Vinir Kópavogs þurfa að láta til sín taka Þórólfur Matthíasson skrifar 10. maí 2022 15:45 Um mitt ár 2020 fluttum við hjónin úr austurhluta Reykjavíkur í vesturhluta Kópavogs. Sögðum skilið við kröfuharðan garð og viðhaldsfrekt einbýlishús eins og margir á okkar aldri. Fundum okkur nýtt athvarf í velstaðsettu fjölbýli á nýjum þróunarreit. Skömmu síðar upphófust kynni okkar af skipulagsleysi skipulagsyfirvalda í okkar nýja sveitarfélagi. Skipulagsráð samþykkti að grendarkynna deiliskipulagsbreytingu. Í yfirskirft auglýsingar var skipulagsbreytingin sögð eiga við Auðbrekku 9-11, en þegar að var gáð reyndist breytingin eiga fyrst og fremst við Dalbrekku 2-14, en þær lóðir liggja að hvor annarri. Ætla má að margir hinna nýju íbúa í Dalbrekku 2-14 hafi hugsað sem svo að þessi breyting snerti þá ekki og hent bréfinu með tilkynningunni í ruslakörfuna. Við hjónin vorum ekki sátt við allar þær breytingar sem boðaðar voru. Reyndar sýndi nánari eftirgrennslan að verktakinn hafði unnið samkvæmt hinu ósamþykkta og þar með ólögmæta skipulagi allan tímann! Við sendum inn athugasemd og fengum léttvæg svör. Málið endaði fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp þann úrskurð í febrúar 2021 að „..felld er úr gildi ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 9. októer á deiliskipulagi fyrir lóðina Auðbrekku 9-11“. Rökstuðningur ákvörðunarinnar er harkalegur áfellisdómur yfir verklagi Kópavogsbæjar: Deiliskipulag ekki unnið í samræmi við ákvæði reglugerðar, uppdráttur sem sýndur er í grendarkynningu nær ekki til allra breytinga sem gerðar eru, ekki sagt frá að dvalarsvæði í inngarði sé skert með fjölgun bílastæða, sagð að lóð stækki til suðurs þegar hún er stækkuð til norðurs, sagt að 245 fermetra bygging sé vestan við hús sem hún er raunverulega austan við, auk þess sem húsnúmer og hæð húsa stemma ekki við gildandi skipulag. Sumar þessara vitleysa eru klaufalegri en aðrar. Að norður breytist í suður og austur í vestur gæti verið vegna þess að sá sem samdi greinargerð hafi snúið teikningunni vitlaust á borðinu fyrir framan sig. Hin atriðin eru alvarlegri. Þetta er persónuleg reynsla okkar hjóna. Svo hef ég heyrt af reynslu fólksins í Hamraborginni sem er með fjölda mála í gangi hjá Úrskurðarnefndinni. Að ekki sé minnst á skipulag Suðurlandsvegarins sem liggur innan lögsögu Kópavogsbæjar í Lögbergsbrekku. Þar felldi fyrrnefnd nefnd framkvæmdaleyfi bæjarins úr gildi eftir að framkvæmdir voru hafnar með ærnum tilkostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Sá kostnaður hefði sparast hefði verklag bæjarins verið betra. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að þessi persónulega reynsla afhjúpi vinnulag í skipulagsmálum sem þjónar ekki hagsmunum íbúa og almennings. Þess vegna þótti mér vænt um að vera boðið að sitja á lista hjá Vinum Kópavogs. Vinir Kópavogs vilja að skipulag sé fyrir fólk en ekki verktaka, að skipulag skili umgjörð fyrir gott og gjöfult og skemmtilegt mannlíf. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa sem vilja lifandi, manneskjulegan og skemmtilegan bæ til þess að setja X við Y á laugardaginn. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í 21. sæti á lista Vina Kópavogs til bæjarstjórnakosninga vorið 2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Þórólfur Matthíasson Mest lesið Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason Skoðun Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Um mitt ár 2020 fluttum við hjónin úr austurhluta Reykjavíkur í vesturhluta Kópavogs. Sögðum skilið við kröfuharðan garð og viðhaldsfrekt einbýlishús eins og margir á okkar aldri. Fundum okkur nýtt athvarf í velstaðsettu fjölbýli á nýjum þróunarreit. Skömmu síðar upphófust kynni okkar af skipulagsleysi skipulagsyfirvalda í okkar nýja sveitarfélagi. Skipulagsráð samþykkti að grendarkynna deiliskipulagsbreytingu. Í yfirskirft auglýsingar var skipulagsbreytingin sögð eiga við Auðbrekku 9-11, en þegar að var gáð reyndist breytingin eiga fyrst og fremst við Dalbrekku 2-14, en þær lóðir liggja að hvor annarri. Ætla má að margir hinna nýju íbúa í Dalbrekku 2-14 hafi hugsað sem svo að þessi breyting snerti þá ekki og hent bréfinu með tilkynningunni í ruslakörfuna. Við hjónin vorum ekki sátt við allar þær breytingar sem boðaðar voru. Reyndar sýndi nánari eftirgrennslan að verktakinn hafði unnið samkvæmt hinu ósamþykkta og þar með ólögmæta skipulagi allan tímann! Við sendum inn athugasemd og fengum léttvæg svör. Málið endaði fyrir Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála sem kvað upp þann úrskurð í febrúar 2021 að „..felld er úr gildi ákvörðun Bæjarstjórnar Kópavogsbæjar frá 9. októer á deiliskipulagi fyrir lóðina Auðbrekku 9-11“. Rökstuðningur ákvörðunarinnar er harkalegur áfellisdómur yfir verklagi Kópavogsbæjar: Deiliskipulag ekki unnið í samræmi við ákvæði reglugerðar, uppdráttur sem sýndur er í grendarkynningu nær ekki til allra breytinga sem gerðar eru, ekki sagt frá að dvalarsvæði í inngarði sé skert með fjölgun bílastæða, sagð að lóð stækki til suðurs þegar hún er stækkuð til norðurs, sagt að 245 fermetra bygging sé vestan við hús sem hún er raunverulega austan við, auk þess sem húsnúmer og hæð húsa stemma ekki við gildandi skipulag. Sumar þessara vitleysa eru klaufalegri en aðrar. Að norður breytist í suður og austur í vestur gæti verið vegna þess að sá sem samdi greinargerð hafi snúið teikningunni vitlaust á borðinu fyrir framan sig. Hin atriðin eru alvarlegri. Þetta er persónuleg reynsla okkar hjóna. Svo hef ég heyrt af reynslu fólksins í Hamraborginni sem er með fjölda mála í gangi hjá Úrskurðarnefndinni. Að ekki sé minnst á skipulag Suðurlandsvegarins sem liggur innan lögsögu Kópavogsbæjar í Lögbergsbrekku. Þar felldi fyrrnefnd nefnd framkvæmdaleyfi bæjarins úr gildi eftir að framkvæmdir voru hafnar með ærnum tilkostnaði fyrir alla hlutaðeigandi. Sá kostnaður hefði sparast hefði verklag bæjarins verið betra. Ég leyfi mér að draga þá ályktun að þessi persónulega reynsla afhjúpi vinnulag í skipulagsmálum sem þjónar ekki hagsmunum íbúa og almennings. Þess vegna þótti mér vænt um að vera boðið að sitja á lista hjá Vinum Kópavogs. Vinir Kópavogs vilja að skipulag sé fyrir fólk en ekki verktaka, að skipulag skili umgjörð fyrir gott og gjöfult og skemmtilegt mannlíf. Ég vil hvetja alla Kópavogsbúa sem vilja lifandi, manneskjulegan og skemmtilegan bæ til þess að setja X við Y á laugardaginn. Höfundur er prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og situr í 21. sæti á lista Vina Kópavogs til bæjarstjórnakosninga vorið 2022.
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Hvalfjörður er líka okkar fjörður Jóhanna Hreinsdóttir,Jón Þorgeir Sigurðsson,Sigurþór Ingi Sigurðsson,Þóra Jónsdóttir,Þórarinn Jónsson Skoðun