Öryggisvistunarmálið í Reykjanesbæ - Bæjarfulltrúinn sem stóð með íbúunum Gunnar Felix Rúnarsson skrifar 11. maí 2022 09:16 Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjanesbær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nauðsynlegt er að rifja upp öryggisvistunarmálið fyrir kosningar. Það sýnir hversu mikilvægt það er að við íbúarnir eigum öflugan bæjarfulltrúa sem gætir hagsmuna íbúanna þótt móti blási. Margrét Þórarinsdóttir var eini bæjarfulltrúinn sem barðist gegn því að öryggisvistun yrði staðsett í íbúabyggð. Barátta hennar skilaði árangri og fallið var frá málinu. Forsagan er sú að í júní 2020 óskaði félagsmálaráðuneytið eftir samstarfi við Reykjanesbæ vegna uppbyggingar á öryggisvistun fyrir fólk með margþættan vanda. Allir bæjarfulltrúar samþykktu að taka þátt í þessu verkefni, en með ákveðnum formerkjum þó. Má þar nefna að ekki væri gert ráð fyrir að þessi vistun væri staðsett í íbúabyggð. Einnig var áréttað mikilvægi þess að vandað yrði til verka við staðsetningu, uppbyggingu og kynningu þjónustunnar í sátt við íbúa bæjarfélagsins. Þetta samþykktu allir bæjarfulltrúar samhljóða. Í júní 2021 var málið tekið fyrir í umhverfis- og skipulagsráði þar sem óskað var eftir lóð fyrir þessa þjónustu. Þar var lögð fram tillaga að staðsetningu í Dalshverfi 3. Þessu máli var frestað í umhverfis- og skipulagsnefnd og engin ákvörðun var tekin þar á þeim tímapunkti. Málið var svo tekið fyrir í bæjarráði og var þar samþykkt að vísa því til endurskoðunar á aðalskipulagi. Þetta samþykktu allir í bæjarráði nema bæjarfulltrúinn Margrét Þórarinsdóttir, sem situr þar sem áheyrnarfulltrúi og er ekki með atkvæðisrétt. Henni brá í brún við að sjá þetta. Þarna var komin staðsetning inn í íbúahverfi sem var ekki í samræmi við það sem allir bæjarfulltrúar höfðu samþykkt í júní 2020 . Fundargerð um málið var svo samþykkt af öllum bæjarfulltrúum, en Margrét benti á að hún væri ekki sátt við þennan lið. Í kjölfarið flutti hún svo bókun um málið á bæjarstjórnarfundi. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi stóð ein gegn öryggisvistun í íbúabyggð Í bókuninni sagði Margrét m.a. að hún harmaði að meirihlutinn skuli ekki fara þá leið í svona stóru máli sem öryggisvistun er, að þeir sjái ekki sóma sinn í að spyrja íbúana álits. Hún benti á að öryggisvistun er ekki bara spurning um næsta hverfi, Dalshverfi 3 sem er að fara í uppbyggingu og þá íbúa sem munu búa þar heldur líka nærumhverfi þess, þ.e. íbúa í Dalshverfi 2. Þessi mikilvægi málflutningur Margrétar vakti svo eðlilega athygli íbúa á málinu og urðu upp úr þessu heitar umræður í bæjarfélaginu. Þarna virtist sem svo að það hafi átt að koma málinu í gegn án nokkurs samráðs við íbúa, sem var eitt af formerkjum þess að skoða þetta verkefni og hafði verið samþykkt að gera af öllum bæjarfulltrúum eins og áður sagði. Þá vakti athygli að á nýlegum framboðsfundi í Hljómahöll svaraði oddviti Samfylkingar því játandi að framboð hans vildi stór og umdeild mál er varði bæjarfélagið í bindandi íbúakosningu, aðspurður um hvaða mál á núverandi kjörtímabili hefðu átt að fara í íbúakosningu var svarið; engin ! Óboðleg framkoma Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar í garð íbúa Hvernig meirihluti bæjarstjórnar; Samfylkingar, Framsóknar og Beinnar leiðar héldu á öryggisvistunarmálinu er auðvitað óboðlegt. Margrét Þórarinsdóttir bæjarfulltrúi sýndi þarna með sinni vasklegu framgöngu mikilvæga og öfluga hagsmunagæslu fyrir íbúana, sem skilaði okkur árangri. Styðjum Margréti Þórarinsdóttur í bæjarstjórn. X - U Höfundur skipar 2. sæti á lista Umbótar og er nefndarmaður í umhverfis- og skipulagsráði.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar