Hringtorg á vinstri hönd Gunnar Smári Þorsteinsson og Lísbet Sigurðardóttir skrifa 12. maí 2022 06:45 Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Eftir tvo daga verður gengið til sveitarstjórnarkosninga um allt land. Þær kosningar ætti allt ungt fólk að láta sig varða því þar verður kosið um málefni sem skipta okkur verulegu máli í daglegu lífi. Húsnæðismál, leikskólamál og samgöngumál hvíla að miklu leyti á herðum sveitarfélaga og þessi atriði skipta ungt fólk höfuðmáli þegar það velur hvar það vill búa. Slæm staða ungs fólks í Reykjavík Í Reykjavík hefur borgarstjórnarmeirihlutinn brugðist í því verkefni að leysa vanda ungs fólks. Fjögur ár eru liðin frá síðustu kosningum en í dag blasa við sömu vandamál og árið 2018. Heillöng bið eftir leikskóla, hækkandi húsnæðisverð og lélegar samgöngur. Þessi staðreynd virðist öllum ljós, enda enduróma sömu kosningaloforð í dag og gerðu fyrir fjórum árum með örlitlu kryddi. Við erum komin heilan hring frá síðustu kosningum, eigum við virkilega að trúa því að nú muni þeim takast ætlunarverkið? Á kjörtímabilinu hafa engar tilraunir verið gerðar til þess að leysa húsnæðisvandann með því að úthluta lóðum fyrir hagkvæmt húsnæði heldur hefur verið lögð áhersla á að byggja lúxusíbúðir í miðbænum sem ungt fólk hefur alls ekki efni á. Til þess að leysa húsnæðisvandann þarf að láta hendur standa fram úr ermum og framkvæma. Við getum ekki beðið í 10 ár á meðan reynt er að sammælast um húsnæðissáttmála, ungt fólk er þegar farið að streyma úr Reykjavík í önnur sveitarfélög. Hengiflug óvissunnar Fyrir síðustu kosningar, þegar borgarstjóri kynnti áherslumál síns flokks, átti að tryggja leikskólapláss fyrir börn 12-18 mánaða. Svo fór ekki. Meðalaldur barna sem komast inn á leikskóla er ríflega tvö ár í dag og geta reykvískir foreldrar prísað sig sæla ef börnin þeirra komast á leikskóla við 20 mánaða aldur. Biðlistar á leikskóla í Reykjavík eru einnig sögulega háir þar sem 800 börn bíða eftir leikskólaplássi. Því er ljóst að meirihlutanum hefur mistekist ætlunarverk sitt og hugmyndir þeirra fyrir næsta kjörtímabil gefa ekki tilefni til bjartsýni. Foreldrar standa frammi fyrir hengiflugi óvissunnar eftir að fæðingarorlofi lýkur. Slegist er um pláss hjá dagforeldrum og ungbarnaleikskólum, jafnvel í öðrum sveitarfélögum eða í mikilli fjarlægð frá heimili. Við slíkar aðstæður fara allar hugmyndir um fjölbreyttar samgöngur út í vind, fólk verður að vera á bíl til þess að láta dæmið ganga upp. Aðgerðarleysi meirihlutans bitnar þannig einnig á markmiðum hans í samgöngu- og umhverfismálum. Við þurfum að brúa bilið fyrir fjölskyldur og bjóða upp á fjölbreytta valkosti, sniðna að þörfum þeirra. Tryggjum ungt fólk í forystu Reykjavík þarf að vera eftirsóknarverður kostur fyrir ungt fólk og til þess þurfa hlutirnir að virka. Núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fullreyndur og tími til kominn að afhenda nýju fólki keflið. Á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík skipa ungar konur efstu tvö sætin og með þeim koma raunhæfar lausnir á vanda ungs fólks í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn vill að Reykjavík verði í fararbroddi fyrir ungt fólk og fjölskyldufólk og til þess þarf nýjar áherslur. Valkostirnir eru skýrir; við getum haldið áfram á sömu braut og tekið annan hring á hringtorgi núverandi meirihluta eða við getum leitað raunhæfra lausna fyrir ungt fólk í Reykjavík og haldið áfram veginn. Lísbet Sigurðardóttir, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna og Gunnar Smári Þorsteinsson, formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun