Reykjavík – framsækin menningarborg Birna Hafstein skrifar 11. maí 2022 10:31 Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Sjá meira
Í nútímasamfélagi gegnir menningarstarfsemi lykilhlutverki. Hér á landi erum við svo lánsöm að eiga magnaða listamenn í öllum listgreinum sem skapa ómetanleg verðmæti fyrir samfélagið okkar. Listir og menning eru mótunarafl í samfélaginu og skapandi drifkraftur. Að þessu þarf að hlúa og það ætlum við í Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík að gera með því að greiða veginn fyrir: Framsækinni og skemmtilegri borg sem vex í takt við nútímann með lifandi menningu, lýðheilsusjónarmið og umhverfisvitund að leiðarljósi. Keppninni um fólk í alþjóðlegum heimi sem tekur sífellt örari breytingum. Spennandi borg meðal borga fyrir alla – heimamenn, ferðamenn og ekki síður erlenda sérfræðinga sem vilja koma hingað til starfa. Öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi þar sem einstaklingar og fyrirtæki fá að vaxa og dafna án íþyngjandi boða og banna. Jákvæðum hvötum til uppbyggingar á nýsköpun, hugviti og skapandi greinum. Listkennsla Vaxtarbroddur nýrra starfa liggur í hinu óhefðbundna og við veðjum óhrædd á sköpun. Listir, menning, hugverkaiðnaður, nýsköpun; allt þetta er hluti af hinum skapandi greinum. Borgin þarf að innleiða hugsun og sýn með það fyrir augum að stuðla að framþróun þessara greina og búa til sterkari grunn til að hægt sé að skapa ný og fleiri tækifæri á þessum sviðum. Við ætlum að auka vægi list- verk- og tæknigreina í skólastarfi. Við viljum tryggja öllum börnum jöfn tækifæri til að þroska hæfileika sína og verða það sem þau vilja. Við eigum að vera leiðandi í þessu efni, vera frumkvöðlar og hafa hugrekki til að tileinka okkur nýjar aðferðir, feta ótroðnar brautir samfélaginu til heilla. Sjálfstætt starfandi listafólk Stærsti hópur listamanna hér á landi er sjálfstætt starfandi. Við ætlum að sjá til þess að stuðningur við grasrót lista og menningar hér í Reykjavík verði stórefldur. Til stendur að stækka sjóði eins og Menningarsjóð og Borgarhátíðasjóð í því skyni að efla fjölbreytta listaflóru borgarinnar. Við sjálfstæðismenn teljum slíkar aðgerðir auk þess einfaldlega arðbæra fjárfestingu. Við ætlum að bæta og efla faglega vinnuaðstöðu og rými fyrir listamenn, til að mynda að Korpúlfsstöðum. Við viljum danshús Sviðslistaumhverfið á Íslandi er bæði öflugt og framsækið og á erindi við umheiminn. Brýnt er að finna danslistafólki varanlegan samastað í Reykjavík. Reynslan erlendis frá hefur sýnt og sannað að með stofnun danshúss eykst áhorfandafjöldi til muna, hvort sem horft er til íbúa eða þeirra sem sækja borgir heim. Á síðustu árum hafa hin Norðurlöndin öll komið upp danshúsum með glæsilegum árangri. Þannig stuðlum við að framgangi og vexti greinarinnar hér heima, aukum framboð og eflum menningartengda ferðaþjónustu. Þetta er verkefni sem ríkið og sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eiga að sameinast um og styrkja um leið þá ímynd að Íslandi bjóði upp á margt fleira en fallegt landslag. Að á Íslandi búi áhugavert, skapandi fólk og að Reykjavík sé suðupottur menningar og lista. Skapandi fólk – spennandi borg Reykjavík á að sækja fram sem alþjóðleg menningarborg. Höfuðborg landsins á að byggja undir að listir, menning og skapandi greinar skipi sem stærstan sess í framtíðarsýn þjóðarinnar. Það er í þessum greinum sem dýrmætasti auður okkar hér á Íslandi leynist - í skapandi hugsun og skapandi fólki. Höfundur er formaður Félags íslenskra listamanna í sviðslistum og kvikmyndum og á sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun