagnaðist um 1,7 milljarða króna eftir skatta á seinasta fjárhagsári samanborið við 728 milljónir árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst sömuleiðis úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða króna milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins. Að sögn stjórnenda einkenndist árið stórum hluta af góðum vexti og miklum fjárfestingum í húsnæði og búnaði en fyrirtækið tók nýverið í gagnið nýja framleiðslulínu. Þetta kemur fram í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Á markað fyrir lok mánaðar Stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um það í september að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðallista Kauphallar Íslands og er stefnt að skráningu undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að skráningin muni styðja áframhaldandi vöxt félagsins. Fram kom í dag að samhliða skráningunni verði 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðinn til sölu, samkvæmt heimildum Innherja. Samkvæmt heimildum miðilsins er horft til þess að miðað við gengið sem verður ákvarðað í útboðinu þá muni fást á bilinu um sex til sjö milljarðar króna fyrir sölu á 25 til 30 prósenta hlut. Hlutafé Ölgerðarinnar yrði því verðmetið nálægt 25 milljörðum króna en heildarvirði félagsins – hlutafé að meðtöldum vaxtaberandi skuldum – væri hins vegar nokkuð yfir 30 milljarðar króna. Ný framleiðslulína fjórfaldað afkastagetu „Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári. Eins og áður er það starfsfólkið sem myndar grunninn að þessari velgengni ásamt gæðavörum fyrirtækisins sem Íslendingar þekkja og kunna að meta og nýjungum í vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Ný framleiðslulína sem hafi verið reist á einungis níu mánuðum hafi fjórfaldað afkastagetuna og gefi fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Andri bætir við að Ölgerðin hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem hafi styrkt stöðu fyrirtækisins. „Áfram verður lögð áhersla á að viðhalda þeim gæðum sem vörur okkar eru þekktar fyrir og öfluga vöruþróun,“ segir Andri. Ölgerðin gerir nú upp í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB. Kauphöllin Áfengi og tóbak Gosdrykkir Ölgerðin Tengdar fréttir Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) jókst sömuleiðis úr 2,3 milljörðum króna í 3,3 milljarða króna milli ára og var í samræmi við langtímamarkmið fyrirtækisins. Að sögn stjórnenda einkenndist árið stórum hluta af góðum vexti og miklum fjárfestingum í húsnæði og búnaði en fyrirtækið tók nýverið í gagnið nýja framleiðslulínu. Þetta kemur fram í ársreikningi Ölgerðarinnar fyrir fjárhagsárið sem lauk 28. febrúar síðastliðinn. Á markað fyrir lok mánaðar Stjórn fyrirtækisins tók ákvörðun um það í september að hefja undirbúning að skráningu félagsins á aðallista Kauphallar Íslands og er stefnt að skráningu undir lok þessa mánaðar. Gert er ráð fyrir því að skráningin muni styðja áframhaldandi vöxt félagsins. Fram kom í dag að samhliða skráningunni verði 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðinn til sölu, samkvæmt heimildum Innherja. Samkvæmt heimildum miðilsins er horft til þess að miðað við gengið sem verður ákvarðað í útboðinu þá muni fást á bilinu um sex til sjö milljarðar króna fyrir sölu á 25 til 30 prósenta hlut. Hlutafé Ölgerðarinnar yrði því verðmetið nálægt 25 milljörðum króna en heildarvirði félagsins – hlutafé að meðtöldum vaxtaberandi skuldum – væri hins vegar nokkuð yfir 30 milljarðar króna. Ný framleiðslulína fjórfaldað afkastagetu „Það er afar ánægjulegt að sjá niðurstöðuna eftir það erfiða ástand sem skapaðist í kringum Covid og eftirköst faraldursins og við erum einstaklega stolt af þeim árangri sem við náðum á nýliðnu rekstrarári. Eins og áður er það starfsfólkið sem myndar grunninn að þessari velgengni ásamt gæðavörum fyrirtækisins sem Íslendingar þekkja og kunna að meta og nýjungum í vöruþróun,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar, í tilkynningu. Ný framleiðslulína sem hafi verið reist á einungis níu mánuðum hafi fjórfaldað afkastagetuna og gefi fjölmörg tækifæri til áframhaldandi þróunar. Andri bætir við að Ölgerðin hafi jafnframt keypt birgjasambönd Ásbjörns Ólafssonar ehf. sem hafi styrkt stöðu fyrirtækisins. „Áfram verður lögð áhersla á að viðhalda þeim gæðum sem vörur okkar eru þekktar fyrir og öfluga vöruþróun,“ segir Andri. Ölgerðin gerir nú upp í fyrsta sinn í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla eins og þeir hafa verið samþykktir af ESB.
Kauphöllin Áfengi og tóbak Gosdrykkir Ölgerðin Tengdar fréttir Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31 Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar. 6. maí 2022 09:31