ASÍ og stórfyrirtæki verða að hemja sig, enda bara 1% af atvinnulífinu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 11. maí 2022 14:30 Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum. Ómöguleikinn birtist fyrst og fremst í því að við erum að fara í kjarasamninga sem mega ekki leiða af sér launahækkanir. Minna má í þessu sambandi á, að frá síðustu kjarasamningum hafa laun hækkað um fjórðung og launavísitalan um 7%-8%. Segja má að launahækkanir hafi verið teknar út „fyrirfram“, þ.e. búið sé að greiða þær launahækkanir sem innstæða er fyrir innan hagkerfisins í bili. Þetta þýðir á mannamáli að komandi kjarasamningar verða að snúast um getu fyrirtækja til að takast á við það umhverfi sem blasir við og einblína á að auka kaupmátt fremur en krónutölu eða prósentu hækkanir launa. Það verður á herðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja að halda verðbólgu niðri. Það eru hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur launafólks aukist, enda eru viðskiptavinir lítilla og meðalstóra fyrirsækja oftar en ekki launþegar á Íslandi. Þessi ómöguleiki er flestum skýr. Ríkisstjórnin hefur sem dæmi hvatt verkalýðshreyfinguna eindregið til að stilla launakröfum í hóf og allir helstu álitsgjafar innan hagfræðinnar keppast við að benda á afleiðingar þess fari launaliðurinn úr böndunum í komandi kjarasamningum, eins og því miður flest bendir til á þessari stundu að gerist. Þá beinast spjótin ekki eingöngu að launþegum og launakröfum þeirra. Stórfyrirtæki verða einnig að hemja sig í arðgreiðslum og launagreiðslum æðstu stjórnenda. Hafa sífellt fleiri verið að taka upp þennan punkt, að ekki sé ásættanlegt að þessi afmarkaði fyrirtækjahópur hleypi með jöfnu bili upp vinnumarkaðnum með ofurarðgreiðslum og ofurlaunum, sem eiga sér enga stoð í íslenskum veruleika. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja á Íslandi og eru að greiða 70% af öllum launagreiðslum hér á landi. Í þessum fyrirtækjum er ekki að finna ofurhagnaði og ofurbónusa. Þessi hluti atvinnulífsins þarf að hafa rödd við borðið í komandi kjarasamningum. Annað er hreinlega galið. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Aukin verðbólga, þensla á vinnumarkaði, hátt fasteignaverð, stríð í Evrópu og vaxandi óvissa í efnahagsmálum einkennir ástand samfélagsins um þessar mundir. Horfur hafa oft verið betri í aðdraganda kjarasamninga en nú. Þegar hætta á víxlverkandi áhrifum verðbólgu og launahækkana bætast við, má segja að aðilar vinnumarkaðarins standi frammi fyrir eins konar ómöguleika í komandi kjarasamningum. Ómöguleikinn birtist fyrst og fremst í því að við erum að fara í kjarasamninga sem mega ekki leiða af sér launahækkanir. Minna má í þessu sambandi á, að frá síðustu kjarasamningum hafa laun hækkað um fjórðung og launavísitalan um 7%-8%. Segja má að launahækkanir hafi verið teknar út „fyrirfram“, þ.e. búið sé að greiða þær launahækkanir sem innstæða er fyrir innan hagkerfisins í bili. Þetta þýðir á mannamáli að komandi kjarasamningar verða að snúast um getu fyrirtækja til að takast á við það umhverfi sem blasir við og einblína á að auka kaupmátt fremur en krónutölu eða prósentu hækkanir launa. Það verður á herðum lítilla og meðalstórra fyrirtækja að halda verðbólgu niðri. Það eru hagsmunir lítilla og meðalstórra fyrirtækja að kaupmáttur launafólks aukist, enda eru viðskiptavinir lítilla og meðalstóra fyrirsækja oftar en ekki launþegar á Íslandi. Þessi ómöguleiki er flestum skýr. Ríkisstjórnin hefur sem dæmi hvatt verkalýðshreyfinguna eindregið til að stilla launakröfum í hóf og allir helstu álitsgjafar innan hagfræðinnar keppast við að benda á afleiðingar þess fari launaliðurinn úr böndunum í komandi kjarasamningum, eins og því miður flest bendir til á þessari stundu að gerist. Þá beinast spjótin ekki eingöngu að launþegum og launakröfum þeirra. Stórfyrirtæki verða einnig að hemja sig í arðgreiðslum og launagreiðslum æðstu stjórnenda. Hafa sífellt fleiri verið að taka upp þennan punkt, að ekki sé ásættanlegt að þessi afmarkaði fyrirtækjahópur hleypi með jöfnu bili upp vinnumarkaðnum með ofurarðgreiðslum og ofurlaunum, sem eiga sér enga stoð í íslenskum veruleika. Lítil og meðalstór fyrirtæki eru 99% allra fyrirtækja á Íslandi og eru að greiða 70% af öllum launagreiðslum hér á landi. Í þessum fyrirtækjum er ekki að finna ofurhagnaði og ofurbónusa. Þessi hluti atvinnulífsins þarf að hafa rödd við borðið í komandi kjarasamningum. Annað er hreinlega galið. Höfundur er formaður Atvinnufjelagsins.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar